Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira