Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 13:00 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er verulega lengdur. Vísir/Anton Brink „Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19