Stefnt að því að afgreiða fjárlagafrumvarpið úr þinginu annað kvöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Óhefðbundið er að þingfundir standi yfir milli jóla og nýárs. V'isir/Vilhelm Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira