Sjö milljónir króna til „ýmissa verkefna“ Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 10:50 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira