Læknir fékk starf aftur þrátt fyrir áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 10:11 Landlæknir hafði tjáð hjúkrunarfræðingnum að læknirinn fengi ekki leyfi aftur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar, rétt eins og annarsstaðar í samfélaginu. Svo segir í yfirlýsingu sem 627 konur skrifa undir og sendu fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingunni fylgja 53 frásagnir af af kynbundinni mismunun og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. Sögurnar allar má lesa hér. Þar greinir hjúkrunarfræðingur, sem starfaði á deild á stofnun á höfuðborgarsvæðinu, frá því þegar læknir sendi henni tölvupóst með nákvæmum lýsingum um hvað hann óskaði að gera við hana og með henni á mjög kynferðislegan hátt. „Bréfið sendi hann mér tvisvar sinnum því í fyrra skiptið gleymdi hann að festa viðhengið með, myndir af kynfærum hans annars vegar í slökun og hins vegar í fullri reisn. Honum fannst hann sjálfur „svo vel vaxinn að neðan“ að eigin sögn í tölvupóstinum,“ skrifar konan. Brast eitthvað innra með henni Hún segir eitthvað hafa brostið innra með sér þegar hún sá tölvupóstinn þar sem maðurinn fór yfir hvað það væri sem væri neikvætt við hana, en hann gæti horf framhjá því svona í tilefni langanna sinna. Hún fann fyrir gífurlegu óöryggi og ógn við friðhelgi. Eftir að hafa ráðfært sig við lögmann og lögreglu svaraði hún tölvupósti mannsins og fékk þrjár afsökunarbeiðnir frá honum til baka. „Í því síðasta bar hann fyrir sig miðaldrakrísu því jú hann var nýlega farinn að nota fjarsýnisgleraugu,“ segir konan. Átta mánuðum síðan tilkynnti hún manninn til Landlæknis og fékk að vita að maðurinn hafði þurft að sækja sér endurhæfingu til að fá leyfi sitt aftur og tjáði landlæknir henni að þessi maður myndi ekki fá leyfi sitt aftur. „Áður en ég veit af hefur þessi maður sótt um starf á deildinni minni sem læknir og fær ráðningu,“ skrifar konan. Hún lét yfirmenn sína vita, sýndi þeim póstana og myndirnar, en viðbrögð þeirra hefðu verið á þá leið að maðurinn hefði gengið í gegnum erfiða hluti og ætti skilið annað tækifæri. „Mér var lofað að við yrðum ekki látin vinna á sömu vöktum. Ég sagði upp starfi mínu á deildinni en hann vann þar um nokkurn tíma. Hann er enn starfandi sem læknir í heilbrigðiskerfinu í dag.“ Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Önnur lýsir atvikum þegar hún var að vinna við aðhlynningu fyrir einkafyrirtæki í Bretlandi. Hún var ein á næturvakt með tíu manna gang en bjöllu ef óskað yrði eftir aðstoð. Bjöllunni var hringt og hún fer inn á herbergi en þar er eldri maður búinn að vippa af sér sænginni og fróar sér fyrir framan hana. Hún lét manninn vita að svo liðist ekki ef hann ætlaði að fá hjálp. Seinna hringir hann aftur bjöllu og biður um að láta laga kodda og skipta um stellingu. Hún beygir sig yfir hann en þá grípur hann þéttingsfast um brjóst hennar og byrjar aftur að fróa sér. Hún lét deildarstjóra vita eftir vaktskipti en skilaboðin frá honum voru á þá leið að hún ætti ekki að vera með vesen, maðurinn væri gamall og hún sæt. „Sami vinnustaður, þáverandi yfirmaður heimilisins: Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ skrifar konan að endingu. Faðir veiks barns bað hana um að horfa á klám með sér Þá segir ein frá því þegar hún var ein á vakt í Danmörku þar sem hún sinnti veikum börnum í heimahúsi í aukavinnu. Hún þurfti að hlusta á og bregðast við eða endurlífga börn þegar á þurfti. Aldrei máti yfirgefa börnin, sérstaklega þeim veikustu, og þurfti að fá foreldrana til að líta eftir þeim ef það þurfti að skreppa á salerni eða borða. Foreldrar nýttu sér það stundum að sofa í öðru herbergi eða heima og láta okkur sjá um barnið á meðan. Í einu tilfelli kom faðir barnsins með. Hann hafði stundum vakað með hjúkrunarfræðingunum og talað alla nóttina á bjagaðri dönsku. „Hann hafði talað mikið um kynlíf þessa nóttina sem og aðrar nætur og alltaf að segja mér hvað ég væri falleg, og ég reyndi að hunsa hann og eða tala um eitthvað annað,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn. Klukkan hálf sjö um morguninn gekk hann skrefinu lengra og biður hjúkrunarfræðinginn að líta á tölvuskjá sinn þar sem maðurinn var að horfa á klámmynd. Maðurinn bað konuna að horfa með sér og spurði hvort hún yrði ekki æst yfir því. „Stuttu síðar tekur hann handklæði og labbar inná bað sem var innaf herberginu og ég held áfram að hlusta á barnið, hálf stjörf. Veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Svo kemur hann fram stuttu síðar eins og hann hafi verið í löngum og ströngum göngutúr. Mér leið svo illa en ég gat ekki skilið barnið eftir (hefði getað verið ákærð fyrir vanrækslu í starfi) og fannst ég heldur ekki getað hringt eftir starfsfólki þar sem ég var ein til frásagnar og gat ekki tjáð mig fyrir framan hann. En ég var líka óöruggari við að segja frá og koma óorði á hann heldur en að labba út.“ Hún bað um að vera aldrei aftur send til þessarar fjölskyldu en komst svo að því síðar að maðurinn hafði verið að áreita fleiri og því samningi rift við þau. „Vinnuveitandinn minn var líka mjög harður við starfsmennina sína og hefur sakað hjúkrunarfræðinga um vanrækslu og glöp og komið þeim fyrir dóm. Þannig að erfitt var að velja, báðir kostirnir voru slæmir að mér fannst. Eftir þetta atvik sem og fleiri er ég mjög meðvituð um faglega áhættu í starfi okkar. Mig vantaði hugrekkið í þetta skiptið. En aldrei aftur. Haldið áfram þessari afhjúpun og umtali.“ „Gjörsamlega lamast“ Ein sem vann með sérfræðingi var á ráðstefnu með honum þegar hann stingur upp á því að þau sleppi tveimur fyrirlestrum sem muni ekki nýtast þeim og fari þess í stað í verslunarmiðstöð. Áður en þangað var haldið fóru þau upp á herbergi sérfræðingsins sem bað konuna um að leggjast í rúmið og fer að tala um rassinn á henni. Konan segir manninn hafa reynt við sig hún frosið. Hann hafi ekki gengið mjög langt í þetta skiptið en spurt hana hvort hún hefði ekki tekið eftir því vinnunni hversu mikið hann hefur horft á hana og sérstaklega rass hennar. Um kvöldið var farið út að borða en konan segir manninn hafa elt hana upp á herbergi, henni hafi þótt það óþægilegt en gat ekkert sagt. „Aftur verð ég hrædda auma stelpan sem þori ekkert að segja né gera. Þarna reynir hann virkilega mikið að ná vilja sínum fram, ég ligg þarna hreyfingarlaus, ég man að ég hugsaði að þetta yrði bara að taka fljótt af, það væri best upp á samstarfið að ég mundi bara láta mig bara hafa þetta. Ég segi ekkert, geri ekkert og upplifi mig eins og ég standi og horfi á mig stjarfa í rúminu. Hann komst langt en náði ekki fram vilja sínum, því að sem betur fer þá hringdi síminn og ég gat talað í símann þangað til hann fór.“ Ráðstefnan heldur svo áfram, flogið var heim og þau halda áfram að vinna saman. Helgina eftir fékk hún leyfi til að vinna í verkefni á vinnustaðnum þeirra þar sem enginn umgangur er um helgar. „Hann kemur þangað. Þarna gerist hann mjög grófur, á vinnustaðnum okkur. Sest ofan á mig reynir ítrekað að kyssa mig og káfar á mér, aftur verð ég þessi aumingi logandi hrædd og get ekkert sagt né gert, gjörsamlega lamast. Mér hefur alltaf liðið illa inn á þessari stofu eftir þetta atvik. Ég gat ekkert unnið í verkefninu eftir þetta. Áfram höldum við að vinna saman. Ég loka á þetta. Ég var nýlega byrjuð hjá sálfræðingi þegar þetta var, hann hefur oft bent mér á atriði sem eru óeðlileg í okkar samstarfi.“ Hún segir manninn einnig hafa notað orð sem eru kynferðisleg áreitni, hún fattaði ekki að væru það. Kallaði rass hennar Max og spurði hvernig ástarlífið gengi. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að láta sem ekkert hefði gerst og halda áfram að læra af honum. Sálfræðingurinn minn fékk mig til að fara til starfsmannastjórans, því að mitt starf væri alveg undir honum komið, hann gæti auðveldlega með sínu valdi sagt að það væri ekki hægt að vinna með mér. Ég fór því og sagði að ég vildi ekki að neitt yrði skráð en ég vildi hafa talað við hana ef hann myndi seinna koma og segja að ég hefði ekki staðið mig í vinnu.Öll kvöldin fyrir vinnu kveið ég fyrir því að mæta. Hann sýndi á sér svo margar hliðar, stundum með kynferðisleg skot, stundum pirraður og stundum kurteis og almennilegur. Ég tiplaði á tánum.“ Þegar maðurinn fór í veikindafrí áttar konan sig á því hvað þetta hafði verið sjúkt og hrikalega erfitt. „Hversu hrikalega kvíðin ég var heima, ég var alltaf með hugann við hvernig vinnan yrði. Ég fann að það var betra að vera án hans, það var frelsandi. Sérfræðingurinn kom svo í smá tíma í vinnu og þá gat hann sagt mér að nú væri hann orðinn svo gleyminn að nú myndi hann ekki eftir neinu sem hann hefði samviskubit yfir. Heima kvíði ég því að mæta í vinnu, verður hann verður hann ekki, heldur þetta áfram eða er þetta hætt? Svo finn ég líka til með honum og er með hrikalegt samviskubit yfir því að yfirmaður minn viti þetta. Ég vona heitt og innilega að með því að skrifa þetta á blað þá losni ég að hluta við skömmina og vanlíðanina sem þessu hefur fylgt. Mig langar svo að geta hætt að kvíða fyrir vinnunni þegar ég er heima hjá mér.“ Sjá allar sögurnar hér. MeToo Landspítalinn Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar, rétt eins og annarsstaðar í samfélaginu. Svo segir í yfirlýsingu sem 627 konur skrifa undir og sendu fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingunni fylgja 53 frásagnir af af kynbundinni mismunun og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. Sögurnar allar má lesa hér. Þar greinir hjúkrunarfræðingur, sem starfaði á deild á stofnun á höfuðborgarsvæðinu, frá því þegar læknir sendi henni tölvupóst með nákvæmum lýsingum um hvað hann óskaði að gera við hana og með henni á mjög kynferðislegan hátt. „Bréfið sendi hann mér tvisvar sinnum því í fyrra skiptið gleymdi hann að festa viðhengið með, myndir af kynfærum hans annars vegar í slökun og hins vegar í fullri reisn. Honum fannst hann sjálfur „svo vel vaxinn að neðan“ að eigin sögn í tölvupóstinum,“ skrifar konan. Brast eitthvað innra með henni Hún segir eitthvað hafa brostið innra með sér þegar hún sá tölvupóstinn þar sem maðurinn fór yfir hvað það væri sem væri neikvætt við hana, en hann gæti horf framhjá því svona í tilefni langanna sinna. Hún fann fyrir gífurlegu óöryggi og ógn við friðhelgi. Eftir að hafa ráðfært sig við lögmann og lögreglu svaraði hún tölvupósti mannsins og fékk þrjár afsökunarbeiðnir frá honum til baka. „Í því síðasta bar hann fyrir sig miðaldrakrísu því jú hann var nýlega farinn að nota fjarsýnisgleraugu,“ segir konan. Átta mánuðum síðan tilkynnti hún manninn til Landlæknis og fékk að vita að maðurinn hafði þurft að sækja sér endurhæfingu til að fá leyfi sitt aftur og tjáði landlæknir henni að þessi maður myndi ekki fá leyfi sitt aftur. „Áður en ég veit af hefur þessi maður sótt um starf á deildinni minni sem læknir og fær ráðningu,“ skrifar konan. Hún lét yfirmenn sína vita, sýndi þeim póstana og myndirnar, en viðbrögð þeirra hefðu verið á þá leið að maðurinn hefði gengið í gegnum erfiða hluti og ætti skilið annað tækifæri. „Mér var lofað að við yrðum ekki látin vinna á sömu vöktum. Ég sagði upp starfi mínu á deildinni en hann vann þar um nokkurn tíma. Hann er enn starfandi sem læknir í heilbrigðiskerfinu í dag.“ Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Önnur lýsir atvikum þegar hún var að vinna við aðhlynningu fyrir einkafyrirtæki í Bretlandi. Hún var ein á næturvakt með tíu manna gang en bjöllu ef óskað yrði eftir aðstoð. Bjöllunni var hringt og hún fer inn á herbergi en þar er eldri maður búinn að vippa af sér sænginni og fróar sér fyrir framan hana. Hún lét manninn vita að svo liðist ekki ef hann ætlaði að fá hjálp. Seinna hringir hann aftur bjöllu og biður um að láta laga kodda og skipta um stellingu. Hún beygir sig yfir hann en þá grípur hann þéttingsfast um brjóst hennar og byrjar aftur að fróa sér. Hún lét deildarstjóra vita eftir vaktskipti en skilaboðin frá honum voru á þá leið að hún ætti ekki að vera með vesen, maðurinn væri gamall og hún sæt. „Sami vinnustaður, þáverandi yfirmaður heimilisins: Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ skrifar konan að endingu. Faðir veiks barns bað hana um að horfa á klám með sér Þá segir ein frá því þegar hún var ein á vakt í Danmörku þar sem hún sinnti veikum börnum í heimahúsi í aukavinnu. Hún þurfti að hlusta á og bregðast við eða endurlífga börn þegar á þurfti. Aldrei máti yfirgefa börnin, sérstaklega þeim veikustu, og þurfti að fá foreldrana til að líta eftir þeim ef það þurfti að skreppa á salerni eða borða. Foreldrar nýttu sér það stundum að sofa í öðru herbergi eða heima og láta okkur sjá um barnið á meðan. Í einu tilfelli kom faðir barnsins með. Hann hafði stundum vakað með hjúkrunarfræðingunum og talað alla nóttina á bjagaðri dönsku. „Hann hafði talað mikið um kynlíf þessa nóttina sem og aðrar nætur og alltaf að segja mér hvað ég væri falleg, og ég reyndi að hunsa hann og eða tala um eitthvað annað,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn. Klukkan hálf sjö um morguninn gekk hann skrefinu lengra og biður hjúkrunarfræðinginn að líta á tölvuskjá sinn þar sem maðurinn var að horfa á klámmynd. Maðurinn bað konuna að horfa með sér og spurði hvort hún yrði ekki æst yfir því. „Stuttu síðar tekur hann handklæði og labbar inná bað sem var innaf herberginu og ég held áfram að hlusta á barnið, hálf stjörf. Veit ekki í hvorn fótinn á að stíga. Svo kemur hann fram stuttu síðar eins og hann hafi verið í löngum og ströngum göngutúr. Mér leið svo illa en ég gat ekki skilið barnið eftir (hefði getað verið ákærð fyrir vanrækslu í starfi) og fannst ég heldur ekki getað hringt eftir starfsfólki þar sem ég var ein til frásagnar og gat ekki tjáð mig fyrir framan hann. En ég var líka óöruggari við að segja frá og koma óorði á hann heldur en að labba út.“ Hún bað um að vera aldrei aftur send til þessarar fjölskyldu en komst svo að því síðar að maðurinn hafði verið að áreita fleiri og því samningi rift við þau. „Vinnuveitandinn minn var líka mjög harður við starfsmennina sína og hefur sakað hjúkrunarfræðinga um vanrækslu og glöp og komið þeim fyrir dóm. Þannig að erfitt var að velja, báðir kostirnir voru slæmir að mér fannst. Eftir þetta atvik sem og fleiri er ég mjög meðvituð um faglega áhættu í starfi okkar. Mig vantaði hugrekkið í þetta skiptið. En aldrei aftur. Haldið áfram þessari afhjúpun og umtali.“ „Gjörsamlega lamast“ Ein sem vann með sérfræðingi var á ráðstefnu með honum þegar hann stingur upp á því að þau sleppi tveimur fyrirlestrum sem muni ekki nýtast þeim og fari þess í stað í verslunarmiðstöð. Áður en þangað var haldið fóru þau upp á herbergi sérfræðingsins sem bað konuna um að leggjast í rúmið og fer að tala um rassinn á henni. Konan segir manninn hafa reynt við sig hún frosið. Hann hafi ekki gengið mjög langt í þetta skiptið en spurt hana hvort hún hefði ekki tekið eftir því vinnunni hversu mikið hann hefur horft á hana og sérstaklega rass hennar. Um kvöldið var farið út að borða en konan segir manninn hafa elt hana upp á herbergi, henni hafi þótt það óþægilegt en gat ekkert sagt. „Aftur verð ég hrædda auma stelpan sem þori ekkert að segja né gera. Þarna reynir hann virkilega mikið að ná vilja sínum fram, ég ligg þarna hreyfingarlaus, ég man að ég hugsaði að þetta yrði bara að taka fljótt af, það væri best upp á samstarfið að ég mundi bara láta mig bara hafa þetta. Ég segi ekkert, geri ekkert og upplifi mig eins og ég standi og horfi á mig stjarfa í rúminu. Hann komst langt en náði ekki fram vilja sínum, því að sem betur fer þá hringdi síminn og ég gat talað í símann þangað til hann fór.“ Ráðstefnan heldur svo áfram, flogið var heim og þau halda áfram að vinna saman. Helgina eftir fékk hún leyfi til að vinna í verkefni á vinnustaðnum þeirra þar sem enginn umgangur er um helgar. „Hann kemur þangað. Þarna gerist hann mjög grófur, á vinnustaðnum okkur. Sest ofan á mig reynir ítrekað að kyssa mig og káfar á mér, aftur verð ég þessi aumingi logandi hrædd og get ekkert sagt né gert, gjörsamlega lamast. Mér hefur alltaf liðið illa inn á þessari stofu eftir þetta atvik. Ég gat ekkert unnið í verkefninu eftir þetta. Áfram höldum við að vinna saman. Ég loka á þetta. Ég var nýlega byrjuð hjá sálfræðingi þegar þetta var, hann hefur oft bent mér á atriði sem eru óeðlileg í okkar samstarfi.“ Hún segir manninn einnig hafa notað orð sem eru kynferðisleg áreitni, hún fattaði ekki að væru það. Kallaði rass hennar Max og spurði hvernig ástarlífið gengi. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að láta sem ekkert hefði gerst og halda áfram að læra af honum. Sálfræðingurinn minn fékk mig til að fara til starfsmannastjórans, því að mitt starf væri alveg undir honum komið, hann gæti auðveldlega með sínu valdi sagt að það væri ekki hægt að vinna með mér. Ég fór því og sagði að ég vildi ekki að neitt yrði skráð en ég vildi hafa talað við hana ef hann myndi seinna koma og segja að ég hefði ekki staðið mig í vinnu.Öll kvöldin fyrir vinnu kveið ég fyrir því að mæta. Hann sýndi á sér svo margar hliðar, stundum með kynferðisleg skot, stundum pirraður og stundum kurteis og almennilegur. Ég tiplaði á tánum.“ Þegar maðurinn fór í veikindafrí áttar konan sig á því hvað þetta hafði verið sjúkt og hrikalega erfitt. „Hversu hrikalega kvíðin ég var heima, ég var alltaf með hugann við hvernig vinnan yrði. Ég fann að það var betra að vera án hans, það var frelsandi. Sérfræðingurinn kom svo í smá tíma í vinnu og þá gat hann sagt mér að nú væri hann orðinn svo gleyminn að nú myndi hann ekki eftir neinu sem hann hefði samviskubit yfir. Heima kvíði ég því að mæta í vinnu, verður hann verður hann ekki, heldur þetta áfram eða er þetta hætt? Svo finn ég líka til með honum og er með hrikalegt samviskubit yfir því að yfirmaður minn viti þetta. Ég vona heitt og innilega að með því að skrifa þetta á blað þá losni ég að hluta við skömmina og vanlíðanina sem þessu hefur fylgt. Mig langar svo að geta hætt að kvíða fyrir vinnunni þegar ég er heima hjá mér.“ Sjá allar sögurnar hér.
MeToo Landspítalinn Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47