Koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 07:46 Hafísþekjan á norðurskautinu hefur verið að skreppa saman vegna hnattrænnar hlýnunar. Þar gæti möguleikinn á fiskveiðum opnast í framtíðinni. Vísir/EPA Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24