Hyundai Accent fæst ennþá í Bandaríkjunum og er ódýr Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 12:55 Hyundai Accent af árgerð 2018 er alls ekki ólaglegur bíll. Margir Íslendingar muna eftir Hyundai Accent bílnum enda seldist hann í skipsförmum hérlendis á árum áður. Talsvert langt er þó síðan að Accent var til sölu hér og hann orðin æ óalgengari sjón á götum landsins. Það á þó ekki við í Bandaríkjunum en Hyundai býður Accent til sölu vestanhafs og það á afar hagstæðu verði. Þar fæst Accent á 14.995 dollara, eða 1.585 þúsund krónur og það sem meira er, þar fer bara býsna laglegur bíll. Ef hann væri í boði hérlendis á þessu verði væri um að ræða ódýrasta nýja bíl sem hægt væri að kaupa. Hafa verður þó í huga að bílar eru mun ódýrari í Bandaríkjunum en hér og há vörugjöld og virðisaukaskattur ekki að hafa viðlíka áhrif á endanlegt verð bíla þar. Ódýrasta gerð Accent er beinskipt, en bíllinn er samt furðanlega vel búinn, með 5 tommu litasnertiskjá, bakkmyndavél, útvarpsstýringar og skriðstilli í stýri, Bluetooth tengingu, rafmagnsrúðum allan hringinn og fjölstillanleg framsæti. Í sinni dýrustu útfærslu kemur hann með margan annan aðstoðar- og lúxusbúnað fæst á undir 2 milljónum króna. Accent býðst aðeins með einni vélargerð í Bandaríkjunum, 1,6 lítra bensívél, 130 hestöfl með 161 Nm togi. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Margir Íslendingar muna eftir Hyundai Accent bílnum enda seldist hann í skipsförmum hérlendis á árum áður. Talsvert langt er þó síðan að Accent var til sölu hér og hann orðin æ óalgengari sjón á götum landsins. Það á þó ekki við í Bandaríkjunum en Hyundai býður Accent til sölu vestanhafs og það á afar hagstæðu verði. Þar fæst Accent á 14.995 dollara, eða 1.585 þúsund krónur og það sem meira er, þar fer bara býsna laglegur bíll. Ef hann væri í boði hérlendis á þessu verði væri um að ræða ódýrasta nýja bíl sem hægt væri að kaupa. Hafa verður þó í huga að bílar eru mun ódýrari í Bandaríkjunum en hér og há vörugjöld og virðisaukaskattur ekki að hafa viðlíka áhrif á endanlegt verð bíla þar. Ódýrasta gerð Accent er beinskipt, en bíllinn er samt furðanlega vel búinn, með 5 tommu litasnertiskjá, bakkmyndavél, útvarpsstýringar og skriðstilli í stýri, Bluetooth tengingu, rafmagnsrúðum allan hringinn og fjölstillanleg framsæti. Í sinni dýrustu útfærslu kemur hann með margan annan aðstoðar- og lúxusbúnað fæst á undir 2 milljónum króna. Accent býðst aðeins með einni vélargerð í Bandaríkjunum, 1,6 lítra bensívél, 130 hestöfl með 161 Nm togi.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent