Skírlífa uppfinningakonan Stefán Pálsson skrifar 9. desember 2017 14:00 Langfrægasta uppfinning Tabithu Babbitt er hjólsögin – eða öllu heldur hjólsagarblaðið. Árið 1973 var frægðarhöll bandarískra uppfinningamanna stofnsett. Sjálfstætt félag áhugafólks um tæknisögu, sem heldur úti lista yfir fólk sem talið er hafa fleytt mannkyninu fram á við með uppfinningum sínum. Á listanum eru nærri 550 einstaklingar, sá elsti fæddist árið 1743 en sá yngsti árið 1975. Auk þess að halda utan um listann rekur félagsskapurinn safn sem helgað er bandarískum uppfinningum. Sögufróða lesendur listans rekur oft í rogastans þegar það rennur upp fyrir þeim að á honum er ekki að finna nafn Benjamíns Franklin. Eina af dáðustu hetjum bandarískrar sögu, fyrir þátt sinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og vísinda- og uppfinningastörf. Honum er til að mynda eignaður heiðurinn af eldingavaranum, uppfinningu sem markaði þáttaskil í sögu byggingarlistarinnar. En hvernig getur staðið á því að Benjamín Franklin fær ekki inngöngu í frægðarhöllina á meðan höfundar sjónvarpsfjarstýringarinnar og smjörlíkis eiga þar sæti? Jú, til að komast í gegnum nálarauga valnefndarinnar koma þeir einir til greina sem fengið hafa einkaleyfi á hugverkum sínum. Benjamín Franklin var hins vegar þeirrar skoðunar að uppfinningar, líkt og vísindaleg þekking, ættu að vera sameign mannkyns og siðferðislega rangt að reyna að sitja einn að þeim í hagnaðarskyni. Af sömu ástæðu er nafn Tabithu Babbitt ekki að finna í frægðarhöllinni, þótt auðvelt sé að rökstyðja að framlag hennar hafi verið merkara en margra annarra á listanum. Meðal annars af þessum sökum er Tabitha Babbitt fjarri því að hafa öðlast þá viðurkenningu sem réttmætt væri, sem er þeim mun dapurlegra í ljósi þess að hún var framúrskarandi uppfinningakona á fyrri hluta nítjándu aldar, tímabili sem hefur ekki að geyma nema fáeinar nafnkunnar konur í tækni og vísindum.Fjölbreytt viðfangsefni Babbitt fæddist í Massachusetts á þessum degi, 9. desember árið 1779 og dó árið 1853 eða þar um bil. Upplýsingar um lífshlaup hennar eru mjög af skornum skammti, en þeim ber saman um að hún hafi verið slyngur verkfærasmiður og meðal annars lagfært og smíðað rokka til að spinna ull. Eru henni eignaðar ýmsar betrumbætur á spunarokknum, sem náðu útbreiðslu. Þá eru heimildir um að hún hafi síðustu æviárin unnið mikið að því að ná að smíða nothæfar gervitennur og hafi tilraunir hennar lofað góðu. En það var ekki á sviði fíngerðrar tannsmíði eða spunavélasmíða sem fröken Babbitt olli mestum straumhvörfum, heldur í iðngreinum sem margir tengdu frekar við karlmenn: málmsmíði og trésmíði. Tabitha Babbitt er sögð hafa þróað nýja og betri leið til að framleiða nagla en áður hafði tíðkast og deilir heiðrinum af þeirri uppfinningu með Eli Whitney, sem frægastur er fyrir að búa til fyrstu hagnýtu baðmullarskiljuna. Langfrægasta uppfinning Tabithu Babbitt er þó hjólsögin – eða öllu heldur hjólsagarblaðið. Sagan segir að uppfinningakonan hafi átt leið í trésmiðju og séð þar tvo menn bisa við að saga með stórviðarsög. Það hafi þegar slegið hana hvað þessi aðferð hefði í för með sér slæma nýtingu á orkunni, þar sem sögin ynni aðeins á timbrinu þegar hún væri dregin í aðra áttina, en átakið þegar hún væri dregin til baka nýttist ekki til neins. Babbitt, sem var alvön því að vinna með fótstigna rokka, lét sér til hugar koma hvort ekki mætti nýta sömu tækni og skipta einfaldlega spunahjólinu í rokkinum út fyrir kringlótt sagarblað. Hjólinu mætti svo snúa með utanaðkomandi orkugjafa, en renna timbrinu eða því sem saga ætti eftir sagarblaðinu. Tilraunin gaf góða raun og hjólsagir urðu fljótlega ómissandi vinnutæki. Rétt er að taka fram að líkt og með svo margar aðrar af uppfinningum nítjándu aldar, á hjólsögin meira en eina upprunasögn og ljóst er að Babbitt var ekki sú eina sem lét sér til hugar koma að útbúa hringlaga sög sem snerist á föstum ás. Bretar eigna þessa uppfinningu landa sínum frá ofanverðri átjándu öld og heimildir eru um frumstæðar bandarískar hjólsagir áður en Tabitha Babbitt kom til skjalanna. Óumdeilt virðist þó að gerð hennar var fullkomnari en fyrri útgáfur.Brennandi guðstrú Það var trúarsannfæring fröken Babbitt sem olli því að hún íhugaði ekki einu sinni að sækja um einkaleyfi á uppfinningum sínum. Uppfinningakonan tilheyrði sértrúarsöfnuði sem varð til sem klofningsbrot úr reglu kvekara í Englandi um miðbik átjándu aldar. Söfnuðurinn sem nefndi sig „Samfélag trúaðra á endurkomu Krists“, var í daglegu tali kallaður „Skjálfarar“ (e. Shakers), sem vísaði til sérkennilegra tilbeiðslusiða þar sem meðlimir áttu til að hristast og skekja sig á trúarsamkomum. Eitt sérkenni hreyfingar þeirra var hin sterka staða kvenna innan safnaðarins, en helstu leiðtogar hans og stofnendur voru einmitt konur. Sem fyrr segir áttu skjálfararnir uppruna sinn í kvekarahreyfingunni, sem jafnframt var kunn fyrir kynjajafnrétti á þeirra tíma mælikvarða. Rætur klofningsins má einmitt rekja til tilbeiðsluaðferðanna. Kvekarar höfðu löngum verið kunnir fyrir lifandi framkomu á samkomum sínum, en forystumenn þeirra tóku að hvetja til hófstilltari hegðunar safnaðarmeðlima – væntanlega til að skera sig síður úr fjöldanum og forðast ofsóknir. Þessu vildu ekki allir una og kusu félagar hinnar nýju trúarreglu að verða enn líflegri og ofsafengnari í bænahaldi. Líkt og svo margir kristnir vakningarsöfnuðir sinnar tíðar, álitu skjálfararnir að heimsendir væri í nánd og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafna allri synd. Til að draga enn frekar úr möguleikum fólks til að syndga, hvöttu skjálfararnir mjög til hreinlífis og að körlum og konum væri haldið sem mest aðskildum í samfélaginu. Árið 1774 fékk forystukona skjálfarasafnaðarins vitrun og ákvað í kjölfarið að halda vestur um haf ásamt hópi trúsystkina sinna. Þau mynduðu grunninn að nokkrum skjálfara-samfélögum í Bandaríkjunum, því stærsta í New York en einnig víðar – þar á meðal í Massachusetts, þar sem Tabitha Babbitt gekk til liðs við söfnuðinn. Þótt heimsendir léti bíða eftir sér, hvikuðu leiðtogar skjálfara ekki frá kröfunni um einlífi safnaðarmeðlima. Fólk sem gekk til liðs við hreyfinguna afsalaði sér öllum eigum sínum og sór þess eið að ganga hvorki í hjónaband né hafa holdlegt samneyti við fólk af gagnstæðu kyni. Raunar giltu þessar ströngu reglur einungis um fullgilda meðlimi. Söfnuðurinn umbar hjónabönd og barneignir fólks sem lifði og hrærðist innan samfélags hans.Blómaskeið og hnignun Gullöld skjálfaranna í Norður-Ameríku var á tímabilinu 1820-60. Á þeim árum gátu þeir sér líka gott orð sem snjallir iðnaðarmenn, smiðir og teiknarar. Ástæðan var rík áhersla á gott og vandað handverk, sem talið var góð leið til að sýna himnaföðurnum lotningu sína. Það var einmitt á þessum árum sem Tabitha Babbitt lét mest til sín taka á uppfinningasviðinu. Bandaríska borgarastyrjöldin, sem braust út árið 1861, reyndist samfélagi skjálfaranna örlagarík. Trú uppruna sínum í kvekarahreyfingunni neituðu meðlimir safnaðarins að bera vopn og féllust bandarísk stjórnvöld á að undanskilja hópinn herskyldu og átti flóttafólk og hermenn úr báðum fylkingum víst athvarf hjá skjálfurum meðan á stríðinu stóð. Í kjölfar styrjaldarinnar reið iðnbylting yfir Bandaríkin. Verksmiðjuiðnaður kom til sögunnar og á skömmum tíma minnkaði mikilvægi hefðbundins handverks. Skjálfarasamfélögin, sem áður höfðu tryggt meðlimum sínum fremur þægilegt líf í sameignarkommúnum sínum, reyndust ófær um að mæta þessari nýju samkeppni. Á tuttugustu öld tóku bandarísk yfirvöld að svipta litla sértrúarsöfnuði ýmsum sérréttindum og gerðu þeim þannig enn erfiðara um vik. Þegar á fyrstu áratugum aldarinnar virtust safnaðarmeðlimir hálfgerð tímaskekkja, fólk sem gleymt hefði að tileinka sér nútímatækni en héldi dauðahaldi í löngu úrelt vinnubrögð og lífshætti. Minnti söfnuðurinn um margt á amish-fólkið, sem ýmsir kannast við úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Enginn nýr meðlimur hefur gengið til liðs við skjálfarahreyfinguna í sextíu ár og eftir því sem næst verður komist, telur söfnuðurinn í dag ekki nema tvær manneskjur. Eftirmæli skjálfaranna verða því væntanlega á þá leið, að þau hafi verið lifandi steingervingar – fólk sem hafnaði nútímanum og öllum hans tækninýjungum. Það eru kaldhæðnisleg örlög fyrir hreyfingu sem fóstraði einhverja merkustu uppfinningakonu Bandaríkjanna. Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Árið 1973 var frægðarhöll bandarískra uppfinningamanna stofnsett. Sjálfstætt félag áhugafólks um tæknisögu, sem heldur úti lista yfir fólk sem talið er hafa fleytt mannkyninu fram á við með uppfinningum sínum. Á listanum eru nærri 550 einstaklingar, sá elsti fæddist árið 1743 en sá yngsti árið 1975. Auk þess að halda utan um listann rekur félagsskapurinn safn sem helgað er bandarískum uppfinningum. Sögufróða lesendur listans rekur oft í rogastans þegar það rennur upp fyrir þeim að á honum er ekki að finna nafn Benjamíns Franklin. Eina af dáðustu hetjum bandarískrar sögu, fyrir þátt sinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og vísinda- og uppfinningastörf. Honum er til að mynda eignaður heiðurinn af eldingavaranum, uppfinningu sem markaði þáttaskil í sögu byggingarlistarinnar. En hvernig getur staðið á því að Benjamín Franklin fær ekki inngöngu í frægðarhöllina á meðan höfundar sjónvarpsfjarstýringarinnar og smjörlíkis eiga þar sæti? Jú, til að komast í gegnum nálarauga valnefndarinnar koma þeir einir til greina sem fengið hafa einkaleyfi á hugverkum sínum. Benjamín Franklin var hins vegar þeirrar skoðunar að uppfinningar, líkt og vísindaleg þekking, ættu að vera sameign mannkyns og siðferðislega rangt að reyna að sitja einn að þeim í hagnaðarskyni. Af sömu ástæðu er nafn Tabithu Babbitt ekki að finna í frægðarhöllinni, þótt auðvelt sé að rökstyðja að framlag hennar hafi verið merkara en margra annarra á listanum. Meðal annars af þessum sökum er Tabitha Babbitt fjarri því að hafa öðlast þá viðurkenningu sem réttmætt væri, sem er þeim mun dapurlegra í ljósi þess að hún var framúrskarandi uppfinningakona á fyrri hluta nítjándu aldar, tímabili sem hefur ekki að geyma nema fáeinar nafnkunnar konur í tækni og vísindum.Fjölbreytt viðfangsefni Babbitt fæddist í Massachusetts á þessum degi, 9. desember árið 1779 og dó árið 1853 eða þar um bil. Upplýsingar um lífshlaup hennar eru mjög af skornum skammti, en þeim ber saman um að hún hafi verið slyngur verkfærasmiður og meðal annars lagfært og smíðað rokka til að spinna ull. Eru henni eignaðar ýmsar betrumbætur á spunarokknum, sem náðu útbreiðslu. Þá eru heimildir um að hún hafi síðustu æviárin unnið mikið að því að ná að smíða nothæfar gervitennur og hafi tilraunir hennar lofað góðu. En það var ekki á sviði fíngerðrar tannsmíði eða spunavélasmíða sem fröken Babbitt olli mestum straumhvörfum, heldur í iðngreinum sem margir tengdu frekar við karlmenn: málmsmíði og trésmíði. Tabitha Babbitt er sögð hafa þróað nýja og betri leið til að framleiða nagla en áður hafði tíðkast og deilir heiðrinum af þeirri uppfinningu með Eli Whitney, sem frægastur er fyrir að búa til fyrstu hagnýtu baðmullarskiljuna. Langfrægasta uppfinning Tabithu Babbitt er þó hjólsögin – eða öllu heldur hjólsagarblaðið. Sagan segir að uppfinningakonan hafi átt leið í trésmiðju og séð þar tvo menn bisa við að saga með stórviðarsög. Það hafi þegar slegið hana hvað þessi aðferð hefði í för með sér slæma nýtingu á orkunni, þar sem sögin ynni aðeins á timbrinu þegar hún væri dregin í aðra áttina, en átakið þegar hún væri dregin til baka nýttist ekki til neins. Babbitt, sem var alvön því að vinna með fótstigna rokka, lét sér til hugar koma hvort ekki mætti nýta sömu tækni og skipta einfaldlega spunahjólinu í rokkinum út fyrir kringlótt sagarblað. Hjólinu mætti svo snúa með utanaðkomandi orkugjafa, en renna timbrinu eða því sem saga ætti eftir sagarblaðinu. Tilraunin gaf góða raun og hjólsagir urðu fljótlega ómissandi vinnutæki. Rétt er að taka fram að líkt og með svo margar aðrar af uppfinningum nítjándu aldar, á hjólsögin meira en eina upprunasögn og ljóst er að Babbitt var ekki sú eina sem lét sér til hugar koma að útbúa hringlaga sög sem snerist á föstum ás. Bretar eigna þessa uppfinningu landa sínum frá ofanverðri átjándu öld og heimildir eru um frumstæðar bandarískar hjólsagir áður en Tabitha Babbitt kom til skjalanna. Óumdeilt virðist þó að gerð hennar var fullkomnari en fyrri útgáfur.Brennandi guðstrú Það var trúarsannfæring fröken Babbitt sem olli því að hún íhugaði ekki einu sinni að sækja um einkaleyfi á uppfinningum sínum. Uppfinningakonan tilheyrði sértrúarsöfnuði sem varð til sem klofningsbrot úr reglu kvekara í Englandi um miðbik átjándu aldar. Söfnuðurinn sem nefndi sig „Samfélag trúaðra á endurkomu Krists“, var í daglegu tali kallaður „Skjálfarar“ (e. Shakers), sem vísaði til sérkennilegra tilbeiðslusiða þar sem meðlimir áttu til að hristast og skekja sig á trúarsamkomum. Eitt sérkenni hreyfingar þeirra var hin sterka staða kvenna innan safnaðarins, en helstu leiðtogar hans og stofnendur voru einmitt konur. Sem fyrr segir áttu skjálfararnir uppruna sinn í kvekarahreyfingunni, sem jafnframt var kunn fyrir kynjajafnrétti á þeirra tíma mælikvarða. Rætur klofningsins má einmitt rekja til tilbeiðsluaðferðanna. Kvekarar höfðu löngum verið kunnir fyrir lifandi framkomu á samkomum sínum, en forystumenn þeirra tóku að hvetja til hófstilltari hegðunar safnaðarmeðlima – væntanlega til að skera sig síður úr fjöldanum og forðast ofsóknir. Þessu vildu ekki allir una og kusu félagar hinnar nýju trúarreglu að verða enn líflegri og ofsafengnari í bænahaldi. Líkt og svo margir kristnir vakningarsöfnuðir sinnar tíðar, álitu skjálfararnir að heimsendir væri í nánd og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafna allri synd. Til að draga enn frekar úr möguleikum fólks til að syndga, hvöttu skjálfararnir mjög til hreinlífis og að körlum og konum væri haldið sem mest aðskildum í samfélaginu. Árið 1774 fékk forystukona skjálfarasafnaðarins vitrun og ákvað í kjölfarið að halda vestur um haf ásamt hópi trúsystkina sinna. Þau mynduðu grunninn að nokkrum skjálfara-samfélögum í Bandaríkjunum, því stærsta í New York en einnig víðar – þar á meðal í Massachusetts, þar sem Tabitha Babbitt gekk til liðs við söfnuðinn. Þótt heimsendir léti bíða eftir sér, hvikuðu leiðtogar skjálfara ekki frá kröfunni um einlífi safnaðarmeðlima. Fólk sem gekk til liðs við hreyfinguna afsalaði sér öllum eigum sínum og sór þess eið að ganga hvorki í hjónaband né hafa holdlegt samneyti við fólk af gagnstæðu kyni. Raunar giltu þessar ströngu reglur einungis um fullgilda meðlimi. Söfnuðurinn umbar hjónabönd og barneignir fólks sem lifði og hrærðist innan samfélags hans.Blómaskeið og hnignun Gullöld skjálfaranna í Norður-Ameríku var á tímabilinu 1820-60. Á þeim árum gátu þeir sér líka gott orð sem snjallir iðnaðarmenn, smiðir og teiknarar. Ástæðan var rík áhersla á gott og vandað handverk, sem talið var góð leið til að sýna himnaföðurnum lotningu sína. Það var einmitt á þessum árum sem Tabitha Babbitt lét mest til sín taka á uppfinningasviðinu. Bandaríska borgarastyrjöldin, sem braust út árið 1861, reyndist samfélagi skjálfaranna örlagarík. Trú uppruna sínum í kvekarahreyfingunni neituðu meðlimir safnaðarins að bera vopn og féllust bandarísk stjórnvöld á að undanskilja hópinn herskyldu og átti flóttafólk og hermenn úr báðum fylkingum víst athvarf hjá skjálfurum meðan á stríðinu stóð. Í kjölfar styrjaldarinnar reið iðnbylting yfir Bandaríkin. Verksmiðjuiðnaður kom til sögunnar og á skömmum tíma minnkaði mikilvægi hefðbundins handverks. Skjálfarasamfélögin, sem áður höfðu tryggt meðlimum sínum fremur þægilegt líf í sameignarkommúnum sínum, reyndust ófær um að mæta þessari nýju samkeppni. Á tuttugustu öld tóku bandarísk yfirvöld að svipta litla sértrúarsöfnuði ýmsum sérréttindum og gerðu þeim þannig enn erfiðara um vik. Þegar á fyrstu áratugum aldarinnar virtust safnaðarmeðlimir hálfgerð tímaskekkja, fólk sem gleymt hefði að tileinka sér nútímatækni en héldi dauðahaldi í löngu úrelt vinnubrögð og lífshætti. Minnti söfnuðurinn um margt á amish-fólkið, sem ýmsir kannast við úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Enginn nýr meðlimur hefur gengið til liðs við skjálfarahreyfinguna í sextíu ár og eftir því sem næst verður komist, telur söfnuðurinn í dag ekki nema tvær manneskjur. Eftirmæli skjálfaranna verða því væntanlega á þá leið, að þau hafi verið lifandi steingervingar – fólk sem hafnaði nútímanum og öllum hans tækninýjungum. Það eru kaldhæðnisleg örlög fyrir hreyfingu sem fóstraði einhverja merkustu uppfinningakonu Bandaríkjanna.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira