Ekkert yfirnáttúrlegt – bara praktískt atriði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2017 13:30 "Í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega,“ segir Halldór. Vísir/Eyþór Árnason Þegar Halldór Haraldsson píanóleikari er plataður í viðtal um nýju bókina sem Jónas Sen, kollegi hans, ritaði er hann fyrst spurður út í titilinn. Þá er ástæða til að hlæja. Hvernig er hann tilkominn? „Þetta er síðasta setningin í bókinni,“ segir Halldór. „Mín hugmynd var að hafa titilinn Þetta er praktískt atriði. Það kom mér nefnilega á óvart þegar nemendur í Listaháskólanum voru spurðir á skemmtun hvað kennarar þeirra segðu oftast og einn nemandi minn svaraði: Þetta er praktískt atriði. En í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega. Fólkinu sem stendur að bókinni með mér fannst þessi titilhugmynd of prívat og sagði að enginn mundi skilja samhengið. En bókin byrjar á fyrstu minningu minni frá því þegar ég var þriggja ára, sitjandi hlæjandi í sófa í stofunni og síðasta setningin er tilvísun í hana. Enda er húmor í bókinni.“ Það passar. Margar skemmtilegar sögur eru í bókinni, frásagnir af ferðalögum, fjölskyldunni og öðru samferðafólki og auðvitað tónlistarferlinum. Halldór lýsir líka erfiðum stundum í lífinu, sorglegum systurmissi og sviplegu andláti föður. Andleg leit hans gengur líka eins og rauður þráður gegnum bókina. Hann hefur verið óþreytandi að efla vitundina enda segir hann tónverk oft sprottin úr vangaveltum um huldar víddir tilverunnar. Hann hrífst meðal annars af kenningum heimspekingsins Krishnamurti. Á vorin þegar prófin voru búin kveðst hann hafa lesið rit hans og líkir því við að fara í ískalt sturtubað. „Krishnamurti tekur burt alla köngulóarvefi og er ögrandi, ég er ekki alltaf sammála honum en það er tært vatn sem hann býður upp á. Hann er einn þeirra höfunda sem ég hef lesið en er ekki allsráðandi á neinn hátt.“ Bók eftir Yogi Ramacharaka hafði einnig sterk áhrif á hann, í henni er kafli um hvernig tónlistarmaður getur búið sig undir að koma fram. „Á lokatónleikum í skólanum var ég pikknervus að vanda en notaði aðferðir sem bent var á í bókinni og þegar ég settist við hljóðfærið var ég alveg pollrólegur. Ég hef kennt nemendum mínum aðferðina þegar þeir fara í lokapróf og hún virkar alltaf vel. Þetta er ekkert yfirnáttúrlegt, bara praktískt atriði!“ segir Halldór sem um tíma var formaður Guðspekifélags Íslands. Tekur fram að fólk geti verið andlega sinnað án þess að það tengist trúarbrögðum en hann hafi enga fordóma gagnvart þeim. Víða hefur Halldór komið við á ferli sínum sem píanóleikari og nemendur hans skipta hundruðum. „Það koma enn til mín nemendur sem eru að fást við einstök verkefni. Ég hef gaman af því en ég er hættur að koma fram. Spilaði þó upptökur nýlega. Síðast lék ég opinberlega í Finnlandi 2005.“ Halldór er hamingjumaður í einkalífinu. Stóru ástinni, henni Sue, sem er hjúkrunarkona, gaf hann fyrst gaum á neðanjarðarlestarstöð í London þar sem hún var á leið í djassklúbbinn og fyrsti kossinn átti sér stað í skoðunarferð að Windsorkastala. Það var töfrastund. Halldór er svo heppinn að Sue heillaðist af Íslandi og var fús til að setjast hér að. „Þó raddir heyrðust um að millilandahjónabönd lukkuðust sjaldnast létum við það ekki á okkur fá,“ segir hann. „Síðar komst ég að því að af þeim karlkyns bekkjarfélögum sem útskrifuðust sama ár og ég úr Menntaskólanum í Reykjavík hafi 24 gifst erlendum konum, þannig að við vorum ekkert ein á báti.“ Bókmenntir Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar Halldór Haraldsson píanóleikari er plataður í viðtal um nýju bókina sem Jónas Sen, kollegi hans, ritaði er hann fyrst spurður út í titilinn. Þá er ástæða til að hlæja. Hvernig er hann tilkominn? „Þetta er síðasta setningin í bókinni,“ segir Halldór. „Mín hugmynd var að hafa titilinn Þetta er praktískt atriði. Það kom mér nefnilega á óvart þegar nemendur í Listaháskólanum voru spurðir á skemmtun hvað kennarar þeirra segðu oftast og einn nemandi minn svaraði: Þetta er praktískt atriði. En í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega. Fólkinu sem stendur að bókinni með mér fannst þessi titilhugmynd of prívat og sagði að enginn mundi skilja samhengið. En bókin byrjar á fyrstu minningu minni frá því þegar ég var þriggja ára, sitjandi hlæjandi í sófa í stofunni og síðasta setningin er tilvísun í hana. Enda er húmor í bókinni.“ Það passar. Margar skemmtilegar sögur eru í bókinni, frásagnir af ferðalögum, fjölskyldunni og öðru samferðafólki og auðvitað tónlistarferlinum. Halldór lýsir líka erfiðum stundum í lífinu, sorglegum systurmissi og sviplegu andláti föður. Andleg leit hans gengur líka eins og rauður þráður gegnum bókina. Hann hefur verið óþreytandi að efla vitundina enda segir hann tónverk oft sprottin úr vangaveltum um huldar víddir tilverunnar. Hann hrífst meðal annars af kenningum heimspekingsins Krishnamurti. Á vorin þegar prófin voru búin kveðst hann hafa lesið rit hans og líkir því við að fara í ískalt sturtubað. „Krishnamurti tekur burt alla köngulóarvefi og er ögrandi, ég er ekki alltaf sammála honum en það er tært vatn sem hann býður upp á. Hann er einn þeirra höfunda sem ég hef lesið en er ekki allsráðandi á neinn hátt.“ Bók eftir Yogi Ramacharaka hafði einnig sterk áhrif á hann, í henni er kafli um hvernig tónlistarmaður getur búið sig undir að koma fram. „Á lokatónleikum í skólanum var ég pikknervus að vanda en notaði aðferðir sem bent var á í bókinni og þegar ég settist við hljóðfærið var ég alveg pollrólegur. Ég hef kennt nemendum mínum aðferðina þegar þeir fara í lokapróf og hún virkar alltaf vel. Þetta er ekkert yfirnáttúrlegt, bara praktískt atriði!“ segir Halldór sem um tíma var formaður Guðspekifélags Íslands. Tekur fram að fólk geti verið andlega sinnað án þess að það tengist trúarbrögðum en hann hafi enga fordóma gagnvart þeim. Víða hefur Halldór komið við á ferli sínum sem píanóleikari og nemendur hans skipta hundruðum. „Það koma enn til mín nemendur sem eru að fást við einstök verkefni. Ég hef gaman af því en ég er hættur að koma fram. Spilaði þó upptökur nýlega. Síðast lék ég opinberlega í Finnlandi 2005.“ Halldór er hamingjumaður í einkalífinu. Stóru ástinni, henni Sue, sem er hjúkrunarkona, gaf hann fyrst gaum á neðanjarðarlestarstöð í London þar sem hún var á leið í djassklúbbinn og fyrsti kossinn átti sér stað í skoðunarferð að Windsorkastala. Það var töfrastund. Halldór er svo heppinn að Sue heillaðist af Íslandi og var fús til að setjast hér að. „Þó raddir heyrðust um að millilandahjónabönd lukkuðust sjaldnast létum við það ekki á okkur fá,“ segir hann. „Síðar komst ég að því að af þeim karlkyns bekkjarfélögum sem útskrifuðust sama ár og ég úr Menntaskólanum í Reykjavík hafi 24 gifst erlendum konum, þannig að við vorum ekkert ein á báti.“
Bókmenntir Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira