Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun