Sitjandi uppistand í Veröld í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Rakugo-meistarinn Yanagiya Kyotaro verður í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld. Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Japan er land sterkra hefða og þá ekki síst þegar kemur að menningu og listum en í kvöld gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast fornri leikhefð sem kallast Rakugo. Gunnella Þorgeirsdóttir er lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands og hún segir að Rakugo sé gamansamur einleikur að fornri leikhefð. „Við erum afskaplega heppin að fá þennan meistara til landsins því upphaflega þá áttum við að fá venjulegan leikara en þar sem það hafði aldrei áður komið hingað Rakugo-leikari þá ákváðu þeir að hafa þetta meistara. Að verða meistari í þessari grein tekur reyndar fjölda ára og er aðeins á fárra færi. Rakugo er gamanleikjaform þar sem einn einstaklingur situr allan tímann og það eina sem hann hefur með sér er blævængur og smáhandklæði. Alltaf þetta sama og aldrei neitt annað en síðan leikur hann allar persónur og notar leikmunina til þess að túlka allt mögulegt, mat, flugvélar og hreinlega hvað sem er. Þetta er mörg hundruð ára gömul hefð og fyrstu dæmin um þetta komu þegar búddismi var að breiðast út í Japan en þá var þetta notað til þess að koma trúarsögunum til almennings með dæmi- og skemmtisögum. Það er sterk hefð fyrir því að Rakugo höfði ávallt til áhorfenda með glettilegri innsýn í mannlegt líf.“ Meistarinn sem um ræðir heitir Yanagiya Kyotaro og er á meðal þeirra fremstu í röð slíkra leikara. Verkið er flutt á japönsku en Gunnella segir að áhorfendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki leikinn. „Það verður varpað upp texta, að því ég held á bæði ensku og íslensku, en auk þess þá er þetta mikið látbragð þannig að það þarf ekki alltaf að skilja tungumálið til þess að skilja grínið. Þetta er mikið látbragð og dálítið eins og „stand-up“ nema bara „sitting-down“. Sýningin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, hefst klukkan sex í kvöld og er aðgangur ókeypis. Gunnella hvetur fólk til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira