Tíu ára gömul íslensk leikkona sló í gegn á kvikmyndahátíð í Tallin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:56 Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin. Black Nights Film Festival Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira