Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 11:07 Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í sumar þegar lónið var friðlýst. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47
Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22