Formaður BHM segir það fyrirslátt að hafa sett kjaraviðræður á ís vegna kosninga Atli Ísleifsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 12. nóvember 2017 14:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa kjarasamninga frá 1. september síðastliðinn. Formaður BHM gagnrýnir stjórnvöld fyrir að nýta haustið illa og að það sé fyrirsláttur að setja allt á ís vegna kosninga. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún lausa kjarasamninga hjá aðildarfélögum BHM sem eru sautján talsins. Hún segir það hafa legið ljóst fyrir í langan tíma að þessi staða myndi koma upp og því sé undarlegt hve seint sé brugðist við. „Þá er það þannig ég er þannig skoðunar að það sé hægt að gera kjarasamninga þótt það sé starfandi starfsstjórn eins og það er kallað og hefur verið undanfarnar vikur frá miðjum september. Ríkið er vinnuveitandi og við erum hér að semja fyrir okkar fólk hjá ríkinu. Þetta er verkefni sem þarf að klára. Þetta er ekki verkefni sem dúkkaði upp einn daginn. Það hafa allir vitað síðan að gerðardómur var úrskurðaður hvað þetta þýddi og hvenær þyrfti að semja aftur. Ég er þeirrar skoðunar að haustið hafi verið illa nýtt,“ segir Þórunn.Hefði mátt nýtta tímann beturÞórunn segir að það hefði mátt nýta tímann betur. „Það var búið að samþykkja fjármálaáætlun, en það var reyndar ekki búð að afgreiða fjáragafrumvarp fyrir næsta ár. En ekkert af þessum verkefnum eru verkefni sem ríkið – fjármálaráðuneytið, kjara- og mannauðssýslan – og þetta átti að koma á óvart. Mér finnst það vera fyrirsláttur að setja allt á ís þó það hafi þurft að halda kosningar.“ Fundum hefur verið frestað í haust fram í miðjan nóvember sem þýðir að fyrstu fundir eru í næstu viku. „Við lögðum á það ríka áherslu í upphafi og gerum það enn að þessi félög innan BHM hafa mörg hver ekki fengið neitt samtal um sérkröfur sínar, vinnuaðstæður, vinnuumhverfi, vaktafyrirkomulag og þess háttar hluti, sem meira framkvæmdaatriði og hægt að ræða án þess að ræða launaliðinn beinlínis,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kjaramál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa kjarasamninga frá 1. september síðastliðinn. Formaður BHM gagnrýnir stjórnvöld fyrir að nýta haustið illa og að það sé fyrirsláttur að setja allt á ís vegna kosninga. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún lausa kjarasamninga hjá aðildarfélögum BHM sem eru sautján talsins. Hún segir það hafa legið ljóst fyrir í langan tíma að þessi staða myndi koma upp og því sé undarlegt hve seint sé brugðist við. „Þá er það þannig ég er þannig skoðunar að það sé hægt að gera kjarasamninga þótt það sé starfandi starfsstjórn eins og það er kallað og hefur verið undanfarnar vikur frá miðjum september. Ríkið er vinnuveitandi og við erum hér að semja fyrir okkar fólk hjá ríkinu. Þetta er verkefni sem þarf að klára. Þetta er ekki verkefni sem dúkkaði upp einn daginn. Það hafa allir vitað síðan að gerðardómur var úrskurðaður hvað þetta þýddi og hvenær þyrfti að semja aftur. Ég er þeirrar skoðunar að haustið hafi verið illa nýtt,“ segir Þórunn.Hefði mátt nýtta tímann beturÞórunn segir að það hefði mátt nýta tímann betur. „Það var búið að samþykkja fjármálaáætlun, en það var reyndar ekki búð að afgreiða fjáragafrumvarp fyrir næsta ár. En ekkert af þessum verkefnum eru verkefni sem ríkið – fjármálaráðuneytið, kjara- og mannauðssýslan – og þetta átti að koma á óvart. Mér finnst það vera fyrirsláttur að setja allt á ís þó það hafi þurft að halda kosningar.“ Fundum hefur verið frestað í haust fram í miðjan nóvember sem þýðir að fyrstu fundir eru í næstu viku. „Við lögðum á það ríka áherslu í upphafi og gerum það enn að þessi félög innan BHM hafa mörg hver ekki fengið neitt samtal um sérkröfur sínar, vinnuaðstæður, vinnuumhverfi, vaktafyrirkomulag og þess háttar hluti, sem meira framkvæmdaatriði og hægt að ræða án þess að ræða launaliðinn beinlínis,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Kjaramál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira