Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 10:34 Tesla Model 3. Tesla bauð nokkrum bílasérfræðingum að skoða nýjustu eintökin af Tesla Model 3 bílnum, nýjustu afurð bandaríska rafmagnbílaframleiðandans, í sýningarrými í Brooklyn í New York um daginn. Einn sérfræðinganna, Toni Sacconaghi, sagði að smíðagæðum á bílnum væri verulega ábótavant. Einstaka smíðahlutir hans féllu ekki rétt saman, gúmmílistar kringum rúður væru ekki á réttum stað, glerþak bílsins féll ekki rétt og saumar í innréttingunni væru heldur ekki á réttum stöðum. Svona skoðun er gjarnan nefnd “Fit and finish inspection” á ensku og víst má telja að Tesla Model 3 hafi ekki staðist þá skoðun. Að auki vildi Toni Sacconaghi meina að Tesla hafi sýnt sérfræðingunum sín allra bestu eintök, svo áhyggjuefni væri hvernig hin smíðaeintökin væru, þ.e. líklega miklu verri. Tesla ætlar að vera komið í 5.000 bíla framleiðslu á viku af Model S bílnum seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en Tesla hefur frestað þessari dagsetningu nokkrum sinnum og á í vandræðum með að koma framleiðslunni á réttan hraða. Fyrst verður fyrirtækið þó að koma gæðamálum við smíði bílsins í rétt horf og svo virðist sem aðeins sé í land þar. Eigendur Tesla Model S bíla hafa einnig kvartað við Tesla um döpur smíðagæði og að einstaka partar bílsins passi illa saman við aðra hluta hans, svo þetta vandamál er ekki ókunnugt Tesla. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent
Tesla bauð nokkrum bílasérfræðingum að skoða nýjustu eintökin af Tesla Model 3 bílnum, nýjustu afurð bandaríska rafmagnbílaframleiðandans, í sýningarrými í Brooklyn í New York um daginn. Einn sérfræðinganna, Toni Sacconaghi, sagði að smíðagæðum á bílnum væri verulega ábótavant. Einstaka smíðahlutir hans féllu ekki rétt saman, gúmmílistar kringum rúður væru ekki á réttum stað, glerþak bílsins féll ekki rétt og saumar í innréttingunni væru heldur ekki á réttum stöðum. Svona skoðun er gjarnan nefnd “Fit and finish inspection” á ensku og víst má telja að Tesla Model 3 hafi ekki staðist þá skoðun. Að auki vildi Toni Sacconaghi meina að Tesla hafi sýnt sérfræðingunum sín allra bestu eintök, svo áhyggjuefni væri hvernig hin smíðaeintökin væru, þ.e. líklega miklu verri. Tesla ætlar að vera komið í 5.000 bíla framleiðslu á viku af Model S bílnum seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en Tesla hefur frestað þessari dagsetningu nokkrum sinnum og á í vandræðum með að koma framleiðslunni á réttan hraða. Fyrst verður fyrirtækið þó að koma gæðamálum við smíði bílsins í rétt horf og svo virðist sem aðeins sé í land þar. Eigendur Tesla Model S bíla hafa einnig kvartað við Tesla um döpur smíðagæði og að einstaka partar bílsins passi illa saman við aðra hluta hans, svo þetta vandamál er ekki ókunnugt Tesla.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent