Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Nokkrar leikkonur hafa þó tjáð sig um áreitni og kynferðislegt ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir innan leiklistarbransans á Íslandi. Reynd leikkona segir að þetta sé snjóskafl sem þurfi að bræða. Formaður Félags íslenskra leikara hefur farið fram á að þessi mál verði rannsökuð hér á landi svo hægt sé að bregðast við því ef eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Málið megi ekki þagga niður. Leikhússtjóri Borgarleikhússins fagnar umræðunni og leikhússtjóri Þjóðleikhússins segir að hann taki fagnandi á móti athugasemdum ef bæta megi verkferla í málum af þessu tagi. Ein stór fjölskylda Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara sat fund með Norræna leikararáðinu á dögunum þar sem þessi mál voru rædd. Hún segir að fjöldi sænsku leikkvennanna sem stigu fram hafi komið sér verulega á óvart. „Mér fannst þetta algjörlega sláandi, ég bjóst alls ekki við því. Ég vissi alveg að þetta væri að koma. Svipaðar sögur var að segja frá Noregi og líka eitthvað frá Finnlandi.“ Hún segir að á fundinum hafi komið fram að þessi mál væru komin mislangt í ferlinu í hverju landi en Svíþjóð væri komið mun framar. Hún fer nú fram á skjót viðbrögð hér á Íslandi svo hægt sé að átta sig betur á stöðunni. „Mér fannst óhuggulegt að lesa þetta, þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda. Þar af leiðandi get ég ekki sagt hvort það sé hlutfallslega meira eða minna af þessu hér, þetta verður bara að skoða. Ég held að í ljósi nýjustu frétta frá Norðurlöndum þá er ekkert annað í boði en að skoða þetta.“ Birna telur hugsanlegt að smæð leiklistarsamfélagsins og mikið af vinasamböndum geti haft áhrif á það hvort fólk stígur fram ef það verður fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. „Það gerir það svo sannarlega í mínu fagi þegar kemur að annars konar misbeitingu valds svo það kæmi mér ekkert á óvart ef það gerði það líka varðandi þessa misbeitingu. Að hennar mati er það ekki óyfirstíganlegt að skoða þessi mál hér á landi, þetta sé ekki stórt mengi. „Margt af þessu fólki eru opinberar persónur sem gerir þetta í rauninni enn flóknara. Þetta er samt mikilvægt.“ Birna Hafstein (t.v.) ásamt leikkonunni Ilmi Kristjánsdóttur. Óskar eftir rannsókn fagfólks „Það er eitthvað um þetta og þetta þarf að rannsaka í ljósi þess sem komið hefur fram á öðrum Norðurlöndum og víðar,“ segir Birna. Hún hefur óskað eftir því að þetta fari í faglegt ferli og sé skoðað af fagfólki. „Ég er búin að eiga samtöl við bæði félags- og jafnréttismálaráðherra og menntamálaráðherra og sendi þeim svo bréf í kjölfarið þess efnis að ég bið um samstarf þessara tveggja ráðuneyta af augljósum ástæðum. Það þarf að rannsaka hvort misbeiting valds grasseri í þessum geira og þá er hægt að gera eitthvað í því.“ Birna segir að sem formaður stéttarfélags geti hún ekki farið í slíka rannsókn sjálf, það þurfi fagfólk að sjá um. „Ráðherrarnir tóku þessu báðir mjög vel, ég var að fyrra bragði boðuð á fund með menntamálaráðherra í gær (innsk: í fyrradag) og talaði við félagsmálaráðherra í síma. Ég sendi síðan bréf í kjölfarið þar sem ég óska eftir samstarfi, kem með hugmyndir að rannsóknum og aðgerðum til að fá einhverja mælanlega niðurstöðu þannig að hægt sé að taka málið lengra ef að fagfólki þykir eitthvað óeðlilegt í gangi.“ Hún er mjög ánægð með samtöl sem hún hefur átt við Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Þorstein Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Hún bíður frekari viðbragða frá þeim. Byrjaðar að tala saman Birna segir að konur innan leiklistar hér á landi séu byrjaðar að tala saman um þessi mál í kjölfar fréttaumfjöllunar um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi innan leiklistar í öðrum löndum. Nota þær lokaða Facebook hópa, hópsamtöl og hittast einnig í eigin persónu. „Ég held að það sé alltaf gott fyrir fólk að eiga samtal.“ Í Félagi íslenskra leikara eru ekki aðeins leikarar heldur einnig listrænir stjórnendur, dansarar, söngvarar og fleiri. Meðlimir stéttarfélagsins eru 478 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins. Birna segir að það þurfi að skoða þessi mál víðar, til dæmis innan danssamfélagsins hér á landi. „Þetta er skrítið starf, það er mikil nálægð í vinnunni, bæði líkamleg og andleg og svo tilfinningaleg. Það þarf að passa upp á fagmennsku.“ Hvert hlutverk skiptir máli „Ég hef ekki fengið mikið af kynferðisofbeldismálum inn á mitt borð sem formaður Félags íslenskra leikara en ég hef fengið töluvert af málum sem hafa með misbeitingu valds að gera, sem grundvallast af þeim aðstöðumun sem er á milli listamanna og þeirra sem skapa þeim atvinnu, hvort heldur í leikhúsi, bíói eða sjónvarpi. Þetta þarf allt saman að rannsaka, þetta hangir allt á sömu spýtunni. Auðvitað er ömurlegasta birtingarmynd misbeitingar valds kynferðisofbeldi.“ Birna segir að aðstöðumunurinn á milli listamanna og þeirra sem skapa þeim vinnu sé þannig að það getur orðið til þess að valdi sé misbeitt. Þetta þurfi að skoða. „Það er mikið atvinnuleysi í greininni, það er mikil samkeppni um hlutverk og hvert hlutverk getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir hvern einstakling. Þetta er lítill markaður. Svo er þetta ekki bara vinna fólks. Listamenn eru almennt drifnir áfram af hugsjón og ástríðu og þetta hefur líka með það að gera að halda því gangandi. Öll vinna fyrir bíó og sjónvarp er unnið í verktöku þannig að starfsöryggi er gríðarlega lítið. Svo hefur föstum stöðum í leikhúsi fækkað verulega á undanförnum árum. Svo staða leikara og annarra listamanna er mjög veik og viðkvæm. “ Að hennar mati þarf fagfólk að skoða þessi mál sem fyrst og bíður hún nú eftir svörum frá ráðherrum. „Það þarf að vera fagmennska frá A til Ö. Þetta eru svo stór og mikilvæg mál. Það þarf bara fagfólk til að sjá um þetta, bæði til þess að þagga ekki niður í fólki og líka til þess að fara ekki út í einhverjar nornaveiðar. Það verður að gera þetta rétt, það er engin ástæða til að ætla að þetta sé meira eða minna hér en á öðrum Norðurlöndum. Það þarf því að skoða þetta, það má ekki þagga þetta niður.“ Kristín Eysteinsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2014.Borgarleikhúsið Magnað að fylgjast með umræðunni „Ég fagna þessari umræðu og mér finnst ótrúlega mikilvægt skref að það sé verið að ræða þessa hluti,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins. Henni finnst magnað að fylgjast með umræðunni, þá sérstaklega í nágrannalöndum okkar. „Við erum með skýra stefnu í Borgarleikhúsinu varðandi svona mál, að þau eru ekki liðin. Það er tekið mjög hart á þeim en síðan ég tók við hefur ekkert mál komið inn á borð til mín, hvorki með formlegum eða óformlegum hætti varðandi kynferðislega áreitni,“ segir Kristín en hún hefur verið leikhússtjóri frá því í febrúar árið 2014. „Við erum að vinna út frá mjög skýrri jafnréttisáætlun hér og erum í mjög opnu samtali. Það er trúnaðarmaður inni í hverri einustu leiksýningu sem leikari getur leitað til ef það er eitthvað sem hann vill ræða og dyrnar hjá mér eru alltaf opnar. Ég held að fólk í leikhúsinu viti alveg hvernig okkar stefna er í þessu.“ Auka hlut kvenna í leikhúsinu Nefnir Kristín að það sé mjög meðvitað búið að auka hlutverk fyrir konur á sviði og kynjahlutverk hjá leikstjórum sem eru jöfn núna í ár. „Bæði að segja sögu kvenna, að konur fái góð hlutverk og að sýn kvenna sé að sjást á leiksviðinu sem er bara líka með því að vera með kvenkyns leikstjóra og kvenkyns leikskáld. Þetta smitar auðvitað inn í alla stefnuna okkar.“ Er þetta gert til að auka hlut kvenna og valdefla listakonur. Kristín segir að síðan hún hafi tekið við hafi verið unnið út frá ákveðinni jafnréttisstefnu og þar sé mjög skýrt að það sé ekki liðið neitt sem varðar kynferðislega áreitni, valdníðslu eða slíkt. „Ég hef tjáð mig mjög opið um það við starfsfólkið og alltaf sagt að ef það komi upp einhver slík mál þá eigi þau að koma inn á borð til mín. Það er mjög mikið traust og góður andi í leikhópnum en ég mundi vilja vita af því ef það væri eitthvað þannig í gangi.“ Gott og heilbrigt skref Kristín lítur á það sem sitt markmið að auka hlut kvenna innan leikhússins og tryggja að raddir kvenna og þeirra sögur heyrist innan leikhússins. Hún segir umræðuna þessa dagana vera gott og heilbrigt skref. „Svo auðvitað er það líka bara í gegnum samtöl við starfsmennina og að við eigum í opnu, góðu og heilbrigðu sambandi. Þess vegna fagna ég þessari umræðu og er mjög ánægð að hún sé í gangi.“ Kristín er sjálf leikstjóri og segir hún að á byrjun ferilsins hafi ekki verið margar kvenkyns fyrirmyndir hér í stétt leikstjóra. „Það voru kannski tvær konur á móti tíu mönnum að leikstýra. En ég fékk tækifæri í Þjóðleikhúsinu þegar Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri. Hún lagði alltaf mikla áherslu á það að auka hlut kvenna hvað leikstjórn varðaði.“ Að hennar mati er mikilvægt að halda umræðunni á lofti og hefur starfsfólk Borgarleikhússins rætt þetta sín á milli á göngunum eftir að umræðan fór á flug eftir að ásakanirnar gegn Harvey Weinstein komu fyrst fram og #MeToo herferðin tók yfir samfélagsmiðla. „Mér finnst gott að þessi umræða sé farin í gang og bara hollt og gott að ræða þetta, því þetta á aldrei að líðast. Það er því mjög skýr stefna hjá okkur að þetta sé ekki liðið.“ Magnúr Geir var leikhússtjóri áður en hann tók við útvarpsstórahlutverkinu. Þarf að vera faglegt og yfirvegað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum leikstjóri Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins segir að mál sem þessi hafi ekki komið upp á sitt borð þegar hann starfaði í leikhúsinu. „Á öllum vinnustöðum koma upp fjölmörg starfsmannamál sem þarf að taka á og leiða til lykta. Það átti auðvitað líka við í Borgarleikhúsinu á þessum tíma þó það hafi sem betur fer verið almenn starfsmannamál og ekki mál af þessu tagi, þar sem stjórnendur, leikstjórar eða aðrir væru að misnota vald sitt með þessum alvarlega hætti. Það er auðvitað alltaf algerlega ólíðandi og óboðlegt með öllu. Það er sláandi að sjá þessar fréttir frá Svíþjóð og annars staðar að úr heiminum. Ég vona sannarlega að staðan sé ekki svona hér á landi.“ Hann segist vona að þetta sé ekki algengt hér á landi. „Maður getur auðvitað ekki útilokað það. Eðli svona mála er að þau fara hljótt og eru ekki sýnileg. En eflaust finnast mál af þessu tagi víða en alvarlegast í þessu er ef að menn misnota stöðu sína út frá einhverjum valdastrúktúr. Eflaust er alls staðar erfitt að stíga fram, ekki síður í smærri samfélagi en stærri.“ Varðandi beiðni Birnu um að þessi mál séu rannsökuð hér á landi segir Magnús Geir að umræðan sé alltaf af hinu góða. „Auðvitað er það eðlilegt og jákvætt að öll mál séu rannsökuð og skoðuð á faglegan hátt. Það er alveg eðlilegt umræðan sé opnuð í ljósi þess sem er að gerast erlendis.“ Snýst um traust Verkferlar voru til staðar í hans tíð hjá Borgarleikhúsinu frá 2008 til 2014 en þurfti ekki að beita þeim í svona máli. Magnús Geir segir að það séu eflaust einhver mál innan leiklistarinnar ef horft er til baka en vonar þó samt að svona sé ekki að viðgangast. „Núna er mikil umræða um þetta en auðvitað snýst þetta mikið um traust og góðan anda á vinnustaðnum, að hópurinn sé heill. Þegar ég var í leikhúsinu var ótrúlega heilsteyptur andi í hópnum og það hefur vonandi stuðlað að því að það sé minna svigrúm til að fara yfir grensur en annars staðar. Leikhúsið er auðvitað á margan hátt óvenjulegur vinnustaður, þar er verið að vinna með tilfinningar og nándin mikil. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að traust ríki og línur séu skírar og heilindi séu í öllum samskiptum Hann segir ennfremur að það sé mikilvægt að fólk sé meðvitað um að valdi fylgi ábyrgð. Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverndi Þjóðleikhússtjóri, ásamt eiginmanni sínum, söngvaranum Agli Ólafssyni.Vísir/Anton Brink Alltaf á öruggu svæði „Ég hef starfað mjög lengi í leikhúsi, fyrst sem leikkona í aldarfjórðung og síðan sem leikhússtjóri í áratug, auk þess sem ég hef starfað við fjölda kvikmynda. Aðspurð og í ljósi umræðunnar verð ég að segja að ég hef ekki orðið vör við neins konar misbeitingu valds innan þessa geira. Áreiti hef ég orðið vör við, en ekki kynferðisofbeldi,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrum leikhússtjóri Þjóðleikhússins. „Það er auðvitað þannig að innan leikhússins verður fólk að geta treyst sínum vinnufélögum og þá sérstaklega sínum mótleikurum, þar sem nándin er oft mikil og líkamleg snerting hluti af starfinu. Þar hef ég alltaf talið mig á öruggu svæði án undantekninga.“ Tinna man eftir því að eitt mál hafi komið upp á borð hjá sér sem Þjóðleikhússtjóri en hún sinnti því starfi frá 2005 til 2014. „Sem leikhússtjóri þurfti ég hins vegar að taka á einu áreitnismáli og það var gert. Viðkomandi var kallaður fyrir og honum gerð grein fyrir því að hegðun hans hefði verið ósæmileg. Hann tók þau skilaboð alvarlega og bað bæði mig og viðkomandi afsökunar. Málinu var þar með lokið, sérstaklega þar sem viðkomandi hafði þá þegar lokið verkefni sínu við leikhúsið.“ Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Viðbúið á svona stórum vinnustað „Á mínum tíma eru þrjú atvik. Þau varða einstaklinga sem eru í mismunandi stéttarfélögum; Rafiðnaðarsambandinu, Félagi íslenskra leikara og félagi leikstjóra,“ segir Ari Matthíasson leikhússtjóri Þjóðleikhússins um þær tilkynningar sem hann hefur fengið inn á borð hjá sér varðandi kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. „Ég hef starfað í Þjóðleikhúsinu síðan árið 2010, annars vegar sem framkvæmdastjóri til 31. desember 2014 og síðan Þjóðleikhússtjóri síðan 1. janúar 2015. Í Þjóðleikhúsinu starfa um það bil 300 einstaklingar og í svona stórum hópi er viðbúið að það komi upp einhver atvik í samskiptum sem má skilgreina sem einhvers konar áreiti eða ósætti.“ Ari segir að eftir umrædd tilfelli hafi fyrirfram ákveðnu verklagi verið beitt og á þeim tekið af festu og alvöru. „Þjóðleikhúsið hefur sett sér jafnréttisáætlun þar sem meðal annars er tekið á málum sem varða kynferðislegt áreiti. Þjóðleikhúsið hefur einnig sett sér aðgerðaráætlun um kynferðislegt áreiti og verklag um hvernig taka skuli á slíku.“ Hinir ábyrgu látnir axla ábyrgð „Þjóðleikhúsið er bundið af lögum og sem ríkisstofnun leggjum okkur fram við að passa upp á að öllum lögum og reglum sé fylgt. Markmið okkar er að leiða fram hið sanna í málinu og gæta réttinda beggja málsaðila, bæði þolandans og gerandans. Að rannsaka og komast að hinu sanna í málinu og tryggja það að hinir ábyrgu verði látnir axla sína ábyrgð. Við nálgumst málin ekki með það að sjónarmiði að það þurfi að beita refsingum en þá er gerendunum alltaf gert ljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð á gjörðum sínum.“ Hann segir að mál sem koma upp séu leidd til lykta þannig að sá sem að hefur orðið fyrir einhverju sé sáttur við málalok eftir atvikum. Helst líka þannig að sá sem að hefur gert eitthvað af sér sé líka sáttur við hvernig tekið hefur verið á málum. „Ég hef það á tilfinningunni að mál innan leikhússins séu ekki verri, að staðan sé ekki verri heldur en annars staðar í samfélaginu. Við tökum á þessu af mikilli alvöru og ábyrgð og höfum gert það,“ segir Ari. Hann telur erfitt að meta það hvort staða kvenna sé veikari eða sterkari en karla innan leiklistarinnar. Mörg úrræði fyrir leikara „Þó er það þannig að í leikbókmenntunum eru kannski færri kvenhlutverk en ég held að það sé ekki með góðu móti hægt að fullyrða það á hvorn veginn sem er. Ég persónulega lít á það sem hlutverk mitt að leitast við að hér séu jöfn tækifæri fyrir bæði konur og karla og bæði hvað varðar krefjandi listræn hlutverk og við stjórnun.“ Aðspurður hvort það að kvenhlutverkin séu færri komi í veg fyrir að konur stígi fram og segi frá eða hætti við verkefni ef þær verði fyrir áreitni eða kynferðisofbeldi, svarar hann: „Ég vona að svo sé ekki og ég geri allt sem ég get í mínu starfi til þess að slík staða sé ekki uppi. Ef svo er þá hefur mér eitthvað mistekist í mínu starfi og ég þarf þá að gera betur.“ Ari segir að réttindi og vernd starfsfólks Þjóðleikhússins sé mjög vel tryggt. „Þetta er ríkisstofnun og hér eru í gildi starfsmannalög. Innan hverrar sýningar er trúnaðarmaður leikara, leikarar hafa líka sitt eigið félag innan Þjóðleikhússins og eru öðru stéttarfélagi. Ef að leikari upplifir að það sé brotið á honum með einhverjum hætti þá hefur hann mjög mörg úrræði og gott öryggisnet til þess að grípa til.“ Fagnar athugasemdum um það sem betur má fara Hann segir að mál sem þessi geti verið flókin en alltaf sé verkferlunum beitt. „Stjórnvaldið, í þessu tilfelli Þjóðleikhússtjóri, þarf að leiða fram hið sanna í málinu og stundum er ekki hægt að sanna eitt og annað sem fram fer á milli tveggja einstaklinga. Í einhverjum tilfellum fer kannski einhver yfir einhver mörk annars og gerir sér ekki grein fyrir því. Þá er mildasta og besta úrræðið finnst mér, að þeim sem hefur farið yfir mörkin er gert grein fyrir því og eftir atvikum að hann biðjist afsökunar á því og reyni þar með að rétta hlut sinn gagnvart þann sem varð fyrir því. Ef það er nóg og afsökunarbeiðnin er tekin til greina þá getum við haldið áfram. Ef sá sem telur að á sér hafi verið brotið vill gera eitthvað meira eða leita eitthvert annað, þá auðvitað hjálpar maður honum í því.“ Að mati Ara getur það gert svona mál enn viðkvæmari þegar um þjóðþekkta einstaklinga er að ræða. „Þá eru þeir einstaklingar á einhvern hátt svolítið berskjaldaðir, annars vegar að verða fyrir einhverju og þurfa að vera opinber persóna að tjá sig um að hafa orðið fyrir einhverju og á hinn bóginn að vera opinber persóna sökuð um eitthvað. Þurfa þá kannski að verja þig, ekki bara gagnvart þínum yfirboðara og samstarfsmanni heldur líka bara samfélaginu. Nú er ég bara að tala almennt, þetta eru flókin og viðkvæm mál.“ Hann er þó alveg opin fyrir breytingum á verkferlum Þjóðleikhússins í málum sem þessum. „Ef það er eitthvað í þessum áætlunum og þessu verklagi sem að má betur fara þá fagna ég því að það komi fram einhverjar athugasemdir því við viljum gera eins vel og við mögulega getum.“ Birna Rún Eiríksdóttir leikkona segir að eftir pistil Bjarkar Guðmundsdóttir hafi hún áttað sig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það.Vísir/Vilhelm Alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir Eftir að Björk Guðmundsdóttir söngkona steig fram og sagði að Lars Von Trier hefði brotið gegn sér skrifaði leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir einlægan pistil um upplifun sína sem leikkona. Þar segir meðal annars: „Eftir pistil Bjarkar hef ég áttað mig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það. Það sem ég hef fundið kemur fram í mörgum mismunandi myndum. Sumt snýst um útlit og þörf leikstjóra fyrir því að ég sé kynþokkafull, eða sýni hold þegar það styður ekki við það sem við erum að gera. Annað eru leikstjórar sem eiga erfitt með það að ég standi með sjálfri mér og þarfnist þeirra ekki, og beita því andlegu ofbeldi. Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“ Birna Rún segir að um tíma hafi hún trúað því að það væri bein tenging á milli kynþokka síns og hæfileika. „Að ég nái lengra, uppfylli ég þær kröfur sem oftar en ekki eru blautir draumar leikstjórans. aðstoðarleikstjórans, framleiðandans. Ég hef bæði gefið eftir og þar með verið misnotuð, og líka gengið burt og því orðið skíthrædd um framtíð mína.“ Að hennar mati eru allir hræddir og því viðgangist ýmislegt innan bransans. „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Mig langaði að segja þeim sem ekki átta sig á því að þetta er ekki bara einhver Weinstein útí Hollywood. Þetta er alls staðar og kemur fram í allskyns myndum. Jafnvel innan þeirra veggja sem ég trúði að færi fram ótrúlega fagleg vinna og þar sætu upplýstasta fólk Íslands. Fólkið sem er svo duglegt að gagnrýna hið ýmsa við okkar samfélag og hefur unnið við að endurspegla það á sviðinu. Jafnvel þar, er líka gröftur. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa því að það eru allir svo hræddir, og halda bara áfram að gera sexy pósur ofan á öllum greftrinum. Hræddir við framtíð sína sem leikkona eða leikari. Það er raun magnað að komast þaðan án átröskunar eða skakkrar sjálfsmyndar af einhverju tagi,“ segir Birna Rún. Saga GarðarsdóttirMYND/ERNIR Líkami og útlit kvenna söluvara „Þó að fólk sem meinar vel sé í miklum meirihluta í leikhúsum þá er ekki hægt að líta framhjá því að leikhús í eðli sínu speglar og fjallar um veruleika þar sem líkami og útlit kvenna er söluvara. Þar sem verið er að hygla æsku og fegurð og sérstaklega þegar við erum að setja upp eldri verk,“ sagði Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari á málþinginu Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot sem fór fram í síðasta mánuði. Hún talar þar um að ef það væri einfaldað væri hægt að skipta hlutverkum sem stelpur og konur fái upp í tvennt, óspjölluð stúlka eða þá norn, eins konar kynferðislegt rándýr. „Um leið og ég byrjaði í leiklistarskólanum verður maður ótrúlega fljótt var við þetta. Maður tekur strax eftir því að hlutverkin sem við stelpurnar fáum eru töluvert einsleitari og meira óspennandi en það sem strákarnir eru að glíma við. Svo allt í einu er maður kominn á þriðja ár í leiklistarskólanum og maður hugsar bara vá, ég er bara búin að leika einhverjar hórur.“ Hún segir að margar af senunum sem stelpur vinni með í náminu hafi byrjað þannig að það væri nýbúið að beita persónuna kynferðislegu ofbeldi, eða nauðga þeim og þær séu að leita af brjóstahaldaranum sínum. Eða þær eru að syrgja barnið sem þær misstu fyrr í verkinu. Á meðan séu karlarnir í verkinu fullklæddir að drekka viskí og rífast um eitthvað óðalsetur. „Ég var oft í skólanum, hvort sem það var vegna stærðar minnar eða skorts á kynþokka, þá var ég oft látin leika karla, sem ég kunni engan vegin að meta á þessum tíma. Því að það er náttúrulega eftirsóknarvert fyrir konur að leika konur, þó að hlutverk karlanna séu bitastæðari.“ Saga segist hafa upplifað þetta þannig að hún gæti aldrei orðið góð leikkona, því hún væri ekki nógu fær um að vera einhvers konar kynferðislegt rándýr. „Þessi hugsun hún er mjög rík í leikhúsinu og leiklistarbransanum með konur og maður fer svolítið að gangast upp við þessu og hugsar, ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi þá eru bara líkurnar á því að ég fái vinnu og eitthvað bitastætt hlutverk miklu meiri.“ Erfitt að setja mörk Hún segir að nýútskrifaðir leikarar hafi mjög veika stöðu, þá sérstaklega leikkonur. „Af því að það er mjög létt að skipta manni út, það eru alltaf miklu fleiri leikkonur heldur en nokkru sinni hlutverk.“ Saga segir að leikhúsið sé algjör karlaheimur, enda fleiri karlkyns leikstjórar og fleiri karlkyns hlutverk. „Þegar þú kemur inn í húsið hefur þú mjög veika stöðu og þig langar ekkert að rugga bátnum og ert bara yfir höfuð fegin að hafa vinnu.“ Hún segir að eðlilega sé mikil nánd á meðal leikara, enda oft að leika nána aðila eða erfið atriði. „Það er pressa um að þessi nánd haldi áfram eftir vinnutímann. Vinnutíminn í leikhúsum er líka svo ótrúlega loðinn þannig að öll þessi mörk verða mjög brengluð. Og það er sérstaklega erfitt að setja mörk eða reyna einhvern veginn að draga skýr mörk því þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum og þú vilt bara vera hress og skemmtileg og auðveldur starfskraftur.“ Bendir hún á að þeir sem samþykki ekki það sem er í gangi þyki þá frekar leiðinlegir. „Maður fer einhvern veginn að gangast við þessu. Maður fer einhvern vegin að leika þetta hlutverk í lífinu líka til þess að viðhalda þessari ímynd.“ Klipin í píkuna í leikhúsinu Saga var áreitt þegar hún lék hlutverk í búning sem var of þröngur og of lítill, bókstaflega sársaukafullur fyrir hana. „Ég hefði alveg eins getað verið með ljósmynd af kynfærunum á mér og dreift til áhorfenda, þetta var gjörsamlega fáránlegt. Í þessum búning var ég áreitt. Fyrst gerðist það að það var klipið í brjóstið á mér eftir einhverja senu, mér fannst þetta eitthvað voða óþægilegt og fór upp og talaði við mér eldri leikkonu.“ Viðbrögðin sem Saga fékk var að viðkomandi væri alltaf að klípa og svona þegar hann væri fallinn. „Ég hélt bara áfram en svo gerist það seinna í ferlinu að þessi sami maður hann klípur mig í píkuna og þetta gerist bara á fundi, gerist fyrir framan fólk.“ Sögu brá mikið en sem betur fer var bekkjarbróðir hennar úr skólanum á staðnum og veitti henni stuðning, sagði að þetta væri ekki í lagi og bauðst til að tala við einhvern um þetta ef hún vildi gera það. Erindi Sögu má sjá í klippunni að neðan en það hefst eftir um fimmtíu mínútur. Hélt að hún fengi ekki vinnu framar „Leikhúsinu til hróss var tekið ótrúlega vel á þessu máli og við gátum talað um það og það var talað við hann og ég veit ekki til þess að hann hafi unnið meira við leikhúsið.“ Þetta var þó ekki það versta, það óþægilegasta var að maðurinn gaf sig á tal við Sögu seinna og dró hana til hliðar í herbergi þar sem hún var ein með honum. „Hann var svo mikið að tala um að þetta hefði bara átt að vera fyndið grín og ég gæti ekki tekið þessu gríni og að hann ætti nú fjölskyldu og feril við þetta hús og ég gæti ekki gert honum þetta. Þarna var ég sannfærð um að ég myndi ekki fá vinnu framar, ég var svo nálægt því að biðjast afsökunar.“ Það fór þó ekki þannig. Sögu langar að fólk einbeiti sér að því að búa til einhverskonar sáttmála. „Það sem mig langar að gerist er að maður geti treyst því og geti átt samtal, þegar maður segir fyrirgefðu þú fórst yfir mörkin mín. Og það sem maður á von á er einlæg afsökunarbeiðni eða samtal.“ Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni sumarið 2015.Vísir/Andri Marinó Er eitthvað í gangi? Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segir að hún fagni umræðunni og tekur undir með Birnu Hafstein um að það verði að skoða stöðuna hér á landi. „Í ljósi allrar nýrrar umræðu þá ber okkur skylda til þess að reyna að heyra betur hvort það eru einhver mörk sem er verið að fara yfir. Við eigum ekki svona sögu eins og maður les um í Bandaríkjunum og í Svíþjóð varðandi kynferðislegt ofbeldi. Ég tel að við séum ekki að halda á svona sögum og ég hugsa að það sé smæðin, ég held að við hreinlega kæmumst ekki upp með það í smæðinni.“ Halldóra er leikkona og leikstjóri auk þess sem hún situr í stjórn Félags Íslenskra leikara. Hún segir að eðli þess sem verði fyrir einhverju sé að þegja yfir því og þess vegna sé ekki hægt að segja að hér sé ekkert í gangi. „Við verðum að hlusta. Við verðum eiginlega að spyrja, er eitthvað í gangi? Auðvitað eru viss mörk í bransanum okkar sem kalla á að það sé farið yfir þau af því að vinnan er þannig og við þurfum að skoða það. Eru leikstjórar, kennarar og þeir sem eru með völd að misnota vald sitt? Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga því að við höfum ekki svörin, við þurfum að rannsaka þetta. Þannig sé ég þetta.“ Rosalegar sögur Halldóra segir að stjórn Félags íslenskra leikara, þar sem hún er varamaður, mun funda betur um stöðu málsins á morgun en sjálf er hún spennt að hefja þetta ferli. „Við vinnum við að rannsaka manneskjur og ef við ætlum ekki að taka þessa rannsókn alvarlega, þá tökum við okkur ekki alvarlega sem sviðslistamenn eða kvikmyndagerðarfólk. Ef einhver á að vera hugrakkur og skoða þetta þá eru það við. Við höfum verið að tala um þetta og sett mörk.“ Hún segist mjög ánægð með þau viðbrögð sem hún hafi fengið á sínum vinnustað og frá sínum yfirmönnum í Borgarleikhúsinu varðandi markarleysi þegar það hafi gerst. „En ég er bara inni á einum vinnustað og við erum margir staðir og því þurfum við að tala saman, þetta eru náttúrulega rosalegar þessar sögur frá Svíþjóð og Ameríku. Þetta er birtingarmynd á afstöðu þeirra sem eru í yfirmannsstöðu gagnvart þeim sem eru valdlausari eða berskjaldaðir.“ Hún segir að hver sá sem hefur verið brotið á þurfi að velja að segja sína sögu. „Að hafa hátt er ekki bara að hafa hátt í fjölmiðlum, að hafa hátt getur líka verið að segja upphátt við aðra manneskju, hvað þú hefur gengið í gegnum eða orðið fyrir. Að hafa hátt getur verið í rými með bara tveimur.“ Tækifæri til að þroskast Halldóra telur að það hvað leiklistarsamfélagið er smátt hljóti að draga úr einhverjum að segja frá. „Við erum líka fljótari að fyrirgefa. En við tölum líka saman, við erum líka svolítið flink að tala saman um tilfinningar og mörk og við gerum það í vinnunni alla daga. Ég myndi segja að við værum frekar meðvitaðir vinnustaðir þannig að mér finnst þetta ekki vera dramatískt, mér finnst bara áhugavert að fara að skoða þetta. Mér finnst þetta tækifæri til að þroskast og til að kortleggja okkur.“ Nú þegar er farið af stað ferli til að kortleggja stöðuna hér á landi. Halldóra segir að hún hafi líka fengið símtal frá sínu leikhúsi og að þar sé líka áhugi fyrir því að taka þátt í þessu. „Ég veit líka að það er búin að vera mjög kröftug umræða niðri í Listaháskóla á sviðsdeildunum þar um kynjahlutverk, mjög djúp umræða. Þannig að við erum að ganga í takt við erfiðustu spurningarnar.“ Snjóskafl sem þarf að bræða Á sínum eigin ferli hefur Halldóra ekki orðið fyrir ofbeldi innan leikhússins en segir að hún hafi þó upplifað markaleysi. „Það hefur aldrei verið brotið á mér. Þegar ég fann fyrir markaleysi þegar ég var yngri þá kannski skilaði ég því ekki til baka en þegar ég verð eldri og veit betur þá hef ég skilað því til baka í samtali. Sagt að þetta sé ekki í boði og ég vilji ekki hafa þetta á mínu vinnusvæði, þetta er líka samtal. Við getum líka kvartað í yfirmenn okkar og þegar ég hef gert það þá hefur verið brugðist við og ég hef mætt skilningi uppi í Borgarleikhúsi.“ Hún segir að það sem snúi að sér hafi verið þannig að það hafi verið tekið mark því sem hún sagði og hlustað á það. „En á sama tíma finnst mér svo áhugavert með næstu kynslóð á eftir, ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ Halldóra segir að það sé stórkostlegt, við séum að þroskast og læra meira um mörk og meira um þennan valdastrúktúr, þetta feðraveldi sem allir beri áfram saman. „Hvernig bræðum við það? Því þetta er ákveðinn snjóskafl og þegar þú lítur til baka og byrjar að rifja upp er þetta eins og að bræða snjó til þess að sjá hverju þú hefur lent í gegnum lífið. Við erum að fá tækifæri til að bráðna. Markmiðið er ekki að sækja gömul mál, nema að það sé eitthvað sem verði að gera upp. Meira til að sjá úr hverju við erum gerð og viljum við breyta því? Viljum við slíta þessa keðju?“ Yfirmenn tóku hennar stöðu „Þegar ég horfi til baka og bræði snjóinn þá sé ég hluti og hugsa ég guð minn góður hvað var nú þetta, eitthvað sem gerðist fyrir tuttugu árum. Það hefur verið farið yfir mörkin mín en ég sit uppi með þá tilfinningu að það hefur verið farið yfir mörkin mín. Þegar einhver gerir það þá ýti ég út úr plássinu þínu af því að ég kann það, mér finnst ég vera flink í því, kannski af því að ég þurfti að læra það snemma. Þetta er það sem ungu konurnar nenna ekki að þurfa að læra, það er ástæðulaust að þær þurfi að læra þetta til að lifa af. Við vitum betur núna.“ Halldóra lýsir nýrra atviki fyrir átta til tíu árum síðan þar sem farið var yfir hennar mörk á vinnustað. „Þá gat ég skilað öllu til baka og þá var ég orðin þroskaðri og ég átti rödd. Ég held að samfélagið sé allt orðið þroskaðra.“ Hún segir að þar hafi verið um að ræða mörk sem farið var yfir og bjó til óöryggi á hennar vinnustað. Var tekið á málinu og Halldóra var sátt við málalok. „Allir mínir yfirmenn tóku mína stöðu í málinu.“ Halldóra upplifir áreitni samt ekki algenga í þessum bransa en segir þó að þetta sé misjafnt eftir vinnustöðum. „Það getur myndast ólífur vinnumórall og þá skiptir miklu máli hverjir eru yfirmenn og hvernig yfirmenn taka svona hlutum og hvað er gert til þess að uppræta svona. Yfirmenn hafa lykilstöðu hvað varðar grunngildin.“ Vita hverjir þetta eru Eftir samtöl við fleiri innan leiklistarinnar hér á landi síðustu daga segir hún að það sé ekki mikið sem sé að koma sér á óvart. „Við vitum yfirleitt og þekkjum þá sem að fara yfir mörkin. Í bransanum vitum við öll hverjir þetta eru, þetta er svo lítill heimur. Við vitum alveg hverjir eru að misbeita valdi sínu í krafti fjármagns eða valdastöðu og þá er þetta eiginlega eins og þú sért með einhvern í fjölskyldunni sem þú veist að er bully eða eitthvað þannig. Mér finnst bara magnað ef að við náum kraft til að tala upp fyrir okkur í pýramídanum og segja, þetta er ekki í boði. Þetta er mjög lítill bransi og þú ert ekki ósýnilegur í honum.“ Aðspurð hvort líkur séu á því að fólk muni stíga fram og nafngreina þessa ákveðnu einstaklinga opinberlega eins og gert hefur verið í Hollywood svarar Halldóra: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ef það er nauðsynlegt, þá gerist það. Ef það er ekki nauðsynlegt þá gerist það ekki. Sá sem verður fyrir ofbeldi, það er hans að ákveða það, ekki okkar hinna sem verðum vitni af því eða eigum ekki þátt í því. Við verðum alltaf að styðja þolandann til þess að segja söguna eins og hann vill segja hana. Það er því erfitt að tjá sig um þetta því ef það eru raunveruleg brot einhvers staðar þá þurfum við að halda á þeim sem brotið hefur verið á mjög varfærið.“ Halldóra segir að þeir sem eru innan sviðslistarinnar beri skylda til þess að skoða þetta mál á dýpra stigi. „Við erum öll að horfa til baka og bræða snjóinn, sjá hvað kemur upp. Mér finnst það mjög falleg mynd.“ Fréttaskýringar MeToo Leikhús Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Nokkrar leikkonur hafa þó tjáð sig um áreitni og kynferðislegt ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir innan leiklistarbransans á Íslandi. Reynd leikkona segir að þetta sé snjóskafl sem þurfi að bræða. Formaður Félags íslenskra leikara hefur farið fram á að þessi mál verði rannsökuð hér á landi svo hægt sé að bregðast við því ef eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Málið megi ekki þagga niður. Leikhússtjóri Borgarleikhússins fagnar umræðunni og leikhússtjóri Þjóðleikhússins segir að hann taki fagnandi á móti athugasemdum ef bæta megi verkferla í málum af þessu tagi. Ein stór fjölskylda Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara sat fund með Norræna leikararáðinu á dögunum þar sem þessi mál voru rædd. Hún segir að fjöldi sænsku leikkvennanna sem stigu fram hafi komið sér verulega á óvart. „Mér fannst þetta algjörlega sláandi, ég bjóst alls ekki við því. Ég vissi alveg að þetta væri að koma. Svipaðar sögur var að segja frá Noregi og líka eitthvað frá Finnlandi.“ Hún segir að á fundinum hafi komið fram að þessi mál væru komin mislangt í ferlinu í hverju landi en Svíþjóð væri komið mun framar. Hún fer nú fram á skjót viðbrögð hér á Íslandi svo hægt sé að átta sig betur á stöðunni. „Mér fannst óhuggulegt að lesa þetta, þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda. Þar af leiðandi get ég ekki sagt hvort það sé hlutfallslega meira eða minna af þessu hér, þetta verður bara að skoða. Ég held að í ljósi nýjustu frétta frá Norðurlöndum þá er ekkert annað í boði en að skoða þetta.“ Birna telur hugsanlegt að smæð leiklistarsamfélagsins og mikið af vinasamböndum geti haft áhrif á það hvort fólk stígur fram ef það verður fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. „Það gerir það svo sannarlega í mínu fagi þegar kemur að annars konar misbeitingu valds svo það kæmi mér ekkert á óvart ef það gerði það líka varðandi þessa misbeitingu. Að hennar mati er það ekki óyfirstíganlegt að skoða þessi mál hér á landi, þetta sé ekki stórt mengi. „Margt af þessu fólki eru opinberar persónur sem gerir þetta í rauninni enn flóknara. Þetta er samt mikilvægt.“ Birna Hafstein (t.v.) ásamt leikkonunni Ilmi Kristjánsdóttur. Óskar eftir rannsókn fagfólks „Það er eitthvað um þetta og þetta þarf að rannsaka í ljósi þess sem komið hefur fram á öðrum Norðurlöndum og víðar,“ segir Birna. Hún hefur óskað eftir því að þetta fari í faglegt ferli og sé skoðað af fagfólki. „Ég er búin að eiga samtöl við bæði félags- og jafnréttismálaráðherra og menntamálaráðherra og sendi þeim svo bréf í kjölfarið þess efnis að ég bið um samstarf þessara tveggja ráðuneyta af augljósum ástæðum. Það þarf að rannsaka hvort misbeiting valds grasseri í þessum geira og þá er hægt að gera eitthvað í því.“ Birna segir að sem formaður stéttarfélags geti hún ekki farið í slíka rannsókn sjálf, það þurfi fagfólk að sjá um. „Ráðherrarnir tóku þessu báðir mjög vel, ég var að fyrra bragði boðuð á fund með menntamálaráðherra í gær (innsk: í fyrradag) og talaði við félagsmálaráðherra í síma. Ég sendi síðan bréf í kjölfarið þar sem ég óska eftir samstarfi, kem með hugmyndir að rannsóknum og aðgerðum til að fá einhverja mælanlega niðurstöðu þannig að hægt sé að taka málið lengra ef að fagfólki þykir eitthvað óeðlilegt í gangi.“ Hún er mjög ánægð með samtöl sem hún hefur átt við Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Þorstein Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Hún bíður frekari viðbragða frá þeim. Byrjaðar að tala saman Birna segir að konur innan leiklistar hér á landi séu byrjaðar að tala saman um þessi mál í kjölfar fréttaumfjöllunar um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi innan leiklistar í öðrum löndum. Nota þær lokaða Facebook hópa, hópsamtöl og hittast einnig í eigin persónu. „Ég held að það sé alltaf gott fyrir fólk að eiga samtal.“ Í Félagi íslenskra leikara eru ekki aðeins leikarar heldur einnig listrænir stjórnendur, dansarar, söngvarar og fleiri. Meðlimir stéttarfélagsins eru 478 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins. Birna segir að það þurfi að skoða þessi mál víðar, til dæmis innan danssamfélagsins hér á landi. „Þetta er skrítið starf, það er mikil nálægð í vinnunni, bæði líkamleg og andleg og svo tilfinningaleg. Það þarf að passa upp á fagmennsku.“ Hvert hlutverk skiptir máli „Ég hef ekki fengið mikið af kynferðisofbeldismálum inn á mitt borð sem formaður Félags íslenskra leikara en ég hef fengið töluvert af málum sem hafa með misbeitingu valds að gera, sem grundvallast af þeim aðstöðumun sem er á milli listamanna og þeirra sem skapa þeim atvinnu, hvort heldur í leikhúsi, bíói eða sjónvarpi. Þetta þarf allt saman að rannsaka, þetta hangir allt á sömu spýtunni. Auðvitað er ömurlegasta birtingarmynd misbeitingar valds kynferðisofbeldi.“ Birna segir að aðstöðumunurinn á milli listamanna og þeirra sem skapa þeim vinnu sé þannig að það getur orðið til þess að valdi sé misbeitt. Þetta þurfi að skoða. „Það er mikið atvinnuleysi í greininni, það er mikil samkeppni um hlutverk og hvert hlutverk getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir hvern einstakling. Þetta er lítill markaður. Svo er þetta ekki bara vinna fólks. Listamenn eru almennt drifnir áfram af hugsjón og ástríðu og þetta hefur líka með það að gera að halda því gangandi. Öll vinna fyrir bíó og sjónvarp er unnið í verktöku þannig að starfsöryggi er gríðarlega lítið. Svo hefur föstum stöðum í leikhúsi fækkað verulega á undanförnum árum. Svo staða leikara og annarra listamanna er mjög veik og viðkvæm. “ Að hennar mati þarf fagfólk að skoða þessi mál sem fyrst og bíður hún nú eftir svörum frá ráðherrum. „Það þarf að vera fagmennska frá A til Ö. Þetta eru svo stór og mikilvæg mál. Það þarf bara fagfólk til að sjá um þetta, bæði til þess að þagga ekki niður í fólki og líka til þess að fara ekki út í einhverjar nornaveiðar. Það verður að gera þetta rétt, það er engin ástæða til að ætla að þetta sé meira eða minna hér en á öðrum Norðurlöndum. Það þarf því að skoða þetta, það má ekki þagga þetta niður.“ Kristín Eysteinsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2014.Borgarleikhúsið Magnað að fylgjast með umræðunni „Ég fagna þessari umræðu og mér finnst ótrúlega mikilvægt skref að það sé verið að ræða þessa hluti,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins. Henni finnst magnað að fylgjast með umræðunni, þá sérstaklega í nágrannalöndum okkar. „Við erum með skýra stefnu í Borgarleikhúsinu varðandi svona mál, að þau eru ekki liðin. Það er tekið mjög hart á þeim en síðan ég tók við hefur ekkert mál komið inn á borð til mín, hvorki með formlegum eða óformlegum hætti varðandi kynferðislega áreitni,“ segir Kristín en hún hefur verið leikhússtjóri frá því í febrúar árið 2014. „Við erum að vinna út frá mjög skýrri jafnréttisáætlun hér og erum í mjög opnu samtali. Það er trúnaðarmaður inni í hverri einustu leiksýningu sem leikari getur leitað til ef það er eitthvað sem hann vill ræða og dyrnar hjá mér eru alltaf opnar. Ég held að fólk í leikhúsinu viti alveg hvernig okkar stefna er í þessu.“ Auka hlut kvenna í leikhúsinu Nefnir Kristín að það sé mjög meðvitað búið að auka hlutverk fyrir konur á sviði og kynjahlutverk hjá leikstjórum sem eru jöfn núna í ár. „Bæði að segja sögu kvenna, að konur fái góð hlutverk og að sýn kvenna sé að sjást á leiksviðinu sem er bara líka með því að vera með kvenkyns leikstjóra og kvenkyns leikskáld. Þetta smitar auðvitað inn í alla stefnuna okkar.“ Er þetta gert til að auka hlut kvenna og valdefla listakonur. Kristín segir að síðan hún hafi tekið við hafi verið unnið út frá ákveðinni jafnréttisstefnu og þar sé mjög skýrt að það sé ekki liðið neitt sem varðar kynferðislega áreitni, valdníðslu eða slíkt. „Ég hef tjáð mig mjög opið um það við starfsfólkið og alltaf sagt að ef það komi upp einhver slík mál þá eigi þau að koma inn á borð til mín. Það er mjög mikið traust og góður andi í leikhópnum en ég mundi vilja vita af því ef það væri eitthvað þannig í gangi.“ Gott og heilbrigt skref Kristín lítur á það sem sitt markmið að auka hlut kvenna innan leikhússins og tryggja að raddir kvenna og þeirra sögur heyrist innan leikhússins. Hún segir umræðuna þessa dagana vera gott og heilbrigt skref. „Svo auðvitað er það líka bara í gegnum samtöl við starfsmennina og að við eigum í opnu, góðu og heilbrigðu sambandi. Þess vegna fagna ég þessari umræðu og er mjög ánægð að hún sé í gangi.“ Kristín er sjálf leikstjóri og segir hún að á byrjun ferilsins hafi ekki verið margar kvenkyns fyrirmyndir hér í stétt leikstjóra. „Það voru kannski tvær konur á móti tíu mönnum að leikstýra. En ég fékk tækifæri í Þjóðleikhúsinu þegar Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri. Hún lagði alltaf mikla áherslu á það að auka hlut kvenna hvað leikstjórn varðaði.“ Að hennar mati er mikilvægt að halda umræðunni á lofti og hefur starfsfólk Borgarleikhússins rætt þetta sín á milli á göngunum eftir að umræðan fór á flug eftir að ásakanirnar gegn Harvey Weinstein komu fyrst fram og #MeToo herferðin tók yfir samfélagsmiðla. „Mér finnst gott að þessi umræða sé farin í gang og bara hollt og gott að ræða þetta, því þetta á aldrei að líðast. Það er því mjög skýr stefna hjá okkur að þetta sé ekki liðið.“ Magnúr Geir var leikhússtjóri áður en hann tók við útvarpsstórahlutverkinu. Þarf að vera faglegt og yfirvegað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum leikstjóri Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins segir að mál sem þessi hafi ekki komið upp á sitt borð þegar hann starfaði í leikhúsinu. „Á öllum vinnustöðum koma upp fjölmörg starfsmannamál sem þarf að taka á og leiða til lykta. Það átti auðvitað líka við í Borgarleikhúsinu á þessum tíma þó það hafi sem betur fer verið almenn starfsmannamál og ekki mál af þessu tagi, þar sem stjórnendur, leikstjórar eða aðrir væru að misnota vald sitt með þessum alvarlega hætti. Það er auðvitað alltaf algerlega ólíðandi og óboðlegt með öllu. Það er sláandi að sjá þessar fréttir frá Svíþjóð og annars staðar að úr heiminum. Ég vona sannarlega að staðan sé ekki svona hér á landi.“ Hann segist vona að þetta sé ekki algengt hér á landi. „Maður getur auðvitað ekki útilokað það. Eðli svona mála er að þau fara hljótt og eru ekki sýnileg. En eflaust finnast mál af þessu tagi víða en alvarlegast í þessu er ef að menn misnota stöðu sína út frá einhverjum valdastrúktúr. Eflaust er alls staðar erfitt að stíga fram, ekki síður í smærri samfélagi en stærri.“ Varðandi beiðni Birnu um að þessi mál séu rannsökuð hér á landi segir Magnús Geir að umræðan sé alltaf af hinu góða. „Auðvitað er það eðlilegt og jákvætt að öll mál séu rannsökuð og skoðuð á faglegan hátt. Það er alveg eðlilegt umræðan sé opnuð í ljósi þess sem er að gerast erlendis.“ Snýst um traust Verkferlar voru til staðar í hans tíð hjá Borgarleikhúsinu frá 2008 til 2014 en þurfti ekki að beita þeim í svona máli. Magnús Geir segir að það séu eflaust einhver mál innan leiklistarinnar ef horft er til baka en vonar þó samt að svona sé ekki að viðgangast. „Núna er mikil umræða um þetta en auðvitað snýst þetta mikið um traust og góðan anda á vinnustaðnum, að hópurinn sé heill. Þegar ég var í leikhúsinu var ótrúlega heilsteyptur andi í hópnum og það hefur vonandi stuðlað að því að það sé minna svigrúm til að fara yfir grensur en annars staðar. Leikhúsið er auðvitað á margan hátt óvenjulegur vinnustaður, þar er verið að vinna með tilfinningar og nándin mikil. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að traust ríki og línur séu skírar og heilindi séu í öllum samskiptum Hann segir ennfremur að það sé mikilvægt að fólk sé meðvitað um að valdi fylgi ábyrgð. Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverndi Þjóðleikhússtjóri, ásamt eiginmanni sínum, söngvaranum Agli Ólafssyni.Vísir/Anton Brink Alltaf á öruggu svæði „Ég hef starfað mjög lengi í leikhúsi, fyrst sem leikkona í aldarfjórðung og síðan sem leikhússtjóri í áratug, auk þess sem ég hef starfað við fjölda kvikmynda. Aðspurð og í ljósi umræðunnar verð ég að segja að ég hef ekki orðið vör við neins konar misbeitingu valds innan þessa geira. Áreiti hef ég orðið vör við, en ekki kynferðisofbeldi,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrum leikhússtjóri Þjóðleikhússins. „Það er auðvitað þannig að innan leikhússins verður fólk að geta treyst sínum vinnufélögum og þá sérstaklega sínum mótleikurum, þar sem nándin er oft mikil og líkamleg snerting hluti af starfinu. Þar hef ég alltaf talið mig á öruggu svæði án undantekninga.“ Tinna man eftir því að eitt mál hafi komið upp á borð hjá sér sem Þjóðleikhússtjóri en hún sinnti því starfi frá 2005 til 2014. „Sem leikhússtjóri þurfti ég hins vegar að taka á einu áreitnismáli og það var gert. Viðkomandi var kallaður fyrir og honum gerð grein fyrir því að hegðun hans hefði verið ósæmileg. Hann tók þau skilaboð alvarlega og bað bæði mig og viðkomandi afsökunar. Málinu var þar með lokið, sérstaklega þar sem viðkomandi hafði þá þegar lokið verkefni sínu við leikhúsið.“ Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Viðbúið á svona stórum vinnustað „Á mínum tíma eru þrjú atvik. Þau varða einstaklinga sem eru í mismunandi stéttarfélögum; Rafiðnaðarsambandinu, Félagi íslenskra leikara og félagi leikstjóra,“ segir Ari Matthíasson leikhússtjóri Þjóðleikhússins um þær tilkynningar sem hann hefur fengið inn á borð hjá sér varðandi kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. „Ég hef starfað í Þjóðleikhúsinu síðan árið 2010, annars vegar sem framkvæmdastjóri til 31. desember 2014 og síðan Þjóðleikhússtjóri síðan 1. janúar 2015. Í Þjóðleikhúsinu starfa um það bil 300 einstaklingar og í svona stórum hópi er viðbúið að það komi upp einhver atvik í samskiptum sem má skilgreina sem einhvers konar áreiti eða ósætti.“ Ari segir að eftir umrædd tilfelli hafi fyrirfram ákveðnu verklagi verið beitt og á þeim tekið af festu og alvöru. „Þjóðleikhúsið hefur sett sér jafnréttisáætlun þar sem meðal annars er tekið á málum sem varða kynferðislegt áreiti. Þjóðleikhúsið hefur einnig sett sér aðgerðaráætlun um kynferðislegt áreiti og verklag um hvernig taka skuli á slíku.“ Hinir ábyrgu látnir axla ábyrgð „Þjóðleikhúsið er bundið af lögum og sem ríkisstofnun leggjum okkur fram við að passa upp á að öllum lögum og reglum sé fylgt. Markmið okkar er að leiða fram hið sanna í málinu og gæta réttinda beggja málsaðila, bæði þolandans og gerandans. Að rannsaka og komast að hinu sanna í málinu og tryggja það að hinir ábyrgu verði látnir axla sína ábyrgð. Við nálgumst málin ekki með það að sjónarmiði að það þurfi að beita refsingum en þá er gerendunum alltaf gert ljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð á gjörðum sínum.“ Hann segir að mál sem koma upp séu leidd til lykta þannig að sá sem að hefur orðið fyrir einhverju sé sáttur við málalok eftir atvikum. Helst líka þannig að sá sem að hefur gert eitthvað af sér sé líka sáttur við hvernig tekið hefur verið á málum. „Ég hef það á tilfinningunni að mál innan leikhússins séu ekki verri, að staðan sé ekki verri heldur en annars staðar í samfélaginu. Við tökum á þessu af mikilli alvöru og ábyrgð og höfum gert það,“ segir Ari. Hann telur erfitt að meta það hvort staða kvenna sé veikari eða sterkari en karla innan leiklistarinnar. Mörg úrræði fyrir leikara „Þó er það þannig að í leikbókmenntunum eru kannski færri kvenhlutverk en ég held að það sé ekki með góðu móti hægt að fullyrða það á hvorn veginn sem er. Ég persónulega lít á það sem hlutverk mitt að leitast við að hér séu jöfn tækifæri fyrir bæði konur og karla og bæði hvað varðar krefjandi listræn hlutverk og við stjórnun.“ Aðspurður hvort það að kvenhlutverkin séu færri komi í veg fyrir að konur stígi fram og segi frá eða hætti við verkefni ef þær verði fyrir áreitni eða kynferðisofbeldi, svarar hann: „Ég vona að svo sé ekki og ég geri allt sem ég get í mínu starfi til þess að slík staða sé ekki uppi. Ef svo er þá hefur mér eitthvað mistekist í mínu starfi og ég þarf þá að gera betur.“ Ari segir að réttindi og vernd starfsfólks Þjóðleikhússins sé mjög vel tryggt. „Þetta er ríkisstofnun og hér eru í gildi starfsmannalög. Innan hverrar sýningar er trúnaðarmaður leikara, leikarar hafa líka sitt eigið félag innan Þjóðleikhússins og eru öðru stéttarfélagi. Ef að leikari upplifir að það sé brotið á honum með einhverjum hætti þá hefur hann mjög mörg úrræði og gott öryggisnet til þess að grípa til.“ Fagnar athugasemdum um það sem betur má fara Hann segir að mál sem þessi geti verið flókin en alltaf sé verkferlunum beitt. „Stjórnvaldið, í þessu tilfelli Þjóðleikhússtjóri, þarf að leiða fram hið sanna í málinu og stundum er ekki hægt að sanna eitt og annað sem fram fer á milli tveggja einstaklinga. Í einhverjum tilfellum fer kannski einhver yfir einhver mörk annars og gerir sér ekki grein fyrir því. Þá er mildasta og besta úrræðið finnst mér, að þeim sem hefur farið yfir mörkin er gert grein fyrir því og eftir atvikum að hann biðjist afsökunar á því og reyni þar með að rétta hlut sinn gagnvart þann sem varð fyrir því. Ef það er nóg og afsökunarbeiðnin er tekin til greina þá getum við haldið áfram. Ef sá sem telur að á sér hafi verið brotið vill gera eitthvað meira eða leita eitthvert annað, þá auðvitað hjálpar maður honum í því.“ Að mati Ara getur það gert svona mál enn viðkvæmari þegar um þjóðþekkta einstaklinga er að ræða. „Þá eru þeir einstaklingar á einhvern hátt svolítið berskjaldaðir, annars vegar að verða fyrir einhverju og þurfa að vera opinber persóna að tjá sig um að hafa orðið fyrir einhverju og á hinn bóginn að vera opinber persóna sökuð um eitthvað. Þurfa þá kannski að verja þig, ekki bara gagnvart þínum yfirboðara og samstarfsmanni heldur líka bara samfélaginu. Nú er ég bara að tala almennt, þetta eru flókin og viðkvæm mál.“ Hann er þó alveg opin fyrir breytingum á verkferlum Þjóðleikhússins í málum sem þessum. „Ef það er eitthvað í þessum áætlunum og þessu verklagi sem að má betur fara þá fagna ég því að það komi fram einhverjar athugasemdir því við viljum gera eins vel og við mögulega getum.“ Birna Rún Eiríksdóttir leikkona segir að eftir pistil Bjarkar Guðmundsdóttir hafi hún áttað sig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það.Vísir/Vilhelm Alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir Eftir að Björk Guðmundsdóttir söngkona steig fram og sagði að Lars Von Trier hefði brotið gegn sér skrifaði leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir einlægan pistil um upplifun sína sem leikkona. Þar segir meðal annars: „Eftir pistil Bjarkar hef ég áttað mig á því að ofbeldi af þessu tagi er ekki bara kynferðislegt og oft erfitt að skilja það eða setja puttann á það. Það sem ég hef fundið kemur fram í mörgum mismunandi myndum. Sumt snýst um útlit og þörf leikstjóra fyrir því að ég sé kynþokkafull, eða sýni hold þegar það styður ekki við það sem við erum að gera. Annað eru leikstjórar sem eiga erfitt með það að ég standi með sjálfri mér og þarfnist þeirra ekki, og beita því andlegu ofbeldi. Það hefur tekið á í gegnum námið og eftir það, að elska mig eins og ég er. Að standa með mínum skoðunum og að skilja að ég sé klár leikkona burt séð frá því hvernig líkami minn lítur út.“ Birna Rún segir að um tíma hafi hún trúað því að það væri bein tenging á milli kynþokka síns og hæfileika. „Að ég nái lengra, uppfylli ég þær kröfur sem oftar en ekki eru blautir draumar leikstjórans. aðstoðarleikstjórans, framleiðandans. Ég hef bæði gefið eftir og þar með verið misnotuð, og líka gengið burt og því orðið skíthrædd um framtíð mína.“ Að hennar mati eru allir hræddir og því viðgangist ýmislegt innan bransans. „Þetta er meira og alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Mig langaði að segja þeim sem ekki átta sig á því að þetta er ekki bara einhver Weinstein útí Hollywood. Þetta er alls staðar og kemur fram í allskyns myndum. Jafnvel innan þeirra veggja sem ég trúði að færi fram ótrúlega fagleg vinna og þar sætu upplýstasta fólk Íslands. Fólkið sem er svo duglegt að gagnrýna hið ýmsa við okkar samfélag og hefur unnið við að endurspegla það á sviðinu. Jafnvel þar, er líka gröftur. Gamall skítur sem engum tekst að þrífa því að það eru allir svo hræddir, og halda bara áfram að gera sexy pósur ofan á öllum greftrinum. Hræddir við framtíð sína sem leikkona eða leikari. Það er raun magnað að komast þaðan án átröskunar eða skakkrar sjálfsmyndar af einhverju tagi,“ segir Birna Rún. Saga GarðarsdóttirMYND/ERNIR Líkami og útlit kvenna söluvara „Þó að fólk sem meinar vel sé í miklum meirihluta í leikhúsum þá er ekki hægt að líta framhjá því að leikhús í eðli sínu speglar og fjallar um veruleika þar sem líkami og útlit kvenna er söluvara. Þar sem verið er að hygla æsku og fegurð og sérstaklega þegar við erum að setja upp eldri verk,“ sagði Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari á málþinginu Raddir þolenda: Konur ræða kynferðisbrot sem fór fram í síðasta mánuði. Hún talar þar um að ef það væri einfaldað væri hægt að skipta hlutverkum sem stelpur og konur fái upp í tvennt, óspjölluð stúlka eða þá norn, eins konar kynferðislegt rándýr. „Um leið og ég byrjaði í leiklistarskólanum verður maður ótrúlega fljótt var við þetta. Maður tekur strax eftir því að hlutverkin sem við stelpurnar fáum eru töluvert einsleitari og meira óspennandi en það sem strákarnir eru að glíma við. Svo allt í einu er maður kominn á þriðja ár í leiklistarskólanum og maður hugsar bara vá, ég er bara búin að leika einhverjar hórur.“ Hún segir að margar af senunum sem stelpur vinni með í náminu hafi byrjað þannig að það væri nýbúið að beita persónuna kynferðislegu ofbeldi, eða nauðga þeim og þær séu að leita af brjóstahaldaranum sínum. Eða þær eru að syrgja barnið sem þær misstu fyrr í verkinu. Á meðan séu karlarnir í verkinu fullklæddir að drekka viskí og rífast um eitthvað óðalsetur. „Ég var oft í skólanum, hvort sem það var vegna stærðar minnar eða skorts á kynþokka, þá var ég oft látin leika karla, sem ég kunni engan vegin að meta á þessum tíma. Því að það er náttúrulega eftirsóknarvert fyrir konur að leika konur, þó að hlutverk karlanna séu bitastæðari.“ Saga segist hafa upplifað þetta þannig að hún gæti aldrei orðið góð leikkona, því hún væri ekki nógu fær um að vera einhvers konar kynferðislegt rándýr. „Þessi hugsun hún er mjög rík í leikhúsinu og leiklistarbransanum með konur og maður fer svolítið að gangast upp við þessu og hugsar, ef ég er fær um að vera tælandi og seiðandi þá eru bara líkurnar á því að ég fái vinnu og eitthvað bitastætt hlutverk miklu meiri.“ Erfitt að setja mörk Hún segir að nýútskrifaðir leikarar hafi mjög veika stöðu, þá sérstaklega leikkonur. „Af því að það er mjög létt að skipta manni út, það eru alltaf miklu fleiri leikkonur heldur en nokkru sinni hlutverk.“ Saga segir að leikhúsið sé algjör karlaheimur, enda fleiri karlkyns leikstjórar og fleiri karlkyns hlutverk. „Þegar þú kemur inn í húsið hefur þú mjög veika stöðu og þig langar ekkert að rugga bátnum og ert bara yfir höfuð fegin að hafa vinnu.“ Hún segir að eðlilega sé mikil nánd á meðal leikara, enda oft að leika nána aðila eða erfið atriði. „Það er pressa um að þessi nánd haldi áfram eftir vinnutímann. Vinnutíminn í leikhúsum er líka svo ótrúlega loðinn þannig að öll þessi mörk verða mjög brengluð. Og það er sérstaklega erfitt að setja mörk eða reyna einhvern veginn að draga skýr mörk því þau eru svo mikið á reiki og þú vilt ekki rugga bátnum og þú vilt bara vera hress og skemmtileg og auðveldur starfskraftur.“ Bendir hún á að þeir sem samþykki ekki það sem er í gangi þyki þá frekar leiðinlegir. „Maður fer einhvern veginn að gangast við þessu. Maður fer einhvern vegin að leika þetta hlutverk í lífinu líka til þess að viðhalda þessari ímynd.“ Klipin í píkuna í leikhúsinu Saga var áreitt þegar hún lék hlutverk í búning sem var of þröngur og of lítill, bókstaflega sársaukafullur fyrir hana. „Ég hefði alveg eins getað verið með ljósmynd af kynfærunum á mér og dreift til áhorfenda, þetta var gjörsamlega fáránlegt. Í þessum búning var ég áreitt. Fyrst gerðist það að það var klipið í brjóstið á mér eftir einhverja senu, mér fannst þetta eitthvað voða óþægilegt og fór upp og talaði við mér eldri leikkonu.“ Viðbrögðin sem Saga fékk var að viðkomandi væri alltaf að klípa og svona þegar hann væri fallinn. „Ég hélt bara áfram en svo gerist það seinna í ferlinu að þessi sami maður hann klípur mig í píkuna og þetta gerist bara á fundi, gerist fyrir framan fólk.“ Sögu brá mikið en sem betur fer var bekkjarbróðir hennar úr skólanum á staðnum og veitti henni stuðning, sagði að þetta væri ekki í lagi og bauðst til að tala við einhvern um þetta ef hún vildi gera það. Erindi Sögu má sjá í klippunni að neðan en það hefst eftir um fimmtíu mínútur. Hélt að hún fengi ekki vinnu framar „Leikhúsinu til hróss var tekið ótrúlega vel á þessu máli og við gátum talað um það og það var talað við hann og ég veit ekki til þess að hann hafi unnið meira við leikhúsið.“ Þetta var þó ekki það versta, það óþægilegasta var að maðurinn gaf sig á tal við Sögu seinna og dró hana til hliðar í herbergi þar sem hún var ein með honum. „Hann var svo mikið að tala um að þetta hefði bara átt að vera fyndið grín og ég gæti ekki tekið þessu gríni og að hann ætti nú fjölskyldu og feril við þetta hús og ég gæti ekki gert honum þetta. Þarna var ég sannfærð um að ég myndi ekki fá vinnu framar, ég var svo nálægt því að biðjast afsökunar.“ Það fór þó ekki þannig. Sögu langar að fólk einbeiti sér að því að búa til einhverskonar sáttmála. „Það sem mig langar að gerist er að maður geti treyst því og geti átt samtal, þegar maður segir fyrirgefðu þú fórst yfir mörkin mín. Og það sem maður á von á er einlæg afsökunarbeiðni eða samtal.“ Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni sumarið 2015.Vísir/Andri Marinó Er eitthvað í gangi? Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segir að hún fagni umræðunni og tekur undir með Birnu Hafstein um að það verði að skoða stöðuna hér á landi. „Í ljósi allrar nýrrar umræðu þá ber okkur skylda til þess að reyna að heyra betur hvort það eru einhver mörk sem er verið að fara yfir. Við eigum ekki svona sögu eins og maður les um í Bandaríkjunum og í Svíþjóð varðandi kynferðislegt ofbeldi. Ég tel að við séum ekki að halda á svona sögum og ég hugsa að það sé smæðin, ég held að við hreinlega kæmumst ekki upp með það í smæðinni.“ Halldóra er leikkona og leikstjóri auk þess sem hún situr í stjórn Félags Íslenskra leikara. Hún segir að eðli þess sem verði fyrir einhverju sé að þegja yfir því og þess vegna sé ekki hægt að segja að hér sé ekkert í gangi. „Við verðum að hlusta. Við verðum eiginlega að spyrja, er eitthvað í gangi? Auðvitað eru viss mörk í bransanum okkar sem kalla á að það sé farið yfir þau af því að vinnan er þannig og við þurfum að skoða það. Eru leikstjórar, kennarar og þeir sem eru með völd að misnota vald sitt? Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga því að við höfum ekki svörin, við þurfum að rannsaka þetta. Þannig sé ég þetta.“ Rosalegar sögur Halldóra segir að stjórn Félags íslenskra leikara, þar sem hún er varamaður, mun funda betur um stöðu málsins á morgun en sjálf er hún spennt að hefja þetta ferli. „Við vinnum við að rannsaka manneskjur og ef við ætlum ekki að taka þessa rannsókn alvarlega, þá tökum við okkur ekki alvarlega sem sviðslistamenn eða kvikmyndagerðarfólk. Ef einhver á að vera hugrakkur og skoða þetta þá eru það við. Við höfum verið að tala um þetta og sett mörk.“ Hún segist mjög ánægð með þau viðbrögð sem hún hafi fengið á sínum vinnustað og frá sínum yfirmönnum í Borgarleikhúsinu varðandi markarleysi þegar það hafi gerst. „En ég er bara inni á einum vinnustað og við erum margir staðir og því þurfum við að tala saman, þetta eru náttúrulega rosalegar þessar sögur frá Svíþjóð og Ameríku. Þetta er birtingarmynd á afstöðu þeirra sem eru í yfirmannsstöðu gagnvart þeim sem eru valdlausari eða berskjaldaðir.“ Hún segir að hver sá sem hefur verið brotið á þurfi að velja að segja sína sögu. „Að hafa hátt er ekki bara að hafa hátt í fjölmiðlum, að hafa hátt getur líka verið að segja upphátt við aðra manneskju, hvað þú hefur gengið í gegnum eða orðið fyrir. Að hafa hátt getur verið í rými með bara tveimur.“ Tækifæri til að þroskast Halldóra telur að það hvað leiklistarsamfélagið er smátt hljóti að draga úr einhverjum að segja frá. „Við erum líka fljótari að fyrirgefa. En við tölum líka saman, við erum líka svolítið flink að tala saman um tilfinningar og mörk og við gerum það í vinnunni alla daga. Ég myndi segja að við værum frekar meðvitaðir vinnustaðir þannig að mér finnst þetta ekki vera dramatískt, mér finnst bara áhugavert að fara að skoða þetta. Mér finnst þetta tækifæri til að þroskast og til að kortleggja okkur.“ Nú þegar er farið af stað ferli til að kortleggja stöðuna hér á landi. Halldóra segir að hún hafi líka fengið símtal frá sínu leikhúsi og að þar sé líka áhugi fyrir því að taka þátt í þessu. „Ég veit líka að það er búin að vera mjög kröftug umræða niðri í Listaháskóla á sviðsdeildunum þar um kynjahlutverk, mjög djúp umræða. Þannig að við erum að ganga í takt við erfiðustu spurningarnar.“ Snjóskafl sem þarf að bræða Á sínum eigin ferli hefur Halldóra ekki orðið fyrir ofbeldi innan leikhússins en segir að hún hafi þó upplifað markaleysi. „Það hefur aldrei verið brotið á mér. Þegar ég fann fyrir markaleysi þegar ég var yngri þá kannski skilaði ég því ekki til baka en þegar ég verð eldri og veit betur þá hef ég skilað því til baka í samtali. Sagt að þetta sé ekki í boði og ég vilji ekki hafa þetta á mínu vinnusvæði, þetta er líka samtal. Við getum líka kvartað í yfirmenn okkar og þegar ég hef gert það þá hefur verið brugðist við og ég hef mætt skilningi uppi í Borgarleikhúsi.“ Hún segir að það sem snúi að sér hafi verið þannig að það hafi verið tekið mark því sem hún sagði og hlustað á það. „En á sama tíma finnst mér svo áhugavert með næstu kynslóð á eftir, ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ Halldóra segir að það sé stórkostlegt, við séum að þroskast og læra meira um mörk og meira um þennan valdastrúktúr, þetta feðraveldi sem allir beri áfram saman. „Hvernig bræðum við það? Því þetta er ákveðinn snjóskafl og þegar þú lítur til baka og byrjar að rifja upp er þetta eins og að bræða snjó til þess að sjá hverju þú hefur lent í gegnum lífið. Við erum að fá tækifæri til að bráðna. Markmiðið er ekki að sækja gömul mál, nema að það sé eitthvað sem verði að gera upp. Meira til að sjá úr hverju við erum gerð og viljum við breyta því? Viljum við slíta þessa keðju?“ Yfirmenn tóku hennar stöðu „Þegar ég horfi til baka og bræði snjóinn þá sé ég hluti og hugsa ég guð minn góður hvað var nú þetta, eitthvað sem gerðist fyrir tuttugu árum. Það hefur verið farið yfir mörkin mín en ég sit uppi með þá tilfinningu að það hefur verið farið yfir mörkin mín. Þegar einhver gerir það þá ýti ég út úr plássinu þínu af því að ég kann það, mér finnst ég vera flink í því, kannski af því að ég þurfti að læra það snemma. Þetta er það sem ungu konurnar nenna ekki að þurfa að læra, það er ástæðulaust að þær þurfi að læra þetta til að lifa af. Við vitum betur núna.“ Halldóra lýsir nýrra atviki fyrir átta til tíu árum síðan þar sem farið var yfir hennar mörk á vinnustað. „Þá gat ég skilað öllu til baka og þá var ég orðin þroskaðri og ég átti rödd. Ég held að samfélagið sé allt orðið þroskaðra.“ Hún segir að þar hafi verið um að ræða mörk sem farið var yfir og bjó til óöryggi á hennar vinnustað. Var tekið á málinu og Halldóra var sátt við málalok. „Allir mínir yfirmenn tóku mína stöðu í málinu.“ Halldóra upplifir áreitni samt ekki algenga í þessum bransa en segir þó að þetta sé misjafnt eftir vinnustöðum. „Það getur myndast ólífur vinnumórall og þá skiptir miklu máli hverjir eru yfirmenn og hvernig yfirmenn taka svona hlutum og hvað er gert til þess að uppræta svona. Yfirmenn hafa lykilstöðu hvað varðar grunngildin.“ Vita hverjir þetta eru Eftir samtöl við fleiri innan leiklistarinnar hér á landi síðustu daga segir hún að það sé ekki mikið sem sé að koma sér á óvart. „Við vitum yfirleitt og þekkjum þá sem að fara yfir mörkin. Í bransanum vitum við öll hverjir þetta eru, þetta er svo lítill heimur. Við vitum alveg hverjir eru að misbeita valdi sínu í krafti fjármagns eða valdastöðu og þá er þetta eiginlega eins og þú sért með einhvern í fjölskyldunni sem þú veist að er bully eða eitthvað þannig. Mér finnst bara magnað ef að við náum kraft til að tala upp fyrir okkur í pýramídanum og segja, þetta er ekki í boði. Þetta er mjög lítill bransi og þú ert ekki ósýnilegur í honum.“ Aðspurð hvort líkur séu á því að fólk muni stíga fram og nafngreina þessa ákveðnu einstaklinga opinberlega eins og gert hefur verið í Hollywood svarar Halldóra: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ef það er nauðsynlegt, þá gerist það. Ef það er ekki nauðsynlegt þá gerist það ekki. Sá sem verður fyrir ofbeldi, það er hans að ákveða það, ekki okkar hinna sem verðum vitni af því eða eigum ekki þátt í því. Við verðum alltaf að styðja þolandann til þess að segja söguna eins og hann vill segja hana. Það er því erfitt að tjá sig um þetta því ef það eru raunveruleg brot einhvers staðar þá þurfum við að halda á þeim sem brotið hefur verið á mjög varfærið.“ Halldóra segir að þeir sem eru innan sviðslistarinnar beri skylda til þess að skoða þetta mál á dýpra stigi. „Við erum öll að horfa til baka og bræða snjóinn, sjá hvað kemur upp. Mér finnst það mjög falleg mynd.“