Vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 10:15 Kvikmyndagerðarmennirnir Guðbergur og Konráð leggja sig fram um að gefa sem réttasta mynd af lífi setuliðsins hér á landi. Vísir/Eyþór Árnason Við erum þrír sem unnum að myndinni, meira og minna, Konráð Gylfason, Friðþór Eydal og ég. Við vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri,“ segir Guðbergur Davíðsson tökumaður nýrrar heimildarmyndar um veru bandaríska hersins á Íslandi sem frumsýnd verður í Bíói Paradís í kvöld klukkan 19. „Guðbergur segir þá Konráð hafa séð um allt sem snýr að kvikmyndagerðinni og svo hafi þeir þremenningar hjálpast að með handritið. „Friðþór er með fróðustu mönnum um allt sem snýr að hernaðarbröltinu, þannig að við erum með réttar flugvélar á réttum stað og allt eins nákvæmt og vandað og hægt er,“ tekur Guðbergur fram. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki í varnaráætlunum bandalagsríkja NATO í norðurhöfum og herstöðin í Keflavík var í áratugi miðstöð kafbátaleitar og loftvarnaviðbúnaðar. Herliðið hafði aðsetur á landinu í 55 ár, frá 1951 til 2006 og var staðsett í afgirtri herstöð við Keflavíkurflugvöll. Úr myndinni. Ungir menn voru sendir til Íslands í hálfgerða einangrun.En var eitthvað sem kom Guðbergi á óvart þegar hann fór að kafa í heimildirnar? „Já, hvað starfsemi varnarliðsins var gríðarlega umfangsmikil og hvað hún hafði mikil áhrif á líf og menningu landsmanna, enda var dvölin mikið þrætuepli þjóðarinnar. Ég held að fáir hafi fyllilega gert sér grein fyrir hlutverki hersins.“ Guðbergur er fæddur 1956 og man hluta þess tímabils sem herinn var hér. „Ég var á móti her í landinu og gæti trúað að við höfum verið í meiri hættu af því að hann var hér þegar kalda stríðið var upp á sitt versta. Þó var ég ekkert of upptekinn af þeim hugsunum í uppvextinum en man vel eftir því þegar almannavarnaflauturnar glumdu hér á þriggja mánaða fresti og svo voru leiðbeiningar um kjarnorkuvá í símaskránni lengi.“ Hvernig gekk ykkur að smala saman myndefninu? „Það gekk í sjálfu sér vel en það var tímafrekt því við þurftum að fá það víða að. Leituðum í öllum söfnum sem okkur duttu í hug, bæði innan lands og utan. Friðþór vann sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins um árabil og samskiptin við bandaríska herinn voru í gegnum hann. Þannig komumst við inn í öll söfn í Bandaríkjunum og þar er búið að gramsa í öllu sem hægt er að gramsa í. Við erum því með mikið af áður óbirtu myndefni.“ Úr myndinni. Orrustuþotur á flugi voru dagleg sjón á Íslandi árum saman.Myndin er 88 mínútur að lengd og í henni er meðal annars rætt við fyrrverandi liðsmenn og íslenska starfsmenn varnarliðsins. Spurður hvort þeir félagar fari eitthvað ofan í ástamál eða önnur persónuleg mál, svarar Guðbergur: „Við erum með nokkrar sögur, ekki kannski mikið um ástamál, en þó kemur ýmislegt fram um samskipti hermanna og Íslendinga, bæði á menningar-og félagslegu sviði. Þetta er löng saga og hún er ekki eins á öllum tímabilum. Fyrst voru hermennirnir mest einhleypir strákar í verkamannavinnu, þeir voru mjög einangraðir og fengu bara að fara út af svæðinu á Miðnesheiði á miðvikudögum. Seinna fluttu fjölskyldur á svæðið, það fór lítið fyrir þeim en þær nutu meira frelsis en herinn gerði í upphafi. Við minnumst líka aðeins á radarstöðvarnar úti á landi og sýnum mest frá þeirri sem var á Hornströndum. Meiri gat nú einangrunin varla orðið en þar.“ Þulur myndarinnar er Sigurþór Heimisson leikari. Framleiðandi er Ljósop ehf. og meðframleiðandi KAM film. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við erum þrír sem unnum að myndinni, meira og minna, Konráð Gylfason, Friðþór Eydal og ég. Við vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri,“ segir Guðbergur Davíðsson tökumaður nýrrar heimildarmyndar um veru bandaríska hersins á Íslandi sem frumsýnd verður í Bíói Paradís í kvöld klukkan 19. „Guðbergur segir þá Konráð hafa séð um allt sem snýr að kvikmyndagerðinni og svo hafi þeir þremenningar hjálpast að með handritið. „Friðþór er með fróðustu mönnum um allt sem snýr að hernaðarbröltinu, þannig að við erum með réttar flugvélar á réttum stað og allt eins nákvæmt og vandað og hægt er,“ tekur Guðbergur fram. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki í varnaráætlunum bandalagsríkja NATO í norðurhöfum og herstöðin í Keflavík var í áratugi miðstöð kafbátaleitar og loftvarnaviðbúnaðar. Herliðið hafði aðsetur á landinu í 55 ár, frá 1951 til 2006 og var staðsett í afgirtri herstöð við Keflavíkurflugvöll. Úr myndinni. Ungir menn voru sendir til Íslands í hálfgerða einangrun.En var eitthvað sem kom Guðbergi á óvart þegar hann fór að kafa í heimildirnar? „Já, hvað starfsemi varnarliðsins var gríðarlega umfangsmikil og hvað hún hafði mikil áhrif á líf og menningu landsmanna, enda var dvölin mikið þrætuepli þjóðarinnar. Ég held að fáir hafi fyllilega gert sér grein fyrir hlutverki hersins.“ Guðbergur er fæddur 1956 og man hluta þess tímabils sem herinn var hér. „Ég var á móti her í landinu og gæti trúað að við höfum verið í meiri hættu af því að hann var hér þegar kalda stríðið var upp á sitt versta. Þó var ég ekkert of upptekinn af þeim hugsunum í uppvextinum en man vel eftir því þegar almannavarnaflauturnar glumdu hér á þriggja mánaða fresti og svo voru leiðbeiningar um kjarnorkuvá í símaskránni lengi.“ Hvernig gekk ykkur að smala saman myndefninu? „Það gekk í sjálfu sér vel en það var tímafrekt því við þurftum að fá það víða að. Leituðum í öllum söfnum sem okkur duttu í hug, bæði innan lands og utan. Friðþór vann sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins um árabil og samskiptin við bandaríska herinn voru í gegnum hann. Þannig komumst við inn í öll söfn í Bandaríkjunum og þar er búið að gramsa í öllu sem hægt er að gramsa í. Við erum því með mikið af áður óbirtu myndefni.“ Úr myndinni. Orrustuþotur á flugi voru dagleg sjón á Íslandi árum saman.Myndin er 88 mínútur að lengd og í henni er meðal annars rætt við fyrrverandi liðsmenn og íslenska starfsmenn varnarliðsins. Spurður hvort þeir félagar fari eitthvað ofan í ástamál eða önnur persónuleg mál, svarar Guðbergur: „Við erum með nokkrar sögur, ekki kannski mikið um ástamál, en þó kemur ýmislegt fram um samskipti hermanna og Íslendinga, bæði á menningar-og félagslegu sviði. Þetta er löng saga og hún er ekki eins á öllum tímabilum. Fyrst voru hermennirnir mest einhleypir strákar í verkamannavinnu, þeir voru mjög einangraðir og fengu bara að fara út af svæðinu á Miðnesheiði á miðvikudögum. Seinna fluttu fjölskyldur á svæðið, það fór lítið fyrir þeim en þær nutu meira frelsis en herinn gerði í upphafi. Við minnumst líka aðeins á radarstöðvarnar úti á landi og sýnum mest frá þeirri sem var á Hornströndum. Meiri gat nú einangrunin varla orðið en þar.“ Þulur myndarinnar er Sigurþór Heimisson leikari. Framleiðandi er Ljósop ehf. og meðframleiðandi KAM film.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira