Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 12:00 Guðrún Einarsdóttir, myndlistarkona á sýningu sinni Málverkið í Gallerí Grótta. Mynd/Kristín Arnþórsdóttir Eftir að ég lauk námi frá málaradeildinni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 þá fór ég og tók eitt viðbótarár í fjöltæknideildinni af því að mér fannst að það vantaði eitthvað og ég hef aldrei séð eftir því,“ segir Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona. Síðastliðin fimmtudag opnaði Guðrún sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni Málverk en þar sýnir hún ný verk sem bera vel höfundareinkenni Guðrúnar, ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Guðrún segir að þetta fimmta ár í myndlistarnámi innan fjöltæknideildar hafi gefið henni annan fókus en málaradeildin sem hafi þó líka reynst henni vel. „Það var líka innan fjöltæknideildarinnar að áhuginn á efninu sjálfu kviknaði og ég er því þakklát fyrir að hafa látið af þessu verða.“ Guðrún sem hefur alla tíð unnið með málverkið sem sinn miðil bendir á að það sé í raun ekki með hefðbundinni nálgun. „Ég vinn ekki hefðbundið málverk vegna þess að ég nálgast þetta með öðrum hætti. Næstu sex ár eftir útskrift vann ég til að mynda alfarið einlit verk, ýmist svört eða hvít, landslagverk. Með þessu var ég að fókusera á efnið og skoða virkni þess. Með því að nota einvörðungu svart eða hvítt þá verður ljósið jafnframt mjög mikilvægur þáttur í hverju verki fyrir sig. Á þessum tíma fannst mér gaman að vinna með málverkið vegna þess að ég var í senn að skoða það og möguleika þess. Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn til þess að skoða málverkið og möguleika þess til fulls.“ Guðrún segir að eftir þetta sex ára tímabil hafi hún svo hægt og rólega byrjað að taka liti inn í verk sín að nýju. „Þá fór ég að taka inn einn og einn lit en það skipti mig miklu máli að hann hefði skýran og ákveðinn tilgang. Undanfarin ár, held að það hafi verið eftir hrun þegar maður hafði nógan tíma, þá fór ég enn þá lengra og byrjaði að skoða hvert efni fyrir sig. Það er í mér sterk þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja það sem ég er að gera. Þá fór ég að gera svokallað efnislandslag. Málverk þar sem ég er að skoða virkni efnisins og möguleika og ég er í raun í þessu ferli núna þar sem blöndurnar skapa yfirborðið þó svo það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Þetta er hæg unnið í þessu ferli og ég þarf að vera þolinmóð. Bæði er það vinnslan sjálf og þornunin sem taka sinn tíma. Ég vinn þetta í törnum og þegar ég er búin með ferlið þá tekur þornunartíminn við og það tekur upp undir ár – hefur reyndar tekið þrjú ár.“ Guðrún segist sækja sér innblástur í náttúruna og að til þess geri hún talsvert að því að taka ljósmyndir en það er til skoðunar og innblásturs. „Náttúran okkar og víðernin eru auðvitað einstök. Ég fór til að mynda í tvær hálendisgöngur inn á Kárahnjúka áður en svæðinu var sökkt og tók fullt af ljósmyndum og þarna er fjársjóðurinn. Þetta er það besta sem er hægt að komast í, þetta ósnerta land.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eftir að ég lauk námi frá málaradeildinni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 þá fór ég og tók eitt viðbótarár í fjöltæknideildinni af því að mér fannst að það vantaði eitthvað og ég hef aldrei séð eftir því,“ segir Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona. Síðastliðin fimmtudag opnaði Guðrún sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni Málverk en þar sýnir hún ný verk sem bera vel höfundareinkenni Guðrúnar, ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Guðrún segir að þetta fimmta ár í myndlistarnámi innan fjöltæknideildar hafi gefið henni annan fókus en málaradeildin sem hafi þó líka reynst henni vel. „Það var líka innan fjöltæknideildarinnar að áhuginn á efninu sjálfu kviknaði og ég er því þakklát fyrir að hafa látið af þessu verða.“ Guðrún sem hefur alla tíð unnið með málverkið sem sinn miðil bendir á að það sé í raun ekki með hefðbundinni nálgun. „Ég vinn ekki hefðbundið málverk vegna þess að ég nálgast þetta með öðrum hætti. Næstu sex ár eftir útskrift vann ég til að mynda alfarið einlit verk, ýmist svört eða hvít, landslagverk. Með þessu var ég að fókusera á efnið og skoða virkni þess. Með því að nota einvörðungu svart eða hvítt þá verður ljósið jafnframt mjög mikilvægur þáttur í hverju verki fyrir sig. Á þessum tíma fannst mér gaman að vinna með málverkið vegna þess að ég var í senn að skoða það og möguleika þess. Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn til þess að skoða málverkið og möguleika þess til fulls.“ Guðrún segir að eftir þetta sex ára tímabil hafi hún svo hægt og rólega byrjað að taka liti inn í verk sín að nýju. „Þá fór ég að taka inn einn og einn lit en það skipti mig miklu máli að hann hefði skýran og ákveðinn tilgang. Undanfarin ár, held að það hafi verið eftir hrun þegar maður hafði nógan tíma, þá fór ég enn þá lengra og byrjaði að skoða hvert efni fyrir sig. Það er í mér sterk þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja það sem ég er að gera. Þá fór ég að gera svokallað efnislandslag. Málverk þar sem ég er að skoða virkni efnisins og möguleika og ég er í raun í þessu ferli núna þar sem blöndurnar skapa yfirborðið þó svo það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Þetta er hæg unnið í þessu ferli og ég þarf að vera þolinmóð. Bæði er það vinnslan sjálf og þornunin sem taka sinn tíma. Ég vinn þetta í törnum og þegar ég er búin með ferlið þá tekur þornunartíminn við og það tekur upp undir ár – hefur reyndar tekið þrjú ár.“ Guðrún segist sækja sér innblástur í náttúruna og að til þess geri hún talsvert að því að taka ljósmyndir en það er til skoðunar og innblásturs. „Náttúran okkar og víðernin eru auðvitað einstök. Ég fór til að mynda í tvær hálendisgöngur inn á Kárahnjúka áður en svæðinu var sökkt og tók fullt af ljósmyndum og þarna er fjársjóðurinn. Þetta er það besta sem er hægt að komast í, þetta ósnerta land.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira