Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Vigdís Ingvadóttir var fædd árið 1864 og lést 92 ára gömul á næst síðasta degi jóla í janúar 1957. „Það er ekkert á leiðinu hennar og hefur aldrei verið, ekki trékross einu sinni,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir hóp sex kvenna úr Mýrdal sem eru að safnan fyrir legsteini á leiði förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Skeiðflatarkirkjugarði. Vigga gamla eins og Vigdís var kölluð fæddist 1864 í Norður Hvammi í Mýrdal. Hún var lögð í einelti á sínu eigin heimili og lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul og var förukona þar til hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Vigga ólst upp í systkinahópi í Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var hún höfð útundan og án þess að ég hafi ábyrgar heimildir fyrir því hef ég heyrt að pabbi hennar hafi verið henni ekki góður,“ segir Jóna um ástæður þess að Vigdís lagði kornung í flakk. „Hún virtist hafa mikla ánægju af því og fékk að halda því áfram alla ævina.“Vigga gamla í túlkun listakonunnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur.Vigdísi flakkaði mest milli bæja í Mýrdal en lagði leið sína líka í austurhluta Rangárvallarsýslu. Þótt hún hafi verið nokkuð föst við bæinn Hvol síðustu áratugi ævi sinnar hélt hún áfram flakki fram níræðisaldur. „Vigga heimsótti nánast hvern einasta bæ og var alltaf velkomin alls staðar,“ segir Jóna sem kveður Viggu gömlu alls ekki hafa lagt fyrir sig að bera sögur milli bæja.Jóna Sigríður Jónsdóttir.„Það eina sem hún bað um og gladdi hana mjög var ef það var rétt að henni einhver tuska eða tölur, ullarlagður eða bandhnykill sem hún notaði til að skreyta fötin sín. Hún var nefnilega mjög sérstæð í útliti vegna þess að hún klæddi sig í svo litsterk föt og hún sást langar leiðir að því hún glitraði hreinlega,“ lýsir Jóna sem í æsku sinni náði að kynnast Viggu eins og hinar konurnar í hópnum sem ættaðar eru úr Dyrhólahverfi og vilja nú að gömlu förukonunnar sé minnst á sómasamlegan hátt. „Þá var skólinn í Litla-Hvammi og hún kom oft í skólann og fékk að líta yfir hópinn. Sjálf var hún aldrei í skóla,“ segir Jóna sem kveður vísbendingar um að Vigga hafi verið ólæs. „En hún var vel gefin, kunni mikið af ljóðum utan að og var mjög hnyttin í tilsvörum.“ Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að styrkja legsteininn fyrir Vigdísi með 50 þúsund krónum. Aðspurð segir Jóna enn vanta nokkuð upp á fyrir kostnaði. „Okkur langar svolítið til að þetta geti orðið táknrænt fyrir hana,“ segir Jóna sem 2011 hélt myndlistarsýningu tileinkaða Viggu í Byggðasafninu í Skógum og skrifaði í bréfið þar sem óskað er eftir styrk frá Mýrdalshreppi og færir þar rök fyrir því að Vigdísi verði sýndur þessi virðingarvottur. „Hún var þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi einn eftirminnilegasti Mýrdælingur sem uppi var á síðustu öld.“Menjar á sálinni „Vigga var alin upp í mikilli fátækt og við alls konar harðrétti, enda hefur hún borið þess menjar alla sína löngu ævi, bæði að því er snertir líkamsatgjörvi, og ekki síður hefur það orðið afdrifaríkt fyrir sálarlíf hennar. Hún mun fljótt hafa verið einna minnst metin á heimilinu,“ segir í umfjöllun um Vigdísi Ingvadóttur í tímaritinu Samvinnu árið 1956, skömmu áður en hún lést. „Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérkennilegasta kona, sem Mýrdalurinn hefur alið síðustu hundrað árin, og þó að víðar væri leitað.“Magnús Finnbogason í Samvinnunni 1. desember 1956. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
„Það er ekkert á leiðinu hennar og hefur aldrei verið, ekki trékross einu sinni,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir hóp sex kvenna úr Mýrdal sem eru að safnan fyrir legsteini á leiði förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Skeiðflatarkirkjugarði. Vigga gamla eins og Vigdís var kölluð fæddist 1864 í Norður Hvammi í Mýrdal. Hún var lögð í einelti á sínu eigin heimili og lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul og var förukona þar til hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Vigga ólst upp í systkinahópi í Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var hún höfð útundan og án þess að ég hafi ábyrgar heimildir fyrir því hef ég heyrt að pabbi hennar hafi verið henni ekki góður,“ segir Jóna um ástæður þess að Vigdís lagði kornung í flakk. „Hún virtist hafa mikla ánægju af því og fékk að halda því áfram alla ævina.“Vigga gamla í túlkun listakonunnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur.Vigdísi flakkaði mest milli bæja í Mýrdal en lagði leið sína líka í austurhluta Rangárvallarsýslu. Þótt hún hafi verið nokkuð föst við bæinn Hvol síðustu áratugi ævi sinnar hélt hún áfram flakki fram níræðisaldur. „Vigga heimsótti nánast hvern einasta bæ og var alltaf velkomin alls staðar,“ segir Jóna sem kveður Viggu gömlu alls ekki hafa lagt fyrir sig að bera sögur milli bæja.Jóna Sigríður Jónsdóttir.„Það eina sem hún bað um og gladdi hana mjög var ef það var rétt að henni einhver tuska eða tölur, ullarlagður eða bandhnykill sem hún notaði til að skreyta fötin sín. Hún var nefnilega mjög sérstæð í útliti vegna þess að hún klæddi sig í svo litsterk föt og hún sást langar leiðir að því hún glitraði hreinlega,“ lýsir Jóna sem í æsku sinni náði að kynnast Viggu eins og hinar konurnar í hópnum sem ættaðar eru úr Dyrhólahverfi og vilja nú að gömlu förukonunnar sé minnst á sómasamlegan hátt. „Þá var skólinn í Litla-Hvammi og hún kom oft í skólann og fékk að líta yfir hópinn. Sjálf var hún aldrei í skóla,“ segir Jóna sem kveður vísbendingar um að Vigga hafi verið ólæs. „En hún var vel gefin, kunni mikið af ljóðum utan að og var mjög hnyttin í tilsvörum.“ Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að styrkja legsteininn fyrir Vigdísi með 50 þúsund krónum. Aðspurð segir Jóna enn vanta nokkuð upp á fyrir kostnaði. „Okkur langar svolítið til að þetta geti orðið táknrænt fyrir hana,“ segir Jóna sem 2011 hélt myndlistarsýningu tileinkaða Viggu í Byggðasafninu í Skógum og skrifaði í bréfið þar sem óskað er eftir styrk frá Mýrdalshreppi og færir þar rök fyrir því að Vigdísi verði sýndur þessi virðingarvottur. „Hún var þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi einn eftirminnilegasti Mýrdælingur sem uppi var á síðustu öld.“Menjar á sálinni „Vigga var alin upp í mikilli fátækt og við alls konar harðrétti, enda hefur hún borið þess menjar alla sína löngu ævi, bæði að því er snertir líkamsatgjörvi, og ekki síður hefur það orðið afdrifaríkt fyrir sálarlíf hennar. Hún mun fljótt hafa verið einna minnst metin á heimilinu,“ segir í umfjöllun um Vigdísi Ingvadóttur í tímaritinu Samvinnu árið 1956, skömmu áður en hún lést. „Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérkennilegasta kona, sem Mýrdalurinn hefur alið síðustu hundrað árin, og þó að víðar væri leitað.“Magnús Finnbogason í Samvinnunni 1. desember 1956.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira