Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 10:15 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður félagsins. Vísir Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Ágúst Arnar segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögu meftir að honum lýkur. „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst í tilkynningu.Ágúst Arnar Ágústsson er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra.Mynd/Úr einkasafniFyrr í dag barst tilkynning frá öldungaráði Zúista, þar sem það hvatti alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Öldungaráðið skipa þeir sem tóku félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfleaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Ágúst Arnar segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögu meftir að honum lýkur. „Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Zuism hefur nú þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa. Félagið styrkti einnig neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi í fyrradag og mun halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári,“ segir Ágúst í tilkynningu.Ágúst Arnar Ágústsson er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra.Mynd/Úr einkasafniFyrr í dag barst tilkynning frá öldungaráði Zúista, þar sem það hvatti alla meðlimi félagsins til að skrá sig úr félaginu fyrir 1. desember. Öldungaráðið skipa þeir sem tóku félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfleaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03
Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00