Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2017 21:54 Svavar Gestsson á Staðarhóli í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34