Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Heimir Guðjósson, kóngurinn í Krikanum til áraraða, mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. Vísir/Ernir „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira