Sigurður Ingi með trompin á hendi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í gær. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira