Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 15:21 Kia Stinger er gullfallegur á að líta, enda ekki á öðru von úr smiðju Peter Schreyer. Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi Grand Tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins. Bíllinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og vakti þá gríðarlega mikla athygli. Kia tók þá næsta skref og frumsýndi hann fullmótaðan á bílasýningunni í Detroit í vor og nú er hann kominn með miklum tilþrifum til Evrópu, en Ísland er eitt fyrsta landið til að frumsýna bílinn. Hönnunin á Kia Stinger var í höndum Peter Schreyer, yfirhönnuðar og eins af forstjórum Kia Motors, sem hefur undanfarin ár unnið til fjölda eftirsóttra hönnunarverðlauna fyrir bíla. Albert Biermann sá um aksturseiginleikahluta bílsins. Biermann kom frá BMW árið 2014 eftir 30 ár í starfi þar og er mjög virtur í bílaheiminum. Kia Stinger er mjög aflmikill og hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 370 hestöflum og togið er 510 Nm. Kia Stinger GT er aðeins 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 269 km/klst. Bíllinn er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. Bíllinn er einnig í boði með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum og fer þá á 7,6 sekúndum úr kyrrstöðu í hundraðið. Kia Stinger er hinn glæsilegasti í hönnun bæði að utan og innan og sportlegar línur hans eru áberandi. Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Innanrýmið er mjög vandað og vel hannað en þar var hvergi til sparað. Stór snertiskjár er áberandi og býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Nappa leðuráklæði á sætum og Harman Kardon hljómkerfi auka enn á lúxusinn. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturseiginleika bílsins sem allra besta og er hann búinn fullkomnu MacPherson fjöðrunarkerfi að framan og aftan sem og Brembo diskahemlum. Hann er þá með fullkomna 8 gíra sjálfskiptingu og fimm akstursstillingum sem hægt er að velja um til að gera aksturinn enn betri. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi Grand Tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins. Bíllinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og vakti þá gríðarlega mikla athygli. Kia tók þá næsta skref og frumsýndi hann fullmótaðan á bílasýningunni í Detroit í vor og nú er hann kominn með miklum tilþrifum til Evrópu, en Ísland er eitt fyrsta landið til að frumsýna bílinn. Hönnunin á Kia Stinger var í höndum Peter Schreyer, yfirhönnuðar og eins af forstjórum Kia Motors, sem hefur undanfarin ár unnið til fjölda eftirsóttra hönnunarverðlauna fyrir bíla. Albert Biermann sá um aksturseiginleikahluta bílsins. Biermann kom frá BMW árið 2014 eftir 30 ár í starfi þar og er mjög virtur í bílaheiminum. Kia Stinger er mjög aflmikill og hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 370 hestöflum og togið er 510 Nm. Kia Stinger GT er aðeins 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 269 km/klst. Bíllinn er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. Bíllinn er einnig í boði með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum og fer þá á 7,6 sekúndum úr kyrrstöðu í hundraðið. Kia Stinger er hinn glæsilegasti í hönnun bæði að utan og innan og sportlegar línur hans eru áberandi. Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Innanrýmið er mjög vandað og vel hannað en þar var hvergi til sparað. Stór snertiskjár er áberandi og býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Nappa leðuráklæði á sætum og Harman Kardon hljómkerfi auka enn á lúxusinn. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturseiginleika bílsins sem allra besta og er hann búinn fullkomnu MacPherson fjöðrunarkerfi að framan og aftan sem og Brembo diskahemlum. Hann er þá með fullkomna 8 gíra sjálfskiptingu og fimm akstursstillingum sem hægt er að velja um til að gera aksturinn enn betri.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent