Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 19:38 Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október. Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október.
Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58