Þarf að fara til útlanda til að læra tæknina Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 10:15 Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí og verk eftir hana má sjá á vefnum www.yrurari.com. vísir/ernir „Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira