Bætt lífsgæði með aðstoð íslensku hvannarinnar SagaMedica kynnir: 24. október 2017 13:30 Ingibjörg segir að markmið SagaMedica sé að bæta lífsgæði fólks. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Þekkingarfyrirtækið SagaMedica er leiðandi afl í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2000, en upphafið má rekja til rannsókna Dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, lífefnafræðings og fyrrum rektors Háskóla Íslands. SagaMedica sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á hágæða náttúruvörum úr þeim. Fyrirtækið selur vörur sínar bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. ,,Íslenska ætihvönnin er uppistaðan í vörum SagaMedica, en mismunandi hlutar plöntunnar innihalda efni með ólíka lífvirkni,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica. „Hvönnin hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, því hún hefur verið talin afar mikilvirk lækningajurt allt frá landnámstíð.“Fælir flensuna burt„Sérfræðingar fyrirtækisins eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífsgæðum. Það er okkar markmið að létta fólki lífið,“ segir Ingibjörg. SagaVita (áður Angelica) jurtaveigin er fyrsta varan sem sett var á markað hjá SagaMedica. „SagaVita er unnið úr hvannarfræjum og afurðin inniheldur fjölmörg lífvirk efni,“ segir Ingibjörg. „SagaVita er talin hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Margir taka því SagaVita á haustin til að verjast kvefi og flensu. Einnig hefur SagaVita þótt gagnast þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og gefa aukinn kraft og framtakssemi.“ SagaVita er bæði fáanlegt í töflu- og vökvaformi.Íslenska röddin sívinsæl „Í gegnum árin hefur SagaMedica útvíkkað vörulínuna jafnt og þétt og höfum við nýlega tekið í gegn og sett á markað nýjar umbúðir og tegundir fyrir Voxis hálstöflurnar,“ segir Ingibjörg. „Þessar umbúðabreytingar eru í takt við þær breytingar sem gerðar voru á umbúðum annarra vörutegunda á síðasta ári. Voxis hálstöflurnar eru nú jafnframt fáanlegur sykurlausar og sykurlausar með engifer.“ „Voxis hálstöflurnar eru vinsælustu hálstöflur landsins samkvæmt síðustu mælingum (Nielsen tölur, september, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðar og henta öllum aldurshópum,“ segir Ingibjörg. „Eins og aðrar vörur SagaMedica eru Voxis töflurnar framleiddar úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól og eucalyptus. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd, en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er svo landskóði Íslands.“Greinin er unnin í samvinnu með SagaMedica. Aðrar vörur frá SagaMedica eru SagaPro og SagaMemo og eru allar vörur fáanlegar í helstu apótekum, heilsubúðum, matvöruverslunum og á vef þeirra, SagaMedica.is. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Þekkingarfyrirtækið SagaMedica er leiðandi afl í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2000, en upphafið má rekja til rannsókna Dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, lífefnafræðings og fyrrum rektors Háskóla Íslands. SagaMedica sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á hágæða náttúruvörum úr þeim. Fyrirtækið selur vörur sínar bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. ,,Íslenska ætihvönnin er uppistaðan í vörum SagaMedica, en mismunandi hlutar plöntunnar innihalda efni með ólíka lífvirkni,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica. „Hvönnin hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, því hún hefur verið talin afar mikilvirk lækningajurt allt frá landnámstíð.“Fælir flensuna burt„Sérfræðingar fyrirtækisins eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífsgæðum. Það er okkar markmið að létta fólki lífið,“ segir Ingibjörg. SagaVita (áður Angelica) jurtaveigin er fyrsta varan sem sett var á markað hjá SagaMedica. „SagaVita er unnið úr hvannarfræjum og afurðin inniheldur fjölmörg lífvirk efni,“ segir Ingibjörg. „SagaVita er talin hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Margir taka því SagaVita á haustin til að verjast kvefi og flensu. Einnig hefur SagaVita þótt gagnast þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og gefa aukinn kraft og framtakssemi.“ SagaVita er bæði fáanlegt í töflu- og vökvaformi.Íslenska röddin sívinsæl „Í gegnum árin hefur SagaMedica útvíkkað vörulínuna jafnt og þétt og höfum við nýlega tekið í gegn og sett á markað nýjar umbúðir og tegundir fyrir Voxis hálstöflurnar,“ segir Ingibjörg. „Þessar umbúðabreytingar eru í takt við þær breytingar sem gerðar voru á umbúðum annarra vörutegunda á síðasta ári. Voxis hálstöflurnar eru nú jafnframt fáanlegur sykurlausar og sykurlausar með engifer.“ „Voxis hálstöflurnar eru vinsælustu hálstöflur landsins samkvæmt síðustu mælingum (Nielsen tölur, september, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðar og henta öllum aldurshópum,“ segir Ingibjörg. „Eins og aðrar vörur SagaMedica eru Voxis töflurnar framleiddar úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól og eucalyptus. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd, en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er svo landskóði Íslands.“Greinin er unnin í samvinnu með SagaMedica. Aðrar vörur frá SagaMedica eru SagaPro og SagaMemo og eru allar vörur fáanlegar í helstu apótekum, heilsubúðum, matvöruverslunum og á vef þeirra, SagaMedica.is.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira