Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 05:00 Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan. Vísir/GVA Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira