Ort um hafið sem aldrei sefur Helga Birgisdóttir skrifar 19. október 2017 11:00 Bækur Hreistur Bubbi Morthens Mál og menning Prentun: Oddi Kápuhönnun: Alexandra Buhl Hin hæfileikaríka Alexandra Buhl leikur sér að bláum, rauðum og hvítum lit á kápu nýjustu ljóðabókar Bubba Morthens, Hreistri. Þar gefur að líta bæði óljósar og greinilegar bugður sem geta táknað öldur, fiska, hreistur, fjöll eða mögulega snjó sem lauma sér svo inn á síður bókarinnar. Um allt þetta, og ýmislegt til, yrkir Bubbi. Bubbavinir eiga von á góðu í 69 melódískum ljóðum sem fjalla um lífið á sjó, við færibandið, í verbúðinni og sjálfu þorpinu. Hann minnir lesendur á orð Jóns úr Vör í upphafi bókar: „... en þorpið fer með þér alla leið“ og ítrekar þannig að enginn getur sagt skilið við upprunann. Hann yrkir um fólkið sem býr í þorpinu og þá sem þangað koma og það kveður við kunnugleg stef. Lesendur kannast við línu og línu og finnst þeir kannski hafa lesið ljóðin áður, jafnvel heyrt þau eða sungið því Bubbi yrkir ekki aðeins um uppruna fólksins í landinu – hreistrið sem umlykur okkur öll – heldur sinn eigin uppruna og vísar hvað eftir annað í lög sín, svo sem Stál og hníf og Kyrrlátt kvöld, en einnig vísur og texta eftir aðra, svo sem Vatnsenda-Rósu. Það er eitthvað einlægt við þessar vísanir í texta sem hafa ugglaust verið sungnir í hverju plássi hér á landi. Bubbi á þó ekki einn tónlistina í Hreistri því þar liðast tónar frá The Stranglers og Led Zeppelin um síðurnar, svo dæmi séu nefnd. Það er hrynjandi og taktur í þessum ljóðum þrátt fyrir að þau teljist seint til hefðbundins kveðskapar. Hvert ljóð eltir annað svo úr verður saga sem er í senn raunsæ og rómantísk en stundum eilítið klisjukennd. Við lesum um „hreisturhirðingjana“ sem koma að sunnan og hafa aldrei upplifað svona veður, strákana sem hafa aldrei áður migið í saltan sjó, lífið við færibandið, á sjónum og lífið í sjálfu þorpinu og þetta er svolítið töff, allt saman, en eru þarna „fjórtán herbergi fimmtíu og sex sálir“ og sjálf verbúðin „lyktaði af fiski brundi slori rakspíra / ilmvatni táfýlu svita ákavíti brennivíni vokda“. Bubba tekst best upp þegar hann yrkir um gallabuxnaklædda stráka í hermannajökkum en á líka góða spretti í ljóðum sem fjalla um strit og púl, kvíða, ótta og jafnvel dauða. Stundum virðist þetta engan enda taka því það er „sama hversu marga hnífurinn opnaði kösin skreið áfram / kaldir og sleipir komu stanslaust ... hversu mörgum fiskum / er hægt að gera að án þess að missa vitið“. Þorpið má svo þola snjófljóð, óveður og skipaskaða og þó svo líkkistan komi „úr hvítri þokunni“ þá rennur fyrr en varði „saltur sjór um æðar“ og synirnir verða sjómenn „áður en mæður fá rönd við reist“. Um allt þetta er ort en það styttir upp á milli, sem betur fer, þegar „draumar risu uppúr gljúpri mold hugans“, sólin skín og ástin fær líka sitt pláss. Lífið í þorpinu er engu að síður að lognast út af og suma dreymir um frelsi og þessi „ég“ sem lesendur fylgjast með frá fyrstu síðu biður undir lokin grágæsamóður að ljá sér vængi, svo hann geti flogið og öðlast frelsi.Niðurstaða: Hreistur er vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens sem hefur engu gleymt frá verbúðalífinu en töluvert lært. Bókmenntir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bækur Hreistur Bubbi Morthens Mál og menning Prentun: Oddi Kápuhönnun: Alexandra Buhl Hin hæfileikaríka Alexandra Buhl leikur sér að bláum, rauðum og hvítum lit á kápu nýjustu ljóðabókar Bubba Morthens, Hreistri. Þar gefur að líta bæði óljósar og greinilegar bugður sem geta táknað öldur, fiska, hreistur, fjöll eða mögulega snjó sem lauma sér svo inn á síður bókarinnar. Um allt þetta, og ýmislegt til, yrkir Bubbi. Bubbavinir eiga von á góðu í 69 melódískum ljóðum sem fjalla um lífið á sjó, við færibandið, í verbúðinni og sjálfu þorpinu. Hann minnir lesendur á orð Jóns úr Vör í upphafi bókar: „... en þorpið fer með þér alla leið“ og ítrekar þannig að enginn getur sagt skilið við upprunann. Hann yrkir um fólkið sem býr í þorpinu og þá sem þangað koma og það kveður við kunnugleg stef. Lesendur kannast við línu og línu og finnst þeir kannski hafa lesið ljóðin áður, jafnvel heyrt þau eða sungið því Bubbi yrkir ekki aðeins um uppruna fólksins í landinu – hreistrið sem umlykur okkur öll – heldur sinn eigin uppruna og vísar hvað eftir annað í lög sín, svo sem Stál og hníf og Kyrrlátt kvöld, en einnig vísur og texta eftir aðra, svo sem Vatnsenda-Rósu. Það er eitthvað einlægt við þessar vísanir í texta sem hafa ugglaust verið sungnir í hverju plássi hér á landi. Bubbi á þó ekki einn tónlistina í Hreistri því þar liðast tónar frá The Stranglers og Led Zeppelin um síðurnar, svo dæmi séu nefnd. Það er hrynjandi og taktur í þessum ljóðum þrátt fyrir að þau teljist seint til hefðbundins kveðskapar. Hvert ljóð eltir annað svo úr verður saga sem er í senn raunsæ og rómantísk en stundum eilítið klisjukennd. Við lesum um „hreisturhirðingjana“ sem koma að sunnan og hafa aldrei upplifað svona veður, strákana sem hafa aldrei áður migið í saltan sjó, lífið við færibandið, á sjónum og lífið í sjálfu þorpinu og þetta er svolítið töff, allt saman, en eru þarna „fjórtán herbergi fimmtíu og sex sálir“ og sjálf verbúðin „lyktaði af fiski brundi slori rakspíra / ilmvatni táfýlu svita ákavíti brennivíni vokda“. Bubba tekst best upp þegar hann yrkir um gallabuxnaklædda stráka í hermannajökkum en á líka góða spretti í ljóðum sem fjalla um strit og púl, kvíða, ótta og jafnvel dauða. Stundum virðist þetta engan enda taka því það er „sama hversu marga hnífurinn opnaði kösin skreið áfram / kaldir og sleipir komu stanslaust ... hversu mörgum fiskum / er hægt að gera að án þess að missa vitið“. Þorpið má svo þola snjófljóð, óveður og skipaskaða og þó svo líkkistan komi „úr hvítri þokunni“ þá rennur fyrr en varði „saltur sjór um æðar“ og synirnir verða sjómenn „áður en mæður fá rönd við reist“. Um allt þetta er ort en það styttir upp á milli, sem betur fer, þegar „draumar risu uppúr gljúpri mold hugans“, sólin skín og ástin fær líka sitt pláss. Lífið í þorpinu er engu að síður að lognast út af og suma dreymir um frelsi og þessi „ég“ sem lesendur fylgjast með frá fyrstu síðu biður undir lokin grágæsamóður að ljá sér vængi, svo hann geti flogið og öðlast frelsi.Niðurstaða: Hreistur er vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens sem hefur engu gleymt frá verbúðalífinu en töluvert lært.
Bókmenntir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira