Launafólk þarf skýr svör Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga hafa umræður meira eða minna snúist um persónur og leikendur. Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til kosninga verðum við að beina sjónum að málefnunum. Launafólk þarf að fá skýr svör frá öllum sem sækjast eftir atkvæðum þess hvar framboðin standa þegar kemur að mikilvægum málefnum sem varða okkur öll. BSRB hefur kallað opinberlega eftir því að flokkarnir geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til fimm málaflokka sem bandalagið telur afar mikilvæga í kosningabaráttunni. Afstaða BSRB til þessara málefna er skýr og byggir á lýðræðislegri umræðu innan bandalagsins, hagsmunum félagsmanna og landsmanna allra. Málaflokkarnir fimm eru eftirfarandi: • Félagslegur stöðugleiki: Áhersla á efnahagslegan stöðugleika án tillits til félagslegs stöðugleika mun ekki skila árangri. Styrkja þarf velferðarþjónustuna verulega og búa almenningi félagslegt öryggi. Grundvöllurinn fyrir félagslegum stöðugleika er réttlátt skattkerfi sem stuðar að auknum jöfnuði. • Fjölskylduvænt samfélag: Vinna þarf að því að gera samfélagið fjölskylduvænna, til dæmis með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir og auka sveigjanleika í starfi. Þá þarf að hækka persónuafslátt, barnabætur, aðstoð við húsnæðiskaupendur og leigjendur og lengja fæðingarorlofið. • Heilbrigðismálin: Hækka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og draga úr kostnaði sjúklinga. Tryggja verður að heilbrigðisþjónustan verði rekin af hinu opinbera, ekki einkaaðilum, í samræmi við kröfu yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. • Vinnumarkaðurinn: Kynbundinn launamunur er algerlega óásættanlegur og honum verður að eyða tafarlaust. Gera þarf átak gegn kynskiptum vinnumarkaði og ljúka vinnu við jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. • Húsnæðismál: Halda verður áfram með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðiskerfinu með uppbyggingu leigufélaga fyrir tekjulága. Taka verður næsta skref án tafar og hefja uppbyggingu almennra leigufélaga svo leiga sé raunverulegur valkostur við séreignarstefnuna. Nú er kominn tími til að ræða málefnin. Launafólk á rétt á að vita hvaða framboð bera hag þess fyrir brjósti. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga hafa umræður meira eða minna snúist um persónur og leikendur. Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til kosninga verðum við að beina sjónum að málefnunum. Launafólk þarf að fá skýr svör frá öllum sem sækjast eftir atkvæðum þess hvar framboðin standa þegar kemur að mikilvægum málefnum sem varða okkur öll. BSRB hefur kallað opinberlega eftir því að flokkarnir geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til fimm málaflokka sem bandalagið telur afar mikilvæga í kosningabaráttunni. Afstaða BSRB til þessara málefna er skýr og byggir á lýðræðislegri umræðu innan bandalagsins, hagsmunum félagsmanna og landsmanna allra. Málaflokkarnir fimm eru eftirfarandi: • Félagslegur stöðugleiki: Áhersla á efnahagslegan stöðugleika án tillits til félagslegs stöðugleika mun ekki skila árangri. Styrkja þarf velferðarþjónustuna verulega og búa almenningi félagslegt öryggi. Grundvöllurinn fyrir félagslegum stöðugleika er réttlátt skattkerfi sem stuðar að auknum jöfnuði. • Fjölskylduvænt samfélag: Vinna þarf að því að gera samfélagið fjölskylduvænna, til dæmis með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir og auka sveigjanleika í starfi. Þá þarf að hækka persónuafslátt, barnabætur, aðstoð við húsnæðiskaupendur og leigjendur og lengja fæðingarorlofið. • Heilbrigðismálin: Hækka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og draga úr kostnaði sjúklinga. Tryggja verður að heilbrigðisþjónustan verði rekin af hinu opinbera, ekki einkaaðilum, í samræmi við kröfu yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. • Vinnumarkaðurinn: Kynbundinn launamunur er algerlega óásættanlegur og honum verður að eyða tafarlaust. Gera þarf átak gegn kynskiptum vinnumarkaði og ljúka vinnu við jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. • Húsnæðismál: Halda verður áfram með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðiskerfinu með uppbyggingu leigufélaga fyrir tekjulága. Taka verður næsta skref án tafar og hefja uppbyggingu almennra leigufélaga svo leiga sé raunverulegur valkostur við séreignarstefnuna. Nú er kominn tími til að ræða málefnin. Launafólk á rétt á að vita hvaða framboð bera hag þess fyrir brjósti. Höfundur er formaður BSRB.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun