Finnur að hann er innilega velkominn Guðný Hrönn skrifar 5. október 2017 12:00 Denique mun fagna útgáfu plötunnar á KIKI á morgun klukkan 20.00. VÍSIR/ANTON BRINK Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.
Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira