Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Þrír af hverjum fjórum telja að staða Bjarna Benediktssonar hafi versnað á síðustu dögum. visir/anton brink Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00