Niðurstöður kjaraviðræðna gætu haft áhrif á íbúðaverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. september 2017 06:00 Líklega mun sá fjöldi íbúða sem er á leiðinni á markað verða til að draga úr verðhækkunum. vísir/vilhelm Það er afar ólíklegt að íbúðaverð hækki jafn hratt næstu misseri og það hefur gert síðustu misseri. En það er einnig afar ólíklegt að það verð muni lækka, sagði Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á fundi um kólnun fasteignamarkaðarins sem fram fór í gær. Ólafur vakti athygli á því að tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs nam 23,5 prósentum í maí, sem jafngilti 21,5 prósenta hækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Til samanburðar hefur meðalhækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið 3,8 prósent undanfarna tvo áratugi. „Hækkunin hefur verið umfram það síðan í janúar 2014. En síðan í maí hefur hægt verulega á þessum verðhækkunum,“ sagði Ólafur Heiðar.Ólafur Heiðar Helgasonvísir/hannaTólf mánaða hækkun vísitölu á höfuðborgarsvæðinu í ágúst nam 19,1 prósenti og var hækkun sérbýlis talsvert meiri en hækkun fjöleignarhúsa. Ólafur Heiðar segir að einnig hafi dregið nokkuð úr fjölda undirritaðra kaupsamninga. Markaðurinn heldur hins vegar áfram að vera mjög kröftugur á landsbyggðinni, að sögn Ólafs Heiðars. Þetta eigi sérstaklega við um svæði í jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem tólf mánaða hækkunartakturinn í júlí var á bilinu 25 til 40 prósent. Ólafur segir nokkrar ástæður hafa verið fyrir þeirri hækkun sem varð á fyrri hluta ársins. Ein skýringin er sú að landsmönnum fjölgaði verulega á fyrri helmingi árs, enda eftirspurn eftir erlendu vinnuafli mikil. „Þegar landsmönnum fjölgar um 5.500 á sex mánuðum, þá hefur það sín áhrif á fasteignamarkaðinn, bæði kaupmarkaðinn og leigumarkaðinn, þrátt fyrir að nýjum íbúðum sé að fjölga töluvert á þessum tíma,“ segir Ólafur Heiðar. Þetta jafngildi þriggja prósenta fólksfjölgun á ársgrundvelli en meðalfjölgun síðustu ára sé 1 prósent á ári. Ólafur leggur þó áherslu á að fleiri þættir hafi áhrif. Vextir á íbúðalánum hafi lækkað til langs tíma og kaupmáttur heimila vaxið mjög hratt. „Að auki getur verið að það hafi bara verið almenn stemning sem hafi átt einhvern þátt í þessum verðhækkunum. En það er mjög erfitt að greina á milli þessara þátta.“ Ólafur segir að á næstu árum muni eitthvað draga úr þeim mikla framboðsskorti sem hefur verið undanfarið. „Þegar nýjar íbúðir koma inn á markaðinn er líklegt að það muni eitthvað dempa þær miklu verðhækkanir sem hafa verið að undanförnu,“ segir hann. Niðurstöður kjaraviðræðna muni einnig hafa áhrif á verðþrýsting á markaði. Þegar framboð á húsnæði er lítið geti auknar ráðstöfunartekjur ýtt undir hærra verð. Þá myndu lægri vextir að óbreyttu leiða til verðhækkana. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Það er afar ólíklegt að íbúðaverð hækki jafn hratt næstu misseri og það hefur gert síðustu misseri. En það er einnig afar ólíklegt að það verð muni lækka, sagði Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á fundi um kólnun fasteignamarkaðarins sem fram fór í gær. Ólafur vakti athygli á því að tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs nam 23,5 prósentum í maí, sem jafngilti 21,5 prósenta hækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Til samanburðar hefur meðalhækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið 3,8 prósent undanfarna tvo áratugi. „Hækkunin hefur verið umfram það síðan í janúar 2014. En síðan í maí hefur hægt verulega á þessum verðhækkunum,“ sagði Ólafur Heiðar.Ólafur Heiðar Helgasonvísir/hannaTólf mánaða hækkun vísitölu á höfuðborgarsvæðinu í ágúst nam 19,1 prósenti og var hækkun sérbýlis talsvert meiri en hækkun fjöleignarhúsa. Ólafur Heiðar segir að einnig hafi dregið nokkuð úr fjölda undirritaðra kaupsamninga. Markaðurinn heldur hins vegar áfram að vera mjög kröftugur á landsbyggðinni, að sögn Ólafs Heiðars. Þetta eigi sérstaklega við um svæði í jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem tólf mánaða hækkunartakturinn í júlí var á bilinu 25 til 40 prósent. Ólafur segir nokkrar ástæður hafa verið fyrir þeirri hækkun sem varð á fyrri hluta ársins. Ein skýringin er sú að landsmönnum fjölgaði verulega á fyrri helmingi árs, enda eftirspurn eftir erlendu vinnuafli mikil. „Þegar landsmönnum fjölgar um 5.500 á sex mánuðum, þá hefur það sín áhrif á fasteignamarkaðinn, bæði kaupmarkaðinn og leigumarkaðinn, þrátt fyrir að nýjum íbúðum sé að fjölga töluvert á þessum tíma,“ segir Ólafur Heiðar. Þetta jafngildi þriggja prósenta fólksfjölgun á ársgrundvelli en meðalfjölgun síðustu ára sé 1 prósent á ári. Ólafur leggur þó áherslu á að fleiri þættir hafi áhrif. Vextir á íbúðalánum hafi lækkað til langs tíma og kaupmáttur heimila vaxið mjög hratt. „Að auki getur verið að það hafi bara verið almenn stemning sem hafi átt einhvern þátt í þessum verðhækkunum. En það er mjög erfitt að greina á milli þessara þátta.“ Ólafur segir að á næstu árum muni eitthvað draga úr þeim mikla framboðsskorti sem hefur verið undanfarið. „Þegar nýjar íbúðir koma inn á markaðinn er líklegt að það muni eitthvað dempa þær miklu verðhækkanir sem hafa verið að undanförnu,“ segir hann. Niðurstöður kjaraviðræðna muni einnig hafa áhrif á verðþrýsting á markaði. Þegar framboð á húsnæði er lítið geti auknar ráðstöfunartekjur ýtt undir hærra verð. Þá myndu lægri vextir að óbreyttu leiða til verðhækkana.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira