Tímabundið rof á raunveruleikastjórnuninni Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. september 2017 10:45 "Valur Freyr Einarsson gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni,“ stendur í dómnum. Mynd/Borgarleikhúsið Leikhús 1984 George Orwell Borgarleikhúsið Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannesdóttir, Jóhann Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Hannes Óli Ágústsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson og Erlen Isabella Einarsdóttir Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir Búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen Lýsing og myndband: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingi Bekk Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margét Benediktsdóttir Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Skáldsagan 1984 eftir George Orwell er fyrir löngu orðin klassík og birtist nú áhorfendum Borgarleikhússins í nýlegri breskri leikgerð sem Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir. En þá er bara hálf sagan sögð. Frumsýningin fór fram síðastliðinn föstudag, sama dag og ríkisstjórn landsins féll, en Bergur Þór átti ansi stóran hlut í þeim gjörningi. Tímasetningin er eins og lygasaga skrifuð af Winston Smith, aðalpersónu verksins, fyrir Flokkinn, nema þetta er blákaldur veruleikinn. Flokkurinn sér um sína, Flokkurinn sér um fólkið og Flokkurinn sér um yfirþyrmandi raunveruleikastjórnun. Stríð er friður, frelsi er þrældómur, fáfræði er styrkur og lygar eru sannleikur. Skilaboðin hljóma óþægilega kunnuglega. Bókin er stytt hressilega af ensku höfundunum og þeirra handrit stytt aðeins meira af aðstandendum sýningarinnar. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir verkið haganlega en talmál er stundum of hátíðlegt. Þó er þýðing hans á ‘newspeak’ yfir í „nýsprok“ á skjön við heim verksins þar sem orð eru meitluð niður í sína einföldustu mynd, þarna hefði mátt gera betur. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk félaga Winston, hann er flokksbróðir í Ytri Flokknum og starfsmaður í Sannleiksráðuneytinu þar sem hann sér um að endurskrifa söguna og eyða gögnum um einstaklinga sem hafa svikið Flokkinn enda hafa þeir aldrei verið til. Winston þráir að aftengjast hugmyndafræði flokksins en því miður virðist Þorvaldur Davíð líka vera aftengdur sýningunni. Tilfinningarnar eru þarna og angistin nær stundum í gegn en þyrfti að vera átakanlegri og rista dýpra. Winston finnur nasaþefinn af frelsinu þegar hann verður ástfanginn af Júlíu, sem leikin er af Þuríði Blævi Jóhannesdóttur af natni en kannski aðeins of miklu sakleysi. Valur Freyr Einarsson gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni, þó verður að skrifast að hlutverk O’Briens er bitastæðasta rullan. Hann sýnir að hótanir og pólitískur áróður er hættulegastur þegar hann er framreiddur með stökustu ró, eins og ekkert sé sjálfsagðara og eðlilegra. Önnur hlutverk eru töluvert smærri í sniðum. Hannesi Óla Ágústssyni og nýliðanum Haraldi Ara Stefánssyni tekst báðum að skapa heilsteyptar persónur byggðar á örfáum atriðum. Þórunn Arna Kristjánsdóttir nýtur sín best í angurværu söngatriði, Jóhann Sigurðarson birtist áhorfendum sem sögumaður og svikahrappur en er vannýttur og hin kornunga Erlen Isabella kemur inn með hvelli. Stóri bróðir á að vera alls staðar, í öllum skúmaskotum og á öllum skjáum, en þetta stöðuga eftirlit er ekki nægilega þrúgandi í sviðsetningunni. Myndbönd koma og fara, dróni svífur um salinn í byrjun verksins og allir eru með snjallsíma, ekkert af þessu er nýtt á nógu sannfærandi hátt. Slíkt verður að skrifast á leikstjórann en Bergur Þór smíðar þennan heim ekki nægilega þétt. Herslumuninn vantar, bæði í leik og hönnun. Leikmynd Sigríðar Sunnu Reynisdóttur minnir á stiga M. C. Escher sem á snjallan hátt endurspeglar hugmyndafræðilega þennan öfugsnúna heim. Aftur á móti er hlutaskipt leikmyndin ekki hentug fyrir lipra sviðsetningu. Ljósahönnunin skapar oddhvassa skugga og einangrandi rými, þessa film-noir-fagurfræði hefði mátt útfæra betur. Síðasti hluti sýningarinnar á að fá áhorfendur til að gnísta tönnum af spennu, óþægindum og viðbjóði en sannfærandi frammistaða Vals Freys nær ekki að rífa framvinduna upp úr hófstilltum ónotum. Afbökun Garðars Borgþórssonar á Agnus Dei eftir Johann Sebastian Bach var einstaklega góð en annars var hljóðheimur sýningarinnar ekki eftirminnilegur. Miðað við allt sem á hefur skollið síðustu daga þá virðist raunveruleikinn skrýtnari og súrrealískari en skáldskapurinn. 1984 ætti að vera meira stuðandi, líflegri og hættulegri. Stóri bróðir fylgist nefnilega með okkur í alvörunni og leyndarhyggjan er alltumlykjandi. Efniviðurinn er til staðar en úrvinnslan var ekki nægilega markviss til að neistinn yrði að stóru báli.Niðurstaða: Skilaboð sýningarinnar eru hrollvekjandi, tímasetningin ótrúleg, en fínvinnuna vantar. Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús 1984 George Orwell Borgarleikhúsið Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannesdóttir, Jóhann Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Hannes Óli Ágústsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson og Erlen Isabella Einarsdóttir Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir Búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen Lýsing og myndband: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingi Bekk Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Margét Benediktsdóttir Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Skáldsagan 1984 eftir George Orwell er fyrir löngu orðin klassík og birtist nú áhorfendum Borgarleikhússins í nýlegri breskri leikgerð sem Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir. En þá er bara hálf sagan sögð. Frumsýningin fór fram síðastliðinn föstudag, sama dag og ríkisstjórn landsins féll, en Bergur Þór átti ansi stóran hlut í þeim gjörningi. Tímasetningin er eins og lygasaga skrifuð af Winston Smith, aðalpersónu verksins, fyrir Flokkinn, nema þetta er blákaldur veruleikinn. Flokkurinn sér um sína, Flokkurinn sér um fólkið og Flokkurinn sér um yfirþyrmandi raunveruleikastjórnun. Stríð er friður, frelsi er þrældómur, fáfræði er styrkur og lygar eru sannleikur. Skilaboðin hljóma óþægilega kunnuglega. Bókin er stytt hressilega af ensku höfundunum og þeirra handrit stytt aðeins meira af aðstandendum sýningarinnar. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir verkið haganlega en talmál er stundum of hátíðlegt. Þó er þýðing hans á ‘newspeak’ yfir í „nýsprok“ á skjön við heim verksins þar sem orð eru meitluð niður í sína einföldustu mynd, þarna hefði mátt gera betur. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk félaga Winston, hann er flokksbróðir í Ytri Flokknum og starfsmaður í Sannleiksráðuneytinu þar sem hann sér um að endurskrifa söguna og eyða gögnum um einstaklinga sem hafa svikið Flokkinn enda hafa þeir aldrei verið til. Winston þráir að aftengjast hugmyndafræði flokksins en því miður virðist Þorvaldur Davíð líka vera aftengdur sýningunni. Tilfinningarnar eru þarna og angistin nær stundum í gegn en þyrfti að vera átakanlegri og rista dýpra. Winston finnur nasaþefinn af frelsinu þegar hann verður ástfanginn af Júlíu, sem leikin er af Þuríði Blævi Jóhannesdóttur af natni en kannski aðeins of miklu sakleysi. Valur Freyr Einarsson gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni, þó verður að skrifast að hlutverk O’Briens er bitastæðasta rullan. Hann sýnir að hótanir og pólitískur áróður er hættulegastur þegar hann er framreiddur með stökustu ró, eins og ekkert sé sjálfsagðara og eðlilegra. Önnur hlutverk eru töluvert smærri í sniðum. Hannesi Óla Ágústssyni og nýliðanum Haraldi Ara Stefánssyni tekst báðum að skapa heilsteyptar persónur byggðar á örfáum atriðum. Þórunn Arna Kristjánsdóttir nýtur sín best í angurværu söngatriði, Jóhann Sigurðarson birtist áhorfendum sem sögumaður og svikahrappur en er vannýttur og hin kornunga Erlen Isabella kemur inn með hvelli. Stóri bróðir á að vera alls staðar, í öllum skúmaskotum og á öllum skjáum, en þetta stöðuga eftirlit er ekki nægilega þrúgandi í sviðsetningunni. Myndbönd koma og fara, dróni svífur um salinn í byrjun verksins og allir eru með snjallsíma, ekkert af þessu er nýtt á nógu sannfærandi hátt. Slíkt verður að skrifast á leikstjórann en Bergur Þór smíðar þennan heim ekki nægilega þétt. Herslumuninn vantar, bæði í leik og hönnun. Leikmynd Sigríðar Sunnu Reynisdóttur minnir á stiga M. C. Escher sem á snjallan hátt endurspeglar hugmyndafræðilega þennan öfugsnúna heim. Aftur á móti er hlutaskipt leikmyndin ekki hentug fyrir lipra sviðsetningu. Ljósahönnunin skapar oddhvassa skugga og einangrandi rými, þessa film-noir-fagurfræði hefði mátt útfæra betur. Síðasti hluti sýningarinnar á að fá áhorfendur til að gnísta tönnum af spennu, óþægindum og viðbjóði en sannfærandi frammistaða Vals Freys nær ekki að rífa framvinduna upp úr hófstilltum ónotum. Afbökun Garðars Borgþórssonar á Agnus Dei eftir Johann Sebastian Bach var einstaklega góð en annars var hljóðheimur sýningarinnar ekki eftirminnilegur. Miðað við allt sem á hefur skollið síðustu daga þá virðist raunveruleikinn skrýtnari og súrrealískari en skáldskapurinn. 1984 ætti að vera meira stuðandi, líflegri og hættulegri. Stóri bróðir fylgist nefnilega með okkur í alvörunni og leyndarhyggjan er alltumlykjandi. Efniviðurinn er til staðar en úrvinnslan var ekki nægilega markviss til að neistinn yrði að stóru báli.Niðurstaða: Skilaboð sýningarinnar eru hrollvekjandi, tímasetningin ótrúleg, en fínvinnuna vantar.
Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira