Löglegt skutl Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. september 2017 07:00 Í ljósi þess hversu útbreidd netnotkun er á Íslandi og hversu fljótir Íslendingar eru að tileinka sér tækninýjungar er með nokkrum ólíkindum að hugbúnaðarfyrirtæki eins og Uber og Lyft sem gera fólki kleift að ná sér í leigubíl á einfaldan hátt gegnum snjallsímann hafi ekki hafið starfsemi hér á landi. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem Uber er ekki starfandi. Á Íslandi fá þeir einir leyfi til leigubílaaksturs sem uppfylla skilyrði laga um leigubifreiðar og reglugerðar um sama efni þar sem meðal annars er kveðið á um hámarksfjölda leigubíla í stærstu sveitarfélögunum. Leigubílum á Íslandi hefur fjölgað á hraða snigilsins og fjölgunin hefur ekki verið í takti við þarfir samfélagsins. Á sama tíma og ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði úr rúmlega 470 þúsund árið 2008 í rúmlega 1,2 milljónir árið 2015 fjölgaði virkum leigubílaleyfum úr 537 í 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði leigubílum um tíu. Á álagstímum kemur bersýnilega í ljós hversu mikill skortur er á leigubílum en á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af löngum biðröðum fólks sem bíður eftir leigubíl í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma og leigubílum fjölgar ekkert blómstrar svört atvinnustarfsemi á internetinu þar sem fólk bæði óskar eftir bílum og býður þjónustu gegn greiðslu. Í grúppunni Skutlarar á Facebook eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Eina eðlilega skrefið til að koma þessari starfsemi upp á yfirborðið, tryggja gagnsæi og öryggi þeirra sem nýta sér skutlið er að opna á þjónustu Uber og Lyft hér á landi. Með Uber og Lyft nálgast notandinn þjónustuna í gegnum sérstakt app í símanum.og getur valið hvort hann deilir bíl með öðrum og greiðir lægra verð eða ferðast einn. Greitt er fyrir þjónustuna gegnum appið sjálft og í lok ferðar fær notandinn tölvupóst með þeirri leið sem ekin var á korti ásamt upplýsingum um greiðsluna. Gagnsæið er fullkomið og greiddir eru skattar og gjöld af keyptri þjónustu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík íslensku lögunum. Norðmenn hafa fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og Íslendingar. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum. Það er væntanlega bara tímaspursmál hvenær ESA gerir athugasemdir við íslensku löggjöfina ef það hefur ekki þegar gerst. Fyrir stjórnarslit ákvað Jón Gunnarsson samgönguráðherra að fela starfshóp að skoða fjölgun leyfa til leigubílaaksturs og möguleika þess að opna á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft. Gott væri ef starfshópurinn lyki sinni vinnu sem fyrst og ráðherrann eða eftirmaður hans tæki af skarið og tryggði Íslendingum sömu lífsgæði og þægindi og þeir búa við í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Í ljósi þess hversu útbreidd netnotkun er á Íslandi og hversu fljótir Íslendingar eru að tileinka sér tækninýjungar er með nokkrum ólíkindum að hugbúnaðarfyrirtæki eins og Uber og Lyft sem gera fólki kleift að ná sér í leigubíl á einfaldan hátt gegnum snjallsímann hafi ekki hafið starfsemi hér á landi. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem Uber er ekki starfandi. Á Íslandi fá þeir einir leyfi til leigubílaaksturs sem uppfylla skilyrði laga um leigubifreiðar og reglugerðar um sama efni þar sem meðal annars er kveðið á um hámarksfjölda leigubíla í stærstu sveitarfélögunum. Leigubílum á Íslandi hefur fjölgað á hraða snigilsins og fjölgunin hefur ekki verið í takti við þarfir samfélagsins. Á sama tíma og ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði úr rúmlega 470 þúsund árið 2008 í rúmlega 1,2 milljónir árið 2015 fjölgaði virkum leigubílaleyfum úr 537 í 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði leigubílum um tíu. Á álagstímum kemur bersýnilega í ljós hversu mikill skortur er á leigubílum en á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af löngum biðröðum fólks sem bíður eftir leigubíl í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma og leigubílum fjölgar ekkert blómstrar svört atvinnustarfsemi á internetinu þar sem fólk bæði óskar eftir bílum og býður þjónustu gegn greiðslu. Í grúppunni Skutlarar á Facebook eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Eina eðlilega skrefið til að koma þessari starfsemi upp á yfirborðið, tryggja gagnsæi og öryggi þeirra sem nýta sér skutlið er að opna á þjónustu Uber og Lyft hér á landi. Með Uber og Lyft nálgast notandinn þjónustuna í gegnum sérstakt app í símanum.og getur valið hvort hann deilir bíl með öðrum og greiðir lægra verð eða ferðast einn. Greitt er fyrir þjónustuna gegnum appið sjálft og í lok ferðar fær notandinn tölvupóst með þeirri leið sem ekin var á korti ásamt upplýsingum um greiðsluna. Gagnsæið er fullkomið og greiddir eru skattar og gjöld af keyptri þjónustu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík íslensku lögunum. Norðmenn hafa fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og Íslendingar. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum. Það er væntanlega bara tímaspursmál hvenær ESA gerir athugasemdir við íslensku löggjöfina ef það hefur ekki þegar gerst. Fyrir stjórnarslit ákvað Jón Gunnarsson samgönguráðherra að fela starfshóp að skoða fjölgun leyfa til leigubílaaksturs og möguleika þess að opna á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft. Gott væri ef starfshópurinn lyki sinni vinnu sem fyrst og ráðherrann eða eftirmaður hans tæki af skarið og tryggði Íslendingum sömu lífsgæði og þægindi og þeir búa við í útlöndum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun