Næstum þrjátíu brot verið tilkynnt á áratug Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2017 06:00 Þjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Öll kynferðisbrotamál skulu tilkynnt fagráði. vísir/ernir Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira