Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 05:00 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. vísir/ernir Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira