Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 19:00 Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda. Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda.
Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira