Stikla úr Vetrarbræðrum: Saga bræðra sem búa í einangraðri verkamannabyggð Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 15:45 Myndin Vetrarbræður hefur fengið góðar viðtökur. Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum. Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum.
Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15
Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18
Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00