Boðað verður til þingkosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 16:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill kjósa í nóvember. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun boða til kosninga og horfir hann til haustsins í þeim efnum, nánar tiltekið nóvember. Þetta tilkynnti hann nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. Bjarni sagði að það væri hans skoðun að hér á landi þyrfti að endurheimta sterka ríkisstjórn. Sagði hann engar líkur á að slík stjórn fengist með fjölmarga smáflokka sem hefðu „engar rætur, enga sögu og engan strúktúr,“ eins og hann orðaði það. „Ég held að dæmin séu til þess að læra af í þessum efnum. Ég hef í dag átt samtal við alla stjórnmálaleiðtoga á þingi, ekki alla en þá sem fara fyrir stærstu flokkunum og líkur væru til að ná saman við. Ég verð að sama skapi að segja að ég finn fyrir því að það er eins og ekkert hafi gerst í heilt ár. Við erum stödd á sama stað og eftir kosningarnar 2016 og við þær aðstæður er ekkert annað að gera en að hleypa kjósendum að. Því mun ég beita mér fyrir því að það verði kosið á Ísandi sem allra fyrst,“ sagði Bjarni. Á meðan á blaðamannafundinum stóð barst fréttatilkynning frá embætti forseta Íslands. Þar sagði að forsetinn Guðni Th. Jóhannesson muni eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í ljósi þess að stjórn Bjartrar framtíðar og þingflokkur Viðreisnar, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, hafa lýst yfir að þessir tveir flokkar styðji ekki lengur það stjórnarsamstarf. Fundurinn verður á Bessastöðum kl. 11:00 á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun boða til kosninga og horfir hann til haustsins í þeim efnum, nánar tiltekið nóvember. Þetta tilkynnti hann nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. Bjarni sagði að það væri hans skoðun að hér á landi þyrfti að endurheimta sterka ríkisstjórn. Sagði hann engar líkur á að slík stjórn fengist með fjölmarga smáflokka sem hefðu „engar rætur, enga sögu og engan strúktúr,“ eins og hann orðaði það. „Ég held að dæmin séu til þess að læra af í þessum efnum. Ég hef í dag átt samtal við alla stjórnmálaleiðtoga á þingi, ekki alla en þá sem fara fyrir stærstu flokkunum og líkur væru til að ná saman við. Ég verð að sama skapi að segja að ég finn fyrir því að það er eins og ekkert hafi gerst í heilt ár. Við erum stödd á sama stað og eftir kosningarnar 2016 og við þær aðstæður er ekkert annað að gera en að hleypa kjósendum að. Því mun ég beita mér fyrir því að það verði kosið á Ísandi sem allra fyrst,“ sagði Bjarni. Á meðan á blaðamannafundinum stóð barst fréttatilkynning frá embætti forseta Íslands. Þar sagði að forsetinn Guðni Th. Jóhannesson muni eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í ljósi þess að stjórn Bjartrar framtíðar og þingflokkur Viðreisnar, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, hafa lýst yfir að þessir tveir flokkar styðji ekki lengur það stjórnarsamstarf. Fundurinn verður á Bessastöðum kl. 11:00 á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03