Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 11:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í morgun að loknum fundinum með Bjarna. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08