Markastíflan brast með látum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 06:00 Glódís Perla og stelpurnar fagna í kvöld. vísir/eyþór Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist. Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira
Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist.
Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira