Hamilton segir AMG geta smíðað betri ofurbíl en Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2017 15:15 Mercedes Benz Project One bíllinn á bílasýningunni í Frankfurt. Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton lét hafa það eftir sér í bílasýningunni í Frankfurt að AMG sportbíladeild Mercedes Benz sé hæfari til að smíða ofurbíl en Ferrari og bætti við; „Af hverju er Ferrari að smíða þessa ofurbíla þegar AMG getur gert miklu betur“. Ekki lítil orð þar. Líklega býr Benz einmitt að bílnum til að sanna það, þ.e. hins nýja Project One ofurbíls sem frumsýndur var á bílasýningunni í Frankfurt í mánuðinum. Ef til vill byggja orð hans á því að hann hafi verið hafður með í ráðum við þróun þess bíls. Það verður þó ekki sagt að Hamilton sé hlutlaus í afstöðu sinni en hann ekur einmitt fyrir Mercedes Benz í Formula 1 og á þar í mikilli samkeppni við Ferrari bíla. Hamilton sagði að hann hafi í langan tíma þrýst á Mercedes Benz að smíða ofurbíl og hefur greinilega lengi haft áhuga á því að Benz slái við ofurbílum eins og Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir búa að háþróaðri tengiltvinnaflrás þar sem rafmótorar auka mjög við afl bílanna. En kannski var Hamilton að vísa til Ferrari F50 bílsins sem átti að vera keppnisbrautahæfur bíll sem löglegur væri þó á venjulegum vegum, en sá bíll reyndist hvorki neinn ofurbíll á brautunum, né heldur mjög heppilegur bíll á venjulegum vegum. Í Project One bíl Mercedes Benz er 1,6 lítra V6 vél sem snýst á allt að 11.000 snúningum og er ættuð í Formúlu 1 bíl Mercedes Benz. Til stendur að framleiða aðeins 275 Project One bíla og allir þeirra eru þegar seldir. Framleiðsla bílanna hefst árið 2019. Það verður bara að koma í ljós hvort eitthvað er marka orð Lewis Hamilton og hvort Project One bíll Benz muni baka alla Ferrari bíla. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton lét hafa það eftir sér í bílasýningunni í Frankfurt að AMG sportbíladeild Mercedes Benz sé hæfari til að smíða ofurbíl en Ferrari og bætti við; „Af hverju er Ferrari að smíða þessa ofurbíla þegar AMG getur gert miklu betur“. Ekki lítil orð þar. Líklega býr Benz einmitt að bílnum til að sanna það, þ.e. hins nýja Project One ofurbíls sem frumsýndur var á bílasýningunni í Frankfurt í mánuðinum. Ef til vill byggja orð hans á því að hann hafi verið hafður með í ráðum við þróun þess bíls. Það verður þó ekki sagt að Hamilton sé hlutlaus í afstöðu sinni en hann ekur einmitt fyrir Mercedes Benz í Formula 1 og á þar í mikilli samkeppni við Ferrari bíla. Hamilton sagði að hann hafi í langan tíma þrýst á Mercedes Benz að smíða ofurbíl og hefur greinilega lengi haft áhuga á því að Benz slái við ofurbílum eins og Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir búa að háþróaðri tengiltvinnaflrás þar sem rafmótorar auka mjög við afl bílanna. En kannski var Hamilton að vísa til Ferrari F50 bílsins sem átti að vera keppnisbrautahæfur bíll sem löglegur væri þó á venjulegum vegum, en sá bíll reyndist hvorki neinn ofurbíll á brautunum, né heldur mjög heppilegur bíll á venjulegum vegum. Í Project One bíl Mercedes Benz er 1,6 lítra V6 vél sem snýst á allt að 11.000 snúningum og er ættuð í Formúlu 1 bíl Mercedes Benz. Til stendur að framleiða aðeins 275 Project One bíla og allir þeirra eru þegar seldir. Framleiðsla bílanna hefst árið 2019. Það verður bara að koma í ljós hvort eitthvað er marka orð Lewis Hamilton og hvort Project One bíll Benz muni baka alla Ferrari bíla.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent