Náttúrulaugar fullar af gerlum og skít Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2017 05:00 Laugarhólslaug í Bjarnarfirði er ein fjölmargra náttúrulauga á landinu. Ekki liggur fyrir hvort hún sé ein þeirra sem er full af gerlum. vísir/getty Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09