Klassíski og kvenlegi rauði kjóllinn Ritstjórn skrifar 5. september 2017 20:00 Glamour/Getty Rauður er litur haustsins og hefur það ekki farið framhjá neinum, og er rautt frá toppi til táar eitt helsta trendið þessa dagana. Einnig höfum við séð mikið af rauðum kjólum frá rauða dreglinum, en stjörnurnar eru nú farnar að velja sér kvenlega og eldrauða kjóla fyrir ýmsar uppákomur. Rihanna, Meghan Markle og Kate Middleton eiga það allt sameiginlegt að hafa klæðst frjálslegum, kvenlegum og stílhreinum rauðum kjólum undanfarið. Rauði liturinn hefur verið tengdur við Hollywood glamúr alveg frá sjötta áratugnum, og verður hann oft fyrir valinu fyrir rauða dregilinn. Marilyn Monroe og Jane Russell vöktu mikla athygli árið 1953 í flegnum rauðum kjólum með hárri klauf, við tökur á myndinni Gentlemen Prefer Blondes. Rauði kjóllinn sem hefur verið fyrir valinu af stjörnunum undanfarið er kvenlegur, látlaus og frjálslegur. En rauði kjóllinn er alls ekki bara fyrir stjörnurnar, heldur ætti hann oft að vera fyrir valinu hjá okkur fyrir fínni uppákomur. Eða bara þegar maður er í skapi til þess? Rauði kjóllinn er svo sannarlega jafn klassískur og sá svarti, þó svo við sækjum mun oftar í þann síðarnefnda. Katrín hertogaynja af CambridgeMeghan MarkleRihannaNicole Warne í FeneyjumVanessa HudgensOscar De La RentaGiambattista Valli Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Kendall Jenner í fyrsta sinn á lista Forbes Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour Kylie Jenner gerir sundföt fyrir Topshop Glamour Vantar þig hugmyndir að jólagjöfum? Glamour
Rauður er litur haustsins og hefur það ekki farið framhjá neinum, og er rautt frá toppi til táar eitt helsta trendið þessa dagana. Einnig höfum við séð mikið af rauðum kjólum frá rauða dreglinum, en stjörnurnar eru nú farnar að velja sér kvenlega og eldrauða kjóla fyrir ýmsar uppákomur. Rihanna, Meghan Markle og Kate Middleton eiga það allt sameiginlegt að hafa klæðst frjálslegum, kvenlegum og stílhreinum rauðum kjólum undanfarið. Rauði liturinn hefur verið tengdur við Hollywood glamúr alveg frá sjötta áratugnum, og verður hann oft fyrir valinu fyrir rauða dregilinn. Marilyn Monroe og Jane Russell vöktu mikla athygli árið 1953 í flegnum rauðum kjólum með hárri klauf, við tökur á myndinni Gentlemen Prefer Blondes. Rauði kjóllinn sem hefur verið fyrir valinu af stjörnunum undanfarið er kvenlegur, látlaus og frjálslegur. En rauði kjóllinn er alls ekki bara fyrir stjörnurnar, heldur ætti hann oft að vera fyrir valinu hjá okkur fyrir fínni uppákomur. Eða bara þegar maður er í skapi til þess? Rauði kjóllinn er svo sannarlega jafn klassískur og sá svarti, þó svo við sækjum mun oftar í þann síðarnefnda. Katrín hertogaynja af CambridgeMeghan MarkleRihannaNicole Warne í FeneyjumVanessa HudgensOscar De La RentaGiambattista Valli
Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Kendall Jenner í fyrsta sinn á lista Forbes Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Glamour Kylie Jenner gerir sundföt fyrir Topshop Glamour Vantar þig hugmyndir að jólagjöfum? Glamour