Gott að eiga góða granna 7. september 2017 10:00 Steindi Jr. stendur sig vel í hlutverki sínu sem Atli. Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli. Hér segir frá skuggalega venjulegu fólki sem fer í tilgangslaust stríð við hvert annað, fólki sem forðast sín eigin vandamál með því að beina þeim yfir á aðra. Við fylgjumst með nágrannaerjum og forræðisdeilum sem fluttar eru á óheppileg stig. Þess vegna má ekki vanmeta það hvað eitt tré eða viðvaningslegt kynlífsvídeó getur valdið miklum usla, eða verið grimmur kveikiþráður að slíkum. Á nokkuð skömmum tíma hefur Hafsteinn Gunnar Sigurðsson komið sér í hóp efnilegri íslenskra kvikmyndagerðarmanna starfandi í dag, með gott auga og ástríðufullt grip á þemum sem tengjast ljúfsárum, en yfirleitt fyndnum, samskiptum fólks. Hafsteinn sýnir áhuga persónum sem lengi hafa þurft á sjálfsskoðun eða breytingu að halda, yfirleitt persónum sem eru fastar í einsleitri tilveru. Sambandsslit spila líka gjarnan stóra rullu á einhverjum tímapunkti í öllum verkum mannsins. Fyrsta myndin hans Hafsteins í fullri lengd, Á annan veg frá 2011, er með þeim vanmetnari sem hafa lengi komið frá þessum klaka. Þremur árum seinna kom svo París norðursins sem átti fína spretti en var aðeins of mikið „bla“ að mati undirritaðs. Nú hafa þeir Huldar Breiðfjörð (sem skrifaði einnig París með Hafsteini) mótað svarta kómedíu, prakkaralega og lúmskt áhrifaríka sem varpar ljósi á sorg og gildrur samskipta- og tengingarleysis á virkilega ferskan máta, með hæfilega óvæntri og brenglaðri framvindu. Handritið er einfalt í grunninn en spilar með flóknar tilfinningar sem sjaldan eru stafaðar út. Þetta á líka við um það hvernig upplýsingar komast til skila, hvaða spurningum handritið svarar og hvar áhorfendur geta leyft sér að fylla í eyðurnar. Hafsteini tekst að segja margt með ótal smáatriðum og fær góðan stuðning frá tvennu sem skiptir heildarsvip myndarinnar öllu máli. Fyrst ber að nefna vandaða kvikmyndatöku Moniku Lenczewska, sem gefur sögunni viðeigandi kalda, í raun dapurlega pallettu. Síðan er það býsna geggjuð tónlist frá Daníel Bjarnasyni sem býr til magnandi og furðulegan drunga (með smá aðstoð frá Bach og Rachmaninoff). Músíkin á sömuleiðis stóran þátt í því hvernig heildin skiptir svo listilega um gír, úr gríni í alvöru, þó myndin eigi það vissulega til að vera grafalvarleg og fyndin á sama tíma. Og stundum drephlægileg.Edda Björgvinsdóttir er stjarna myndarinnar.NORDICPHOTOS/GETTYLeikhópurinn sem hér hefur safnast saman er ekkert annað en meiriháttar, í jafnt smáum sem stórum hlutverkum. Bæði nær hópurinn að gæða þennan „melankólíska“ farsa hressri orku og slá hvergi feilnótu þegar kemur að dramatískari hliðunum. Edda Björgvinsdóttir er þó óumdeild stjarna myndarinnar, með mestu dýptina og eftirminnilegustu persónuna, og hefur ekki í áraraðir eignað sér skjáinn eins og hún gerir hér. En öll dýnamík karaktera og leikara eins og hún leggur sig, ásamt þrívíðum, mannlegum eða snarbiluðum hliðum þeirra, innsiglar meðmælin. Þar koma til dæmis Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og (sérstaklega) Siggi Sigurjóns mjög sterk inn. Steindi Jr. kemur einnig vel út með stórfínum leik sem jafnast samt ekki á við áreynslulaus tilþrifin hjá reyndari mótleikurum hans, en hann leggur sig allan fram og passar í hlutverk sem er meira marglaga en mætti halda í fyrstu. Hlutverk Steinda og þróun hans í myndinni hefur að vísu ekki sama bit í sér og allt sem viðkemur eldra settinu og deilum þess við nágranna sína. Reyndar hefði mátt gera ögn meira með Selmu, jafnvel Víking Kristjáns og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, en um þau tvö má svo sem deila. Nágrannastríð í bíómyndum, gaman eða drama, er formúla sem tekið hefur ýmiss konar form. Með þessari mynd hefði einmitt verið auðvelt að ganga of langt með grínið, en hún skarar fram úr með einlægri rödd sem styrkir hana og karakterana, auk þess að ná svona fínt að trekkja upp lágstemmdan spennugjafa úr vaxandi gremjunni. Undir trénu er laus við tilgerð og rembing, og þess í stað kemur yndislega rugluð, hnyttin, tragísk og faglega unnin mynd á flestan máta, frá klippingu til hljóðvinnslu. Sem bónus er hún hlaðin ýmsum ógleymanlegum litlum atvikum og ljúfum skammti af vægðarleysi, tilfinningadýpt og kaldhæðni í leiðinni. Bara gaman.Niðurstaða: Brakandi fersk kómedía í dekkri kantinum. Vel skrifuð og heldur dampi með fyndnum ágreiningi og ekki síst æðislegu samspili leikhópsins. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni "Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ 15. ágúst 2017 16:30 Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30 Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli. Hér segir frá skuggalega venjulegu fólki sem fer í tilgangslaust stríð við hvert annað, fólki sem forðast sín eigin vandamál með því að beina þeim yfir á aðra. Við fylgjumst með nágrannaerjum og forræðisdeilum sem fluttar eru á óheppileg stig. Þess vegna má ekki vanmeta það hvað eitt tré eða viðvaningslegt kynlífsvídeó getur valdið miklum usla, eða verið grimmur kveikiþráður að slíkum. Á nokkuð skömmum tíma hefur Hafsteinn Gunnar Sigurðsson komið sér í hóp efnilegri íslenskra kvikmyndagerðarmanna starfandi í dag, með gott auga og ástríðufullt grip á þemum sem tengjast ljúfsárum, en yfirleitt fyndnum, samskiptum fólks. Hafsteinn sýnir áhuga persónum sem lengi hafa þurft á sjálfsskoðun eða breytingu að halda, yfirleitt persónum sem eru fastar í einsleitri tilveru. Sambandsslit spila líka gjarnan stóra rullu á einhverjum tímapunkti í öllum verkum mannsins. Fyrsta myndin hans Hafsteins í fullri lengd, Á annan veg frá 2011, er með þeim vanmetnari sem hafa lengi komið frá þessum klaka. Þremur árum seinna kom svo París norðursins sem átti fína spretti en var aðeins of mikið „bla“ að mati undirritaðs. Nú hafa þeir Huldar Breiðfjörð (sem skrifaði einnig París með Hafsteini) mótað svarta kómedíu, prakkaralega og lúmskt áhrifaríka sem varpar ljósi á sorg og gildrur samskipta- og tengingarleysis á virkilega ferskan máta, með hæfilega óvæntri og brenglaðri framvindu. Handritið er einfalt í grunninn en spilar með flóknar tilfinningar sem sjaldan eru stafaðar út. Þetta á líka við um það hvernig upplýsingar komast til skila, hvaða spurningum handritið svarar og hvar áhorfendur geta leyft sér að fylla í eyðurnar. Hafsteini tekst að segja margt með ótal smáatriðum og fær góðan stuðning frá tvennu sem skiptir heildarsvip myndarinnar öllu máli. Fyrst ber að nefna vandaða kvikmyndatöku Moniku Lenczewska, sem gefur sögunni viðeigandi kalda, í raun dapurlega pallettu. Síðan er það býsna geggjuð tónlist frá Daníel Bjarnasyni sem býr til magnandi og furðulegan drunga (með smá aðstoð frá Bach og Rachmaninoff). Músíkin á sömuleiðis stóran þátt í því hvernig heildin skiptir svo listilega um gír, úr gríni í alvöru, þó myndin eigi það vissulega til að vera grafalvarleg og fyndin á sama tíma. Og stundum drephlægileg.Edda Björgvinsdóttir er stjarna myndarinnar.NORDICPHOTOS/GETTYLeikhópurinn sem hér hefur safnast saman er ekkert annað en meiriháttar, í jafnt smáum sem stórum hlutverkum. Bæði nær hópurinn að gæða þennan „melankólíska“ farsa hressri orku og slá hvergi feilnótu þegar kemur að dramatískari hliðunum. Edda Björgvinsdóttir er þó óumdeild stjarna myndarinnar, með mestu dýptina og eftirminnilegustu persónuna, og hefur ekki í áraraðir eignað sér skjáinn eins og hún gerir hér. En öll dýnamík karaktera og leikara eins og hún leggur sig, ásamt þrívíðum, mannlegum eða snarbiluðum hliðum þeirra, innsiglar meðmælin. Þar koma til dæmis Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og (sérstaklega) Siggi Sigurjóns mjög sterk inn. Steindi Jr. kemur einnig vel út með stórfínum leik sem jafnast samt ekki á við áreynslulaus tilþrifin hjá reyndari mótleikurum hans, en hann leggur sig allan fram og passar í hlutverk sem er meira marglaga en mætti halda í fyrstu. Hlutverk Steinda og þróun hans í myndinni hefur að vísu ekki sama bit í sér og allt sem viðkemur eldra settinu og deilum þess við nágranna sína. Reyndar hefði mátt gera ögn meira með Selmu, jafnvel Víking Kristjáns og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, en um þau tvö má svo sem deila. Nágrannastríð í bíómyndum, gaman eða drama, er formúla sem tekið hefur ýmiss konar form. Með þessari mynd hefði einmitt verið auðvelt að ganga of langt með grínið, en hún skarar fram úr með einlægri rödd sem styrkir hana og karakterana, auk þess að ná svona fínt að trekkja upp lágstemmdan spennugjafa úr vaxandi gremjunni. Undir trénu er laus við tilgerð og rembing, og þess í stað kemur yndislega rugluð, hnyttin, tragísk og faglega unnin mynd á flestan máta, frá klippingu til hljóðvinnslu. Sem bónus er hún hlaðin ýmsum ógleymanlegum litlum atvikum og ljúfum skammti af vægðarleysi, tilfinningadýpt og kaldhæðni í leiðinni. Bara gaman.Niðurstaða: Brakandi fersk kómedía í dekkri kantinum. Vel skrifuð og heldur dampi með fyndnum ágreiningi og ekki síst æðislegu samspili leikhópsins.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni "Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ 15. ágúst 2017 16:30 Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30 Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni "Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ 15. ágúst 2017 16:30
Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30
Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30