Sex mánaða nálgunarbann vegna ítrekaðra hótana gegn konu og barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 10:48 Konan og barnið voru talin stafa raunveruleg hætta af manninum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira