Síðasti Viperinn af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2017 15:00 Dodge Viper. Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent