Hyundai ix35 FC bæði rafstöð og vatnsveita Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2017 12:18 Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili. Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent