Hagnaður af sölu BMW hærri en hjá Benz og Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 09:51 BMW 7-línan. Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent